Aldrei aftur bókari

Í gær lauk ég síðasta deginum mínum í bókhaldinu í Suzlon Grin Enginn smá léttir og ég er með fiðring í maganum yfir nýja starfinu mínu sem hefst á mánudaginn. Ég verð alla næstu viku á námskeiðum þar sem ég á að læra allt um vindmyllur.

Vikan sem er að líða er líka flutningsvikan hjá Suzlon og á sama tíma var ársfjórðungsuppgjör í bókhaldinu. Meðan allar hinar deildirnar eru búnar að vera á fullu að pakka í kassa þá erum við í bókhaldinu búin að sitja sveitt yfir afstemmingum langt fram á kvöld. Í gær var svo lokadagur í flutningnum og allir voru búnir að pakka og farnir í frí... nema bókhaldsdeildin Whistling 

computing_stressÞar sem þetta var líka lokadagurinn minn í deildinni varð ég að loka öllum mínum verkefnum og vann því lengst af öllum. Þetta var eiginlega frekar kómískt að sjá þar sem húsið var orðið tómt og kassar í stöflum út um allt og enn sat ég klukkan fimm í gær við skrifborðið mitt, pikkandi eins og brjálaður bavíani á tölvuna mína, með símann á öxlinni, prentarann suðandi við hliðina á mér og möppur í stöflum á borðinu mínu. W00t Ég var svona eins og Palli var einn í heiminum og gjörsamlega ómeðvituð um hvað var að gerast í kringum mig. Enda kom gæðastjórinn með myndavél og myndaði mig þarna aleina að vinna innan um alla kassana....

Ég var líka eins og sprungin blaðra í strætó á leiðinni heim í gærkvöldi... og ekkert smá fegin að þessu tímabil í lífi mínu er lokið. Ég held ég hafi aldrei verið í eins klikkaðri vinnu eins og þessari bókaravinnu sem ég er búin að vera í síðastliðna átta mánuði... þetta er búinn að vera algjör kleppur FootinMouth

Núna ætla ég að njóta þess í botn að eiga þriggja daga helgi framundan með yndislegu fjölskyldunni minni og halda áfram að hlakka til næstu viku. Góða helgi elskurnar mínar  InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta mín  samgleðst þér innilega við þessi tímamót. Þú ert búin að standa þig eins og hetja, enda ertu líka hetja, búin að margsanna máltækið ,,margur er knár þó hann sé smár,, njóttu helgarinnar dúllan mín.

frænkuknús

Kolla frænka

Kolla frænka (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 14:07

2 identicon

Til hamingju með nýja starfið! Óskum ykkur alls það besta. Vonum að ástandið hjá ykkur sé betra en hér á Íslandinu úff... kveðja úr snjónum í Grindó

Telma (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 15:23

3 identicon

Þá er komið að þvi Eydís, jeiiiiiii. Gangi þér vel í nýja starfinu

 kiss og knús

Guðlaug (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 09:14

4 identicon

Spennandi Alltaf gaman að læra nýja hluti, frábært hjá þér.

Gangi þér vel á nýjum starfsvettvangi

Heyrumst

Knús frá Risskov

Ásta Björk

Ásta Björk (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 13:05

5 identicon

ji til lukku með nýja starfið! Ég skil þig ekkert smá vel....bókarastarf er skelfilega leiðinlegt..og afstemmingar er eitthvað sem ætti að nota sem pyntingar! hehe ég ætla heldur aldrei aftur að vinna við að bóka! hehe

hehe sé þig fyrir mér pikkandi á tölvuna innan um kassa..snilld

knús anna kristín 

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 13:38

6 identicon

Elsku elsku Eydís mín. Bara innilega til hamingju með að þessum kafla er lokið og nýr að byrja oh yndislegt. Það verður gaman að fylgjast með þér í nýja starfinu og þú átt sko eftir að meika það er ég viss um.

Endalausar saknaðarkveðjur til ykkar, hugsum oft til ykkar

Kær kveðja Brynja og co.

Brynja (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 12:11

7 identicon

Hæhæ dúlla þú ert snillingur :)

Alda besta frænka (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 17:08

8 identicon

Til lukku, til lukku og til lukku elsku sæta með að vera laus að Kleppi... Það er bara ekki gott að vera eins og brjálaður bavíani... láttu mig þekkja það... Ég hugsa mikið til þín og hlakka til að sjá þig um jólin... ef við verðum á sama stað... Mar veit bara ekki hvernig þetta endar allt saman á brjálaða Íslandi... allt að rjúka upp úr öllu valdi... Verðið og vitleysan svo ekki sé nú meira sagt... vitleysingur þessi Davíð skilst mér...  

Svona að lokum sæta mín... ertu ekki með msn...???

RISAknús og hrúga af kærleik

Rósin...

Sigurrós litla frænka (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 17:47

9 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Takk fyrir allar sætu kvedjurnar elskurnar mínar

Sigurrós... msn-id mitt er flikk73@hotmail.com

Eydís Hauksdóttir, 8.10.2008 kl. 06:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1638

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband