Vosnæsparken í Løgten

Þá er flutningurinn loksins yfirstaðinn og mikið búið að ganga á síðustu daga. Við erum búin að vera mjög upptekin við að pakka niður í kassa síðustu vikur og undirbúa flutninginn sem varð svo að veruleika þann 25. júní. Við leigðum okkur flutningabíl í sólarhring og það var byrjað strax á þriðjudagskvöldið að fara með fullan bíl upp á sorpu þar sem við hentum meðal annars sófasettinu og rúminu hans Eyþórs Atla. Náðum svo í nýju uppþvottavélina okkar í El Giganten og enduðum rúntinn hjá Guðlaugu og Sissa þar sem við sóttum þvottavélina okkar og fengum lánaðan ísskáp. Guðlaug bauð okkur upp á geggjaðan kjúkling sem var velt upp úr salsa sósu og snakki (a la Ásta) svo við fórum pakksödd heim. Á miðvikudagsmorguninn fengum við svo lyklana afhenta að glænýju íbúðinni okkar í Løgten og svo hófust flutningarnir. Við fengum frábæra hjálp frá góðu fólki þar sem Alda, Borgar, Kolla, Jonni, Guðlaug og Sissi mættu á staðinn og voru á fullu með okkur allan daginn. Seinni partinn var aðalflutningnum lokið og síðustu þrjú kvöld erum við Hilmar svo búin að vera sveitt við að þrífa strandhúsið í Stuðstrumpalandi. Afhentum það svo klukkan níu í gærkvöldi og getum því loksins í dag farið að snúa okkur að nýju íbúðinni okkar.

Hér er allt á rúi og stúi og kassar út um allt sem enginn tími hefur verið til að ganga frá sökum anna annars staðar. Við erum nefnilega líka búin að vera á fullu í vinnunni alla vikuna, fyrir utan miðvikudaginn sem við tókum bæði frí vegna flutninga. Nú erum við aftur á móti komin í mjög langþráð frí í eina viku. Það var síðasti skóladagur strákana í gær svo þeir eru komnir í sex vikna sumarfrí og fljúga til Íslands á næsta miðvikudag. Það verður því nóg að gera hjá okkur Hilmari í þessu vikufríi okkar því við þurfum að keyra strákana til Kaupmannahafnar ásamt því að koma öllu fyrir hér á heimilinu og fara í slatta af verslunarleiðöngrum til að kaupa eitt og annað sem vantar í íbúðina.

Þrátt fyrir allar þessar annir er nú líka búið að vera ýmislegt skemmtilegt að gerast líka. Síðustu helgi fórum við í matarboð til Öldu frænku og Borgars sem eru nýflutt hingað til Danmerkur. Þar fengum við rosalega góðan íslenskan mat, lambalæri með öllu tilheyrandi. Það var mjög gaman og Hilmar tapaði sér alveg sem plötusnúður þar sem Borgar á einhver skrilljón lög í tölvunni sinni :-)

Í gær var "sommerfest" í vinnunni minni og allir hættu að vinna um hádegisbilið. Við fórum í lítinn kastala inn í bambaskóginum og þar var farið í CSI leik. Okkur var skipti í sex 10 manna lið og í hverju liði voru 2 Secret Agents, 2 Detectives, 3 CSI og 2 Labratories Researchers. Ég var detective Eydís, þ.e.a.s. rannsóknarlögregla og var með sixpensara á hausnum, handjárn hangandi í beltinu, byssu og byssubelti ólað um öxlina og lögregluskjöld sem ég varð alltaf að sýna áður en ég ávarpaði einhvern. Svo áttum við að leysa stórglæp sem hafði verið framinn og leita að sönnunargögnum, tala við vitni, afmarka vettvang með lögregluteipi, rannsaka profíla á glæpamönnum, skoða ljósmyndir af fótsporum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég lenti í brjáluð púli í sex klukkutíma þar ég var alltaf send á vettvangi ásamt CSI mönnunum mínum og þurfti að róa kajak til að elta þjóf sem hafði stolið öðrum kajak, ganga um allan skóg með gps tæki eftir hnitum sem við fundum, keyra fjórhjól og svo þurfti ég að senda einn CSI manninn upp í risastórt ljóskastara mastur yfir AGF fótboltavellinum til að sækja vísbendingu sem var þar á toppnum. Þetta var þvílíkt ævintýri og rosalega gaman.... en vá hvað ég var þreytt eftir þetta ;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sig.

Til hamingju með nýja pleisið

Þetta var aldeilis skemmtileg lesning, margt skemmtilegt að gerast hjá ykkur alltaf :)

Anna Sig., 28.6.2008 kl. 11:34

2 identicon

Hæ elsku vinir, ti lukku með nýja heimilið. gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir.knús knús anna kristín

p.s. gaman að lesa bloggið...ekker smá mikið um að vera hjá ykkur

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 12:13

3 Smámynd: Dísa Dóra

Til lukku með flutningana og að vera komin í smá frí. 

Greinilega verið skemmtileg sumarhátíð í vinnunni hjá þér.

Kveðja 

Dísa Dóra, 28.6.2008 kl. 14:49

4 identicon

Hæhæ takk fyrir okku dúllurnar okkar:)

Hilsen Alda Frænka :)

Alda (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 08:46

5 identicon

Hæ frænka , til lukku með flutningana ! og að allt sé yfirstaðið með það :) ...reyndar sama hér.

En við frænkur þínar ætlum að skreppa til Danmerkur 9.ág. og okkur langar að kíkja jafnvel á ykkur? hvernig hljómar það?...við verðum hjá Hildi vinkonu ..rétt hjá Törring og mér skilst á henni að ég sé rétt hjá þér, allavega ekki langt frá...svo...það væri gaman að sjá ykkur öll. Endilega sendu mér línu annasilfa@simnet.is eða spjöllum á msn. Heyrumst snúlla :)

Anna Silfa (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband