The Birthday Girl

En kop kaffe!Þá er komið að því.... það er skollið á mig eitt ár í viðbót Wizard Hlakka ekkert smá til að eiga afmælisdag. Veit ekkert af hverju en ég hlakka bara eitthvað svo til Joyful Nú er ég orðin 35 ára og er bara stolt af því! Mér finnst þetta bara flottur aldur og ætla að segja öllum sem ég hitti næsta sólarhringinn að ég eigi afmæli Grin Úff, ég verð ekkert smá óþolandi, híhíhí.

nullÉg er búin að fá senda tvo pakka frá Íslandi í fagur fjólubláum pappír sem ég er búin að mæna á í tvo daga og get varla beðið eftir að rífa utan af þeim. Mamma sagði að ég ætti að hugsa um norðurljósin þegar ég opna pakkann frá henni, hmmm.... spennandi Whistling

Hilmar var að enda við að panta fyrir mig á netinu geggjaða Cintamani lopapeysu með hettu sem ég hlakka svakalega til að fá. Hef aldrei áður átt svona svala lúxus peysu og bara gaman að geta fengið eina svoleiðis núna á einkar hagstæðu gengi Wink

nullÁ laugardagskvöldið verð ég svo með skvísumatarboð fyrir nokkrar af mínum yndislegu vinkonum hér í Danmörku. Það verður svaka gaman og ég þarf að fara að leggjast yfir uppskriftarbækurnar mínar og finna eitthvað girnilegt, jammí Smile

Í kvöld ætla ég að njóta þess að fara út að borða með Hilmari og sætu strákunum mínum og ég vona að þið eigið öll frábæran dag.... eins og ég ætla að eiga Heart


Á tímum erfiðleika

Hér í Danmörku gengur lífið sinn vanagang hjá litlu fjölskyldunni í Løgten þrátt fyrir hið undarlega ástand í heiminum í dag. Danir finna líka aðeins fyrir kreppunni þó að það sé ekki í eins kröftugum mæli eins og Íslendingar hafa þurft að finna fyrir. Það hefur þó verið töluvert um uppsagnir hjá dönskum fyrirtækjum og bankarnir eru orðnir mikið strangari í lánaveitingum en áður. Fasteignamarkaðurinn er líka í algjöru stoppi og hefur verið erfiður í þó nokkuð langan tíma. Suzlon og Pressalit Care, fyrirtækin sem við Hilmar vinnum hjá hafa bæði tilkynnt ráðningarstopp en sem betur fer hafa ekki verið neinar uppsagnir... ennþá. Maður heyrir líka sorglegar sögur af ýmsum íslenskum vinum og kunningjum hér í Danmörku sem eru í vandræðum vegna ástandsins á Íslandi. Við könnumst t.d. við fjóra Íslendinga sem voru að vinna hjá Bauhaus í Tilst vegna yfirvofandi opnunar búðarinnar á Íslandi og þeim hefur öllum verið sagt upp þar sem það er líklega engin opnun framundan Errm

Við höfum ekki fundið fyrir neinu öðru en stuðningi frá Dönum vegna ástandsins á Íslandi, fólk spyr okkur mikið um fréttir og hvernig vinir okkar og ættingjar hafa það... og klappa okkur svo á bakið... aumingja Íslendingunum Wink Við Hilmar erum bara svo ótrúlega lánsöm og þakklát í dag fyrir að vera bæði með atvinnu og þar að auki laun í dönskum krónum... sem er bara mikils virði í dag.

Læt fylgja með hérna í lokin nokkur styrkjandi orð sem ég las í góðri bók...

Tilgangslaust er að ætla sér að skilgreina ástæðurnar fyrir sálarkvöl. Ekki verður aftur snúið. Engir töfrar fá breytt því sem gerst hefur, ekki heldur ásakanir af neinu tagi. Hvenær sem áhyggjur þjaka þig skaltu einbeita huganum að því sem getur veitt þér ánægju á líðandi stund, þó í litlu sé. Gefðu þér tíma til að læknast. Haltu ró þinni.


Valur Snær 9 ára afmælisstrákur

Valur2Litla barnið okkar hann Valur Snær og yngsta barnabarnið báðum megin frá er 9 ára í dag! Það er bara ótrúlegt hvað tíminn flýgur og börnin okkar vaxa og þroskast hratt. Við sungum fyrir hann og óskuðum honum til hamingju með afmælið strax á miðnætti þar sem hann sat við eldhúsborðið og skar út grasker Wizard Það er orðinn fastur liður hjá okkur síðast liðin fjögur ár síðan við settumst að í Danmörku að halda Halloween veislu og Val Snæ finnst það alveg ómissandi að skera út grasker fyrir afmælisveisluna sína. Klukkan fimm í dag verður svo veisla fyrir báða guttana þar sem Eyþór Atli á líka afmæli eftir 27 daga. Það verður því erilsamur dagur í dag þar sem við ætlum að taka til, baka, skreyta húsið með Halloween skrauti og svörtum kertum og versla gjöf fyrir guttann líka W00t

Til hamingju með daginn þinn elsku besti drengurinn okkar Heart


Vinnuferlin hjá Suzlon


 Ny ansat...

image001


Du sidder og hører Stewie Wonder, og du er megaglad for dit arbejde. Alt er bare superdejligt på din arbejdsplads.
 
Efter 3 måneder...
 

image002


Du hører HOUSE, du er ved at være beskadiget af arbejdspladsen, og dagene flyder lidt ud...
 
Efter 6 måneder..

image003


Du hører Heavy Metal, du arbejder fra kl. 8.00 morgen til 22.00 aften...
  
  
 

Efter 9 måneder ..
image004
Du hører HIP HOP. Du har taget på fordi du ikke har tid til motion...

 Efter 1 år....
 

image005


Du hører Gangster Rap. Du har glemt, hvad en god dag er, og du lever kun på koffein......

Endeligt efter 2 år...

image006
Du hører Techno, og du er blevet en smule.... en smule....som firmaet: FORRYKT!!!!!!!
 


Aldrei aftur bókari

Í gær lauk ég síðasta deginum mínum í bókhaldinu í Suzlon Grin Enginn smá léttir og ég er með fiðring í maganum yfir nýja starfinu mínu sem hefst á mánudaginn. Ég verð alla næstu viku á námskeiðum þar sem ég á að læra allt um vindmyllur.

Vikan sem er að líða er líka flutningsvikan hjá Suzlon og á sama tíma var ársfjórðungsuppgjör í bókhaldinu. Meðan allar hinar deildirnar eru búnar að vera á fullu að pakka í kassa þá erum við í bókhaldinu búin að sitja sveitt yfir afstemmingum langt fram á kvöld. Í gær var svo lokadagur í flutningnum og allir voru búnir að pakka og farnir í frí... nema bókhaldsdeildin Whistling 

computing_stressÞar sem þetta var líka lokadagurinn minn í deildinni varð ég að loka öllum mínum verkefnum og vann því lengst af öllum. Þetta var eiginlega frekar kómískt að sjá þar sem húsið var orðið tómt og kassar í stöflum út um allt og enn sat ég klukkan fimm í gær við skrifborðið mitt, pikkandi eins og brjálaður bavíani á tölvuna mína, með símann á öxlinni, prentarann suðandi við hliðina á mér og möppur í stöflum á borðinu mínu. W00t Ég var svona eins og Palli var einn í heiminum og gjörsamlega ómeðvituð um hvað var að gerast í kringum mig. Enda kom gæðastjórinn með myndavél og myndaði mig þarna aleina að vinna innan um alla kassana....

Ég var líka eins og sprungin blaðra í strætó á leiðinni heim í gærkvöldi... og ekkert smá fegin að þessu tímabil í lífi mínu er lokið. Ég held ég hafi aldrei verið í eins klikkaðri vinnu eins og þessari bókaravinnu sem ég er búin að vera í síðastliðna átta mánuði... þetta er búinn að vera algjör kleppur FootinMouth

Núna ætla ég að njóta þess í botn að eiga þriggja daga helgi framundan með yndislegu fjölskyldunni minni og halda áfram að hlakka til næstu viku. Góða helgi elskurnar mínar  InLove


Hyggeaften

Hér í Danmörku er búið að vera fínasta veður allan september mánuð, milt og notalegt haustveður og hitastigið frá 15 til 20 gráður flesta daga. Vikan sem er að líða er búin að vera frekar róleg og náðug hér í Vosnæsparken og allt hefur gengið sína venjulegu rútínu. Við Hilmar höfum mætt galvösk til vinnu meðan strákarnir hafa skemmt sér í skólanum og mætt á fótboltaæfingar og skátafundi á kvöldin.

Í gær var föstudagur sem er uppáhaldsdagurinn okkar. Alltaf svo gaman að klára vinnu- og skólavikuna og eiga helgarfrí framundan. Þetta er líka eini dagurinn sem strákarnir nenna með okkur í búðina.... af því að þetta er líka nammidagurinn okkar Wink Við skelltum okkur því seinnipartinn í gær í norsku verslunina KIWI og keyptum okkur bland í poka, gos, nachos, salsa og rjómaost, jammí Tounge Klukkan átta var svo horft á X-Talent í sjónvarpinu og Alda, Borgar og strákarnir þeirra þrír komu svo og slógust í hópinn og "hyggede" sig saman með okkur.

Í síðustu viku varði elsku Guðlaug mín ritgerðina sína og slóst þar með í hóp masterana frá Árósum. Glæsilegur árangur hjá stelpunni og við Ásta, Sissi og krakkarnir tókum náttúrulega á móti henni þegar hún kom út úr skólastofunni.... með blóm og kampavín Grin Enn og aftur til hamingju Guðlaug!


Húmar að

kaloVið erum farin að finna fyrir haustinu hérna í Danaveldi þó september sé bara rétt hálfnaður. Kveiktum upp í ofnunum í gær og kúrðum okkur undir teppi í stofusófanum með bók og tebolla... umm, það er svo kósý Joyful Í dag fórum við í göngutúr upp að "Kalø slotsruin" ásamt Guðlaugu og fjölskyldu. Kalø er lítil eyja við Djursland sem hægt er að ganga út í eftir löngum og grýttum slóða. Úti í eyjunni eru eldgamlar virkisrústir og klettar niður að strönd sem krakkarnir höfðu gaman af að leika sér í. Við vorum eins og ekta Danir með teppi og nestiskörfu og það var ljúft að setjast niður inn í rústunum og sötra heitt súkkulaði með rjóma Smile

Mamma og pabbi yfirgáfu okkur og flugu aftur til Íslands fyrir tæpri viku síðan. Það var skrítið að kveðja þau eftir næstum sex vikna dvöl og strákarnir eru hálf vængbrotnir svona ömmu og afalausir. Þau fóru á þriðjudagskvöldið og morguninn eftir fór ég á námskeið í Fredericia með vinnunni minni. Ég er nefnilega búin að fá nýtt starf hjá Suzlon Wind Energy og á að byrja í nýja starfinu mínu næstu mánaðarmót. Starfsheitið mitt verður "Tender Assistant" og verður meginstarfssvið mitt að stjórna vindmylluútboðum fyrir hönd Suzlon á móti samkeppnisaðilunum. Námskeiðið var mjög áhugavert og við gerðum söluáætlanir fyrir næstu fjögur ár og eyddum líka heilum degi í að keppa í kappsiglingum á skútum. Það var hrikalega gaman en þvílíkt púl! Ég var með harðsperrur frá toppi ofan í tær og var í mestu vandræðum með að hreyfa mig daginn eftir Crying Um leið og ég byrja í nýja starfinu flytur fyrirtækið í glænýtt og risastórt húsnæðí upp í Tilst. Ekki veitir af þar sem það er svo gríðarlegur vöxtur í gangi og það byrja ca. 10 nýir starfsmenn í hverjum mánuði og við erum orðin um 170 starfsmenn núna. Ég er mjög spennt fyrir nýja starfinu mínu og get varla beðið til mánaðarmóta, jibbí jei W00t


Skolestart

skolestartÍ dag var stór dagur í lífi litlu guttanna okkar. Fyrsti skóladagur nýs skólaárs og þeir byrjaðir í 2. og 4. bekk í Skæring Skole Joyful Það var mikil spenna í loftinu þegar þeir vöknuðu klukkan hálf sjö í morgun og klæddu sig í flott töffaraföt sem þeir höfðu valið sér kvöldið áður, fengu sér íslenskt Cherios í morgunmat og skelltu svo nýju fínu skólatöskunum á bakið. Svo var ekið af stað í skólann ásamt ömmu og afa og hvarvetna á leiðinni blöstu við brosandi skólabörn sem voru spennt að hitta bekkjarfélagana eftir sumarfrí.

Ég fíla þetta alveg í botn þegar skólarnir byrja og við förum í bæinn að kaupa spánýtt skóladót og skólaföt og skoða nýjar stundatöflur og nýjar skólabækur W00t Mér fannst líka mest skemmtilegt í þetta sinn að ég sjálf er EKKI að byrja nýjan vetur í skóla... loksins hvíld frá því eftir langa og stranga lærdómstörn. Nú fæ ég bara kikkið út úr þessu í gegnum strákana mína. Mér telst svo til að ég hafi verið 20 vetur í skóla af þeim 34 vetrum sem ég á að baki Shocking

Annars er bara allt fínt að frétta af okkur. Mamma og pabbi komu til okkar með strákana að morgni 3. ágústs eftir 11 tíma seinkun á flugi svo það voru mjög þreyttir en ánægðir ferðalangar sem ég sótti á flugvöllinn. Fyrsta vikan þeirra hér hefur verið róleg, enda frekar mikil rigning og við Hilmar búin að vera í vinnunni alla daga. Þau skruppu samt með strætó til Grenaa einn daginn til að heimsækja Kollu frænku og á laugardaginn ókum við til Randers og kíktum á Randers festuge. Næstu daga er áframhaldandi rigningarspá svo við verðum bara að krossa puttana að það verði búið að stytta upp um helgina svo við getum gert eitthvað skemmtilegt.


Sumarblogg

Ætla bara adeins ad láta vita af okkur hérna í Løgten. Vid erum búin ad vera sambandslaus vid umheiminn sídustu vikur thar sem elsku, sæta, litla Apple tølvan mín biladi eftir ad vera búin ad standa sig eins og hetja sídustu 3 árin. Hún er nú í medferd í Kaupmannahøfn og vid bídum spennt eftir símtali til ad fá ad vita hvort hægt sé ad laga hana Errm

 Helstu fréttir eru thær ad strákarnir eru búnir ad vera á Íslandi í 3 vikur en thad er loksins búid ad kaupa flugmida til baka fyrir thá. Their fljúga á Billund 2. ágúst ásamt mømmu og pabba sem ætla ad vera hjá okkur um óákvedinn tíma Smile Their eru búnir ad skemmta sér thvílíkt vel og hafa haft meira en nóg ad gera í útilegum og alls kyns ferdum og skemmtilegheitum og mér skilst ad their séu hreinlega búnir ad búa í sundlaugum Reykjavíkur og nágrennis.

 Vid Hilmar erum búin ad hafa thad mjøg nádugt tvø í kotinu. Vid erum búin ad koma okkur fyrir í nýja húsinu hægt og rólega og erum búin ad fara ótal ferdir í IKEA og adrar húsgagna- og heimilistækjaverslanir. Thvottavélin okkar sem var ordin 13 ára dó í flutningunum svo vid erum búin ad eyda nokkrum tímum í mynt-thottahúsum Árósa sídasta mánudinn... en erum loksins búin ad ganga frá thvottavélakaupum og sækjum nýju flottu vélina okkar í dag Grin

Vedrid er ekki búid ad vera upp á marga fiska hérna í júlí mánudi en thad er loksins ad breytast núna. Vøknudum í sól og blídu og spáin er thannig áfram næstu daga og allt ad 30 grádu hiti. Vid erum thví ad gæla vid ad skreppa úr bænum um helgina og kíkja kannski á vesturstrøndina Cool

Ég ætla ad drífa mig ad fara ad vinna núna og læt thví thessar fréttir nægja í bili. Ég vinn núna í sumar frá 7 til 3 eins og Hilmar og er thví ad stelast til ad blogga núna ádur en vinnufélagarnir mæta til vinnu Wink Hej, hej.......


Vosnæsparken í Løgten

Þá er flutningurinn loksins yfirstaðinn og mikið búið að ganga á síðustu daga. Við erum búin að vera mjög upptekin við að pakka niður í kassa síðustu vikur og undirbúa flutninginn sem varð svo að veruleika þann 25. júní. Við leigðum okkur flutningabíl í sólarhring og það var byrjað strax á þriðjudagskvöldið að fara með fullan bíl upp á sorpu þar sem við hentum meðal annars sófasettinu og rúminu hans Eyþórs Atla. Náðum svo í nýju uppþvottavélina okkar í El Giganten og enduðum rúntinn hjá Guðlaugu og Sissa þar sem við sóttum þvottavélina okkar og fengum lánaðan ísskáp. Guðlaug bauð okkur upp á geggjaðan kjúkling sem var velt upp úr salsa sósu og snakki (a la Ásta) svo við fórum pakksödd heim. Á miðvikudagsmorguninn fengum við svo lyklana afhenta að glænýju íbúðinni okkar í Løgten og svo hófust flutningarnir. Við fengum frábæra hjálp frá góðu fólki þar sem Alda, Borgar, Kolla, Jonni, Guðlaug og Sissi mættu á staðinn og voru á fullu með okkur allan daginn. Seinni partinn var aðalflutningnum lokið og síðustu þrjú kvöld erum við Hilmar svo búin að vera sveitt við að þrífa strandhúsið í Stuðstrumpalandi. Afhentum það svo klukkan níu í gærkvöldi og getum því loksins í dag farið að snúa okkur að nýju íbúðinni okkar.

Hér er allt á rúi og stúi og kassar út um allt sem enginn tími hefur verið til að ganga frá sökum anna annars staðar. Við erum nefnilega líka búin að vera á fullu í vinnunni alla vikuna, fyrir utan miðvikudaginn sem við tókum bæði frí vegna flutninga. Nú erum við aftur á móti komin í mjög langþráð frí í eina viku. Það var síðasti skóladagur strákana í gær svo þeir eru komnir í sex vikna sumarfrí og fljúga til Íslands á næsta miðvikudag. Það verður því nóg að gera hjá okkur Hilmari í þessu vikufríi okkar því við þurfum að keyra strákana til Kaupmannahafnar ásamt því að koma öllu fyrir hér á heimilinu og fara í slatta af verslunarleiðöngrum til að kaupa eitt og annað sem vantar í íbúðina.

Þrátt fyrir allar þessar annir er nú líka búið að vera ýmislegt skemmtilegt að gerast líka. Síðustu helgi fórum við í matarboð til Öldu frænku og Borgars sem eru nýflutt hingað til Danmerkur. Þar fengum við rosalega góðan íslenskan mat, lambalæri með öllu tilheyrandi. Það var mjög gaman og Hilmar tapaði sér alveg sem plötusnúður þar sem Borgar á einhver skrilljón lög í tölvunni sinni :-)

Í gær var "sommerfest" í vinnunni minni og allir hættu að vinna um hádegisbilið. Við fórum í lítinn kastala inn í bambaskóginum og þar var farið í CSI leik. Okkur var skipti í sex 10 manna lið og í hverju liði voru 2 Secret Agents, 2 Detectives, 3 CSI og 2 Labratories Researchers. Ég var detective Eydís, þ.e.a.s. rannsóknarlögregla og var með sixpensara á hausnum, handjárn hangandi í beltinu, byssu og byssubelti ólað um öxlina og lögregluskjöld sem ég varð alltaf að sýna áður en ég ávarpaði einhvern. Svo áttum við að leysa stórglæp sem hafði verið framinn og leita að sönnunargögnum, tala við vitni, afmarka vettvang með lögregluteipi, rannsaka profíla á glæpamönnum, skoða ljósmyndir af fótsporum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég lenti í brjáluð púli í sex klukkutíma þar ég var alltaf send á vettvangi ásamt CSI mönnunum mínum og þurfti að róa kajak til að elta þjóf sem hafði stolið öðrum kajak, ganga um allan skóg með gps tæki eftir hnitum sem við fundum, keyra fjórhjól og svo þurfti ég að senda einn CSI manninn upp í risastórt ljóskastara mastur yfir AGF fótboltavellinum til að sækja vísbendingu sem var þar á toppnum. Þetta var þvílíkt ævintýri og rosalega gaman.... en vá hvað ég var þreytt eftir þetta ;-)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband