Húmar að

kaloVið erum farin að finna fyrir haustinu hérna í Danaveldi þó september sé bara rétt hálfnaður. Kveiktum upp í ofnunum í gær og kúrðum okkur undir teppi í stofusófanum með bók og tebolla... umm, það er svo kósý Joyful Í dag fórum við í göngutúr upp að "Kalø slotsruin" ásamt Guðlaugu og fjölskyldu. Kalø er lítil eyja við Djursland sem hægt er að ganga út í eftir löngum og grýttum slóða. Úti í eyjunni eru eldgamlar virkisrústir og klettar niður að strönd sem krakkarnir höfðu gaman af að leika sér í. Við vorum eins og ekta Danir með teppi og nestiskörfu og það var ljúft að setjast niður inn í rústunum og sötra heitt súkkulaði með rjóma Smile

Mamma og pabbi yfirgáfu okkur og flugu aftur til Íslands fyrir tæpri viku síðan. Það var skrítið að kveðja þau eftir næstum sex vikna dvöl og strákarnir eru hálf vængbrotnir svona ömmu og afalausir. Þau fóru á þriðjudagskvöldið og morguninn eftir fór ég á námskeið í Fredericia með vinnunni minni. Ég er nefnilega búin að fá nýtt starf hjá Suzlon Wind Energy og á að byrja í nýja starfinu mínu næstu mánaðarmót. Starfsheitið mitt verður "Tender Assistant" og verður meginstarfssvið mitt að stjórna vindmylluútboðum fyrir hönd Suzlon á móti samkeppnisaðilunum. Námskeiðið var mjög áhugavert og við gerðum söluáætlanir fyrir næstu fjögur ár og eyddum líka heilum degi í að keppa í kappsiglingum á skútum. Það var hrikalega gaman en þvílíkt púl! Ég var með harðsperrur frá toppi ofan í tær og var í mestu vandræðum með að hreyfa mig daginn eftir Crying Um leið og ég byrja í nýja starfinu flytur fyrirtækið í glænýtt og risastórt húsnæðí upp í Tilst. Ekki veitir af þar sem það er svo gríðarlegur vöxtur í gangi og það byrja ca. 10 nýir starfsmenn í hverjum mánuði og við erum orðin um 170 starfsmenn núna. Ég er mjög spennt fyrir nýja starfinu mínu og get varla beðið til mánaðarmóta, jibbí jei W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá loksins kom blogg vínkona. En gaman að heyra með nýja jobbið þú átt eftir að standa þig eins og hetja þar og láta alla finna fyrir þér er það ekki? Oh Kalo það er svo yndislegt þar of fallegt þið hafið greinilega notið ykkar í botn.

Ástar og saknaðarkveðjur

Brynja og co.

Brynja (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 16:52

2 identicon

Takk æðislega fyrir síðasta hitting, alveg frábært kvöld með ykkur eins og reyndar alltaf. Sigurrós svo ánægð með að hitta þig  Hefði viljað sjá þig í kappsiglingunni litla duglega frænka mín  Það er alveg frábært hvað þú ert ánægð í vinnunni og nýja starfið ekkert smá spennandi. Heyrumst fljótt

knúskveðja Kolla frænka

Kolla frænka (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 19:18

3 identicon

Takk fyrir síðast. Það var gaman að fara í leiðangur með nesti og nýja skó. Maður fílaði sig bara eins og dana, hmmmm.

Sjáumst fljótlega snúllu dúll

hilsen 

Guðlaug (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 09:08

4 identicon

Ég segi líka loksins  kíkji alltaf annað slagið til að fá smá fréttir af ykkur.  Til lukku með nýju stöðuna!! Og gangi þér rosa vel!!

Allt gott héðan fyrir utan rok og rigningu dag eftir dag.

Heyrumst

knúsogkram

Helga

Helga Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:26

5 identicon

Hæ frænka! Vildi bara loksins kvitta! OG óska þér til lukku lukku lukku með nýja starfið, ekkert smá flott hjá þér:) Knús til ykkar

Svava frænka (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 22:30

6 identicon

til lukku með nýja starfið. Ji hvað það var gaman að heyra í þér um daginn. knúsknús Anna Kristín

Anna Kristín (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 11:05

7 identicon

Æðislegt Eydís!!! Til hamingju með nýja starfið.... Ekkert smá gaman að sjá hvað er alltaf gaman hjá ykkur. Maður er farin að sakna ykkur óggóponkó  Væri ekkert smá gaman að reyna komast til ykkar næsta sumar. Við allavega hugsum til ykkar mikið! kveðja úr Grindó

p.s Ási er búin að tíma númerinu ykkar(er það einhvað nýtt hehe) TB

Telma (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 23:18

8 identicon

Hæ elsku frænka og takk fyrir síðast... Það var svo gaman að sjá þig... og ykkur öll... Æðislegt hvað þú ert spennt fyrir nýja starfinu og ég samgleðst þér sæta mín... 

Nú er litla frænka þín byrjuð að blogga... ekki get ég verið eftirbátur ykkar mömmu...

Knús og kærleikur af norðanverðum klakanum...

Rósin...

Sigurrós litla frænka (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1638

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband