Valur Snær 9 ára afmælisstrákur

Valur2Litla barnið okkar hann Valur Snær og yngsta barnabarnið báðum megin frá er 9 ára í dag! Það er bara ótrúlegt hvað tíminn flýgur og börnin okkar vaxa og þroskast hratt. Við sungum fyrir hann og óskuðum honum til hamingju með afmælið strax á miðnætti þar sem hann sat við eldhúsborðið og skar út grasker Wizard Það er orðinn fastur liður hjá okkur síðast liðin fjögur ár síðan við settumst að í Danmörku að halda Halloween veislu og Val Snæ finnst það alveg ómissandi að skera út grasker fyrir afmælisveisluna sína. Klukkan fimm í dag verður svo veisla fyrir báða guttana þar sem Eyþór Atli á líka afmæli eftir 27 daga. Það verður því erilsamur dagur í dag þar sem við ætlum að taka til, baka, skreyta húsið með Halloween skrauti og svörtum kertum og versla gjöf fyrir guttann líka W00t

Til hamingju með daginn þinn elsku besti drengurinn okkar Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með 9 ára afmælið elsku Valurinn okkar  hlökkum til að sjá þig á eftir í Halloween veislunni ykkar Eyþórs.....

Afmælisknús og meira knús í dag

Kolla frænka, Jonni, Ævar, Pétur og Kara Mist

Kolla frænka (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með þennan flotta afmælisstrák

Dísa Dóra, 11.10.2008 kl. 10:51

3 identicon

Elsku Valur Snær okkar!  Innilega til hamingju með afmælið. Verst að við komumst ekki í Halloween veisluna þína. Góða skemmtun í dag.

Kveðja,

Linda, Gunnar, Kristján Andri, Hákon Daði og Sunna María

Linda (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 13:57

4 identicon

elsku Valur Snær

til hamingju með 9 ára afmælið. Góða skemmtun í Halloween veislunni

knús á línuna

Anna Kristín og co 

Anna Kristín og co (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 13:21

5 identicon

Elsku besta Eydís, innilega til hamingju með litla (stóra) strákinn þinn og svo stóra strákinn eftir nokkra daga. Það hefur örugglega verið mikið stuð í veislunni um helgina oh hvað maður saknar ykkar og ekki veit maður hvenær við komumst í heimsókn í þessu ástandið eins og það er í dag. En við bara horfum bjart framm á veginn og vonandi getum við haldið okkar plani að komast á næsta ári en það kemur í ljós.

Ástar og saknaðarkveðjur frá okkur af Skaganum,

Brynja og co.

Brynja (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 09:40

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með drenginn þinn og báða auðvitað, vissi alls ekki að þeir væru tilÞú hefur tekið þér ýmislegt fyrir hendur síðan í sveitinni í gamla daga, frábært

Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 08:31

7 identicon

Til hamingju með gauraganginn ykkar...

Knús af klakanum...

Rósin...

Sigurrós litla frænka (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband