Mars pistill

Mars er mættur á svæðið með vor í lofti, fuglasöng, vorlaukum og meiri sól Cool Lífið er yndislegt og það er mun bjartara yfir bæði mönnum og dýrum. Hér á bæ lítur líka allt betur út heldur en í síðasta mánuði, bíllinn búinn að vera til friðs síðastliðnar vikur og heilsufarið líka Joyful 

Engir stórviðburðir búnir að gerast hjá litlu fjölskyldunni í Vosnæsparken nýlega. Lyftum okkur þó aðeins upp síðustu helgi og skelltum okkur í dagsferð til Álaborgar ásamt Guðlaugu, Sissa og börnum. Þar var Subway að opna veitingastað... sem er sá eini hér í Danaveldi. Við erum ekkert smá ánægð með það þar sem það er helmingi styttra fyrir okkur að bruna þangað heldur en til Þýskalands. Við erum bara einn tíma til Álaborgar en tvo tíma til Þýskalands Wink 

subway-eatfreshSubway staðurinn var reyndar mjög lítill og enginn borð þar inni... en bragðið klikkaði ekki! Enduðum svo ferðina heima hjá Guðlaugu og co. þar sem okkur var boðið upp á þennan fína mat og bragðaref í eftirrétt. Það er svo fyndið hvers maður saknar þegar maður býr svona í útlöndum... og þar er alls kyns matur oft ofarlega á lista. Eitthvað sem manni fannst svo sjálfsagt og eðlilegt að fá sér á Íslandi... verður ótrúlegur lúxus þegar maður hefur ekki aðgang að því. T.d. söknum við nánast allra skyndibitastaðanna í Reykjavík, alveg frá Bæjarins Bestu, KFC og upp í Ruby Tuesday og American Style.

Það er líka þvílíkt gaman þegar einhver á Íslandi laumar smá nammi með í kassann þegar við fáum sendingar að heiman... þá lúrum við á því eins og gulli og felum það fyrir öllum gestum... þeir geta bara fengið danskt nammi, tíhíhí. Mamma er líka dugleg að senda okkur smá glaðninga í pósti eins og tímarit, íslenskt gæðakaffi og Royal búðinga Grin Væri líka alveg til í að fá Cheerios, Lucky Charms, harðfisk og flatkökur Wink

Vá hvað ég er orðin svöng af að hugsa um allt þetta góðgæti... eins gott að Hilmar er að baka köku núna Smile 

Af vinnumálum er líka ýmislegt að frétta. Forstjórinn í vinnunni hans Hilmars var rekinn í síðustu viku sem voru mjög óskemmtilegar fréttir. Frábær maður sem er búinn að reynast Hilmari haukur í horni oft og mörgum sinnum síðastliðin þrjú ár. Hann var t.d. sá fyrsti og eini sem var tilbúinn að ráða Hilmar í vinnu þrátt fyrir dræma dönskukunnáttu og hefur oft reddað Hilmari yfirvinnu þegar það hefur verið hart í ári hjá okkur. En þetta var víst enn ein sparnaðarráðstöfunin í kreppunni ásamt því að það verða engar launahækkanir hjá neinum í Pressalit í ár Woundering

tehachapi_wind_farmÉg hef haft nóg að gera í minni vinnu þar sem "tender-um" rignir inn þessa dagana. Ég bauð mig líka fram í stjórn nýstofnaðs starfsmannafélags Suzlon sem hefur hlotið nafnið "The Suzial Club" og það er fullt af skemmtilegum atburðum framundan þar. Vorum með stóra söfnun fyrir Afríku um daginn og næst á dagskrá er að fara á "Slumdog Millionaire" til að fá meiri innsýn í líf samstarfsmanna og vina okkar frá Indlandi. Fyrir rúmri viku byrjaði svo Guðlaug að vinna hjá Suzlon sem er náttúrulega bara frábærast Happy Ekkert smá gaman að fá vinkonu sína í húsið og get hitt hana oft á dag. Til hamingju Guðlaug, ég er ekkert smá ánægð með þig InLove 

Á planinu er svo Frakklandsferð hjá mér ásamt nokkrum vinnufélögum. Við erum á fara á EWEC (The European Wind Energy Conferance) í Marseille. Við förum eftir viku og verðum þar í fimm daga á risastórri orkusýningu þar sem Suzlon verður með 200 fm bás.

Á meðan verður Hilmar einstæður (og einstakur) faðir og þarf meðal annars að eyða einum degi með Eyþóri Atla á Skejby sjúkrahúsinu. Hann er að fara í vaxtahormónarannsókn til að rannsaka af hverju hann vex svona hægt. Hann er 134 cm og hefur nánast ekkert vaxið í meira en ár. Við vonum að læknarnir finni nú einhverja sniðuga lausn á þessu vandamáli svo elsku strákurinn okkar verði nú stór og sterkur Frown

Læt þetta nægja í bili og ég óska þess að þið eigið öll bjartan og góðan mars mánuð framundan Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku fallega frænka mín

takk fyrir yndislega heimsókn í dag...gleymdi að óska þér góðrar ferðar í franska landið, svo ég segi það nú: góða ferð elsku frænka og njóttu dvalarinnar í básnum og huggulegra kvöldverða  veit að Hilmar minn klikkar ekkert á því frekar enn fyrri daginn og verður einstakur faðir  hlakka til að fá fréttir af læknaheimsókninni, og vonandi fer nú uppáhaldsfrændi minn í gang fljótlega

Kærleiksknús  Kolla frænka

Kolla frænka (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 19:14

2 Smámynd: Anna Sig.

Gaman að lesa fréttir af ykkur :) Gangi ykkur bara ægilega vel í öllu, þér á sýningunni og Eyþóri Atla í rannsóknum, gaman að hafa ykkur líka öll á facebook.. maður fylgist meira með fólkinu sínu ef það er þar :)

Þið eruð öll krútt!

Kveðja, Anna frænka

Anna Sig., 9.3.2009 kl. 09:04

3 identicon

Vei vei gaman að fá blogg frá þér elsku vínkona og alltaf nóg um að vera í kringum ykkur. Oh yndislegt að Subway er búin að opna í Álaborg styttir aðeins hungrið í góðan skyndibitamat.

Geggjað með Guðlaugu að hún fékk vinnu nálægt þér ekki leiðinlegt. Frakkland verður örugglega gaman hjá þér og hlakka ég til að heyra af þeirri ferð.

Knús til ykkar hugsum mikið til ykkar og söknum ofsalega mikið stundana sem við áttum saman.

Brynja (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 14:42

4 identicon

Það er alltaf jafngaman að lesa bloggið þitt!! Vildi alveg kíkja til Frakklands með þér, það er gaman að skoða sig um þar  fór einu sinni að skoða leikskóla þar, það er skrítin upplifun. Gangi ykkur rosalega vel og við heyrumst fljótlega  kveðja úr Grindó

Telma (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 10:48

5 identicon

hæhæ elsku vinir

ji alveg sammála, alltaf að birta meira og meira, og gott að jan og feb eru liðnir! Hafið það gott elskurnar. Og gangi þér vel í France Eydís mín...sá á msninu hjá þér að það væri 18 stiga hiti..mmm hljómar ekkert smá vel.

knúsaðu strákana frá okkur, Anna Kristín og co

Anna Kristín (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 15:50

6 identicon

Hæ skvís

Takk Eydís, allt þér að þakka að ég fékk vinnu hjá þessu frábæra fyrirtæki. Er komin með fleiri verkefni þannig að það stefnir í það að ég staldri aðeins lengur við.

Vonandi koma læknarnir með góða lausn fyrir Eyþór svo hann fari nú að taka vaxtakipp.

Tölum saman þegar þú kemur frá Marseille.

Adios amiga

Guðlaug (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband