Hyggeaften

Hér í Danmörku er búið að vera fínasta veður allan september mánuð, milt og notalegt haustveður og hitastigið frá 15 til 20 gráður flesta daga. Vikan sem er að líða er búin að vera frekar róleg og náðug hér í Vosnæsparken og allt hefur gengið sína venjulegu rútínu. Við Hilmar höfum mætt galvösk til vinnu meðan strákarnir hafa skemmt sér í skólanum og mætt á fótboltaæfingar og skátafundi á kvöldin.

Í gær var föstudagur sem er uppáhaldsdagurinn okkar. Alltaf svo gaman að klára vinnu- og skólavikuna og eiga helgarfrí framundan. Þetta er líka eini dagurinn sem strákarnir nenna með okkur í búðina.... af því að þetta er líka nammidagurinn okkar Wink Við skelltum okkur því seinnipartinn í gær í norsku verslunina KIWI og keyptum okkur bland í poka, gos, nachos, salsa og rjómaost, jammí Tounge Klukkan átta var svo horft á X-Talent í sjónvarpinu og Alda, Borgar og strákarnir þeirra þrír komu svo og slógust í hópinn og "hyggede" sig saman með okkur.

Í síðustu viku varði elsku Guðlaug mín ritgerðina sína og slóst þar með í hóp masterana frá Árósum. Glæsilegur árangur hjá stelpunni og við Ásta, Sissi og krakkarnir tókum náttúrulega á móti henni þegar hún kom út úr skólastofunni.... með blóm og kampavín Grin Enn og aftur til hamingju Guðlaug!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert annað bara nýtt look og alles

mmmmmm NAchos, salsa, rjomaostur mmmm nammi,súkkulaði, kók mmmmm langar í

Sjáumst á Sex And The City kvöldi í næstu viku

bæjó, Ásta Björk

Ásta Björk (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 10:43

2 identicon

mmm notalegt föstudagskvöld hjá ykkur...svona eiga nammidagar að vera.

Eigið góða helgi

knús anna kristín og co 

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 14:25

3 Smámynd: Kolla og Jonni

mmmm ekkert smá huggó, svona á þetta að vera  skilaðu hamingjuóskum til Guðlaugar frá mér, knús á ykkur öll

Kolla frænka

Kolla og Jonni, 27.9.2008 kl. 19:17

4 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Flott hjá ykkur að hafa svona kvöld!

Við erum líka með svona hyggekveld á föstudögum. Tómas fer oft í sund seinnipartinn og á meðan bý ég til Taco eða heimatilbúna pizzu. Svo sitjum við fyrir framan sjónvarpið og höfum það huggulegt. Svo búum við til popp, ef við höfum smá  aukapláss í maganum.

Bið að heilsa strákunum þínum!

Bestu kveðjur og knús frá frænku þinni í Noregi

Hafdís Gunnarsdóttir, 28.9.2008 kl. 17:37

5 identicon

Hæ yndislegust!

Oh hvað það var gaman að fá blogg frá þér og ykkur. Góður september mánuður oh svona á DK að vera. og ég er viss um að þið hafið notið þess í botn elsku Danirnir okkar. Söknum ykkar mikið og ég hlakka svo til á næsta ári að koma og heimsækja ykkur oh það verður svo gaman.

Hafið það rosalega gott og njótið;)

Kær kveðja frá Íslandinu, Brynja og co.

Brynja á klakanum (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 20:57

6 identicon

Hæ skvís!

Það er búið að vera meira og minna rok og rigning allan september hér á Íslandi. Sem er frekar ömurlegt þar sem ég er heimavinnandi núna og ætlaði að njóta þess að fara í göngutúra með barnavagninn en svona er þetta. Annars er sól og blíða í dag svo ég ætla skella mér út á eftir. Gaman að heyra að þið hafið það notó. Heyrumst fljótlega.

Kveðja,

Linda og co

Linda Björk (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:20

7 identicon

Hæ elskuleg... Það er alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt sæta frænka... og ertu ekki að grínast með huggulegheitin og gottið á föstudagskvöldið... JeDúddus... ég fékk sko alveg vatn í munninn þegar ég las þetta, það varð allt í einu mjög áríðandi að ég versli ákveðna hluti í Bónus á morgun......                                                                       Takk fyrir allt hólið og stuðninginn... þrátt fyrir alla þessa valkyrju sem ég er... þá er ofsalega gott að finna að mar eigi góða að... 

Knús og kærleikur til ykkar allra...                                                               og spes kveðja til litlu skrímslanna...   

               Rósin...

...Valkyrja og norðanheiðamær...                   

Sigurrós litla frænka (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 16:19

8 identicon

Hæhæ dúllurnar okkar þetta var voða kósí og notó kvöld sem við áttum saman takk fyrir okkur :)

kveðja Alda frænka og co :)

Alda frænka (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1638

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband