Skolestart

skolestartÍ dag var stór dagur í lífi litlu guttanna okkar. Fyrsti skóladagur nýs skólaárs og þeir byrjaðir í 2. og 4. bekk í Skæring Skole Joyful Það var mikil spenna í loftinu þegar þeir vöknuðu klukkan hálf sjö í morgun og klæddu sig í flott töffaraföt sem þeir höfðu valið sér kvöldið áður, fengu sér íslenskt Cherios í morgunmat og skelltu svo nýju fínu skólatöskunum á bakið. Svo var ekið af stað í skólann ásamt ömmu og afa og hvarvetna á leiðinni blöstu við brosandi skólabörn sem voru spennt að hitta bekkjarfélagana eftir sumarfrí.

Ég fíla þetta alveg í botn þegar skólarnir byrja og við förum í bæinn að kaupa spánýtt skóladót og skólaföt og skoða nýjar stundatöflur og nýjar skólabækur W00t Mér fannst líka mest skemmtilegt í þetta sinn að ég sjálf er EKKI að byrja nýjan vetur í skóla... loksins hvíld frá því eftir langa og stranga lærdómstörn. Nú fæ ég bara kikkið út úr þessu í gegnum strákana mína. Mér telst svo til að ég hafi verið 20 vetur í skóla af þeim 34 vetrum sem ég á að baki Shocking

Annars er bara allt fínt að frétta af okkur. Mamma og pabbi komu til okkar með strákana að morgni 3. ágústs eftir 11 tíma seinkun á flugi svo það voru mjög þreyttir en ánægðir ferðalangar sem ég sótti á flugvöllinn. Fyrsta vikan þeirra hér hefur verið róleg, enda frekar mikil rigning og við Hilmar búin að vera í vinnunni alla daga. Þau skruppu samt með strætó til Grenaa einn daginn til að heimsækja Kollu frænku og á laugardaginn ókum við til Randers og kíktum á Randers festuge. Næstu daga er áframhaldandi rigningarspá svo við verðum bara að krossa puttana að það verði búið að stytta upp um helgina svo við getum gert eitthvað skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Alltaf jafn gaman þegar skólinn byrjar aftur og þá sérstaklega á þessum aldri.  Sumarið hjálpaði manni nú að gleyma ef einhver skólaleiði hafði verið í myndinni.

Kveðja til ykkar allra 

Dísa Dóra, 11.8.2008 kl. 20:44

2 identicon

Oh yndislegt að lesa þetta elsku Eydís. Skólarnir bara byrjaðir í Danaveldi oh hvað ég sakna þess og ég veit að litli gaurinn minn saknar þess líka. Allt bara rólegt á Íslandinu með bara hlýjar og góðar hugsanir til Árósa. Rosalega var gaman að hitta þig í síðustu viku og ég vona að allt gangi upp hjá ykkur.

Allir biðja að heilsa ykkur og hafið það sem allra allra best.

Kær kveðja úr sólinni á Íslandi.

Brynja (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 09:15

3 identicon

hæhæ elsku Eydís, vá spennandi fyrsti dagurinn. Vona að þeir eigi góðan dag í skólanum. vona að rigningin fari nú að hverfa frá ykkur.

knús knús úr sólinni á Íslandi

anna kristín og co 

Anna Kristín (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:06

4 identicon

Hæ og takk fyrir síðast gaman að hittast i skólanum og skála

Svo er það girl night þegar ég kem aftur til Baunalands, ég kalla á ykkur Guðlaugu í kósý kvöld

 Sjáumst fljótt bestu kveðjur frá klakanum

Ásta Björk

Björkin on the Kleik..... (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 11:59

5 identicon

Kennarinn fær alveg fiðringinn þessa dagana:) En já það er líka gott að fá smá pásu eins og þú segir...20 vetur er ekkert smá:)

Knús frá okkur hér

Sabbaló (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 22:28

6 identicon

Vá hvað það er gaman hjá þeim. Okkar krakkar bíða spennt eftir að skólinn byrji..... Úff og eitt þeirra að fara í framhaldsskóla  er maður orðinn gamall eða hvað?  Biðjum að heilsa héðan úr Grindavíkinni Telma, Ási og öll hin 6 stykkin

Telma (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 16:28

7 identicon

í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera  er það ekki ? jú en takk fyrir síðast, þurfum að hittast fljótlega aftur allavega áður enn mamma þín og pabbi fara. Verðum í bandi sæta mín.

knúsi knús Kolla frænka

Kolla frænka (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband