Slumdog Millionaire

slum-dog-millionaireÉg fór að sjá þessa mynd í bíó í gær ásamt vinnufélögum mínum hér í Árósum og hún hafði mikil áhrif á mig. Í hópnum okkar voru líka Indverjar þar sem Suzlon, fyrirtækið sem ég vinn hjá, er Indverskt og ég held að það hafi verið mjög sérstakt fyrir þá að sjá landið sitt í þessu ljósi á kvikmyndatjaldi. Þó þeir séu vanir að horfa upp á þessa fátækt.... þá er einkennilegt að sjá þetta með augum vesturlandabúa sem hafa það svo gott. Við megum svo sannarlega vera ótrúlega þakklát fyrir að vera fædd í vestrænum hluta heimsins.

Mér finnst frábært að framleiðendur Slumdog Millionaire ætli að gefa 100 milljónir til fátækrahverfis Mumbai... og fyrir utan það eru þeir búnir að gera stórkostlegan hlut með því að sýna heiminum hvernig stór hluti barna Indlands lifir lífinu.


mbl.is Framleiðendur Villtu vinna milljarð? styrkja Mumbai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband