Á tímum erfiðleika

Hér í Danmörku gengur lífið sinn vanagang hjá litlu fjölskyldunni í Løgten þrátt fyrir hið undarlega ástand í heiminum í dag. Danir finna líka aðeins fyrir kreppunni þó að það sé ekki í eins kröftugum mæli eins og Íslendingar hafa þurft að finna fyrir. Það hefur þó verið töluvert um uppsagnir hjá dönskum fyrirtækjum og bankarnir eru orðnir mikið strangari í lánaveitingum en áður. Fasteignamarkaðurinn er líka í algjöru stoppi og hefur verið erfiður í þó nokkuð langan tíma. Suzlon og Pressalit Care, fyrirtækin sem við Hilmar vinnum hjá hafa bæði tilkynnt ráðningarstopp en sem betur fer hafa ekki verið neinar uppsagnir... ennþá. Maður heyrir líka sorglegar sögur af ýmsum íslenskum vinum og kunningjum hér í Danmörku sem eru í vandræðum vegna ástandsins á Íslandi. Við könnumst t.d. við fjóra Íslendinga sem voru að vinna hjá Bauhaus í Tilst vegna yfirvofandi opnunar búðarinnar á Íslandi og þeim hefur öllum verið sagt upp þar sem það er líklega engin opnun framundan Errm

Við höfum ekki fundið fyrir neinu öðru en stuðningi frá Dönum vegna ástandsins á Íslandi, fólk spyr okkur mikið um fréttir og hvernig vinir okkar og ættingjar hafa það... og klappa okkur svo á bakið... aumingja Íslendingunum Wink Við Hilmar erum bara svo ótrúlega lánsöm og þakklát í dag fyrir að vera bæði með atvinnu og þar að auki laun í dönskum krónum... sem er bara mikils virði í dag.

Læt fylgja með hérna í lokin nokkur styrkjandi orð sem ég las í góðri bók...

Tilgangslaust er að ætla sér að skilgreina ástæðurnar fyrir sálarkvöl. Ekki verður aftur snúið. Engir töfrar fá breytt því sem gerst hefur, ekki heldur ásakanir af neinu tagi. Hvenær sem áhyggjur þjaka þig skaltu einbeita huganum að því sem getur veitt þér ánægju á líðandi stund, þó í litlu sé. Gefðu þér tíma til að læknast. Haltu ró þinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf jafn yndisleg frænka litla  

Kolla frænka (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 21:44

2 identicon

Já þetta eru styrkjandi og góð orð sem vert er að hafa í huga á tímum sem þessum.

Hafið það obbolega gott dúllurnar mínar

Kram frá Risskov

Ásta Björk (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 09:55

3 Smámynd: Dísa Dóra

Gott að þið eruð í góðum málum.

Flott styrktarorðin

Dísa Dóra, 26.10.2008 kl. 11:59

4 identicon

Meiriháttar huggunarorð enda veitir ekki af á þessum erfiðu tímum. Sem betur fer hafið þið ekki lent í þessum hremmingum eins og námsmennirnir í dk. Úff ekkert smá erfitt fyrir þá sem fá borgað í íslenskum krónum. En hafið þið það sem allra best knús á ykkur héðan frá Íslandinu góða

Telma (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:32

5 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Þetta voru falleg orð frænka mín!

Það var nú gott að þið skilduð nú ekki flytja heim til gamla landsins! Hugsa mikið til allra þeirra á Íslandinu góða. Finnst þetta alveg hræðileg 

Vonandi gengur bara allt vel með vinnuna ykkar og að þið hafið það rosalega gott. Bið að heilsa strákunum þínum

Hér er einn sem bíður spenntur eftir afmælinu sínu, var að búa til boðsbréf í gær, ætlar bara að hafa 17 stráka og stelpur í þetta skiptið En þetta gengur bara vel. Það á að byrja á því að fara í sund og svo koma heim, borða pizza, pylsur, kökur og fullt af nammi!

Það er örugglega einn hjá þér sem bíður spenntur!

Farðu nú vel með þig!

knús frá mér í Norge

Hafdís Gunnarsdóttir, 27.10.2008 kl. 08:04

6 identicon

er búin að vera hugsa til ykkar...og þakka fyrir einmitt að þið eruð í vinnu og fáið laun í dönskum krónum..væri skelfilegt ef það væru enn námslán hjá ykkur!

snilldar orð sem þú fékkst úr bókinni góðu.

knús á línuna aks 

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1638

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband