Jólaundirbúningurinn að hefjast

Það er nú meira hvað ég er orðin löt við að blogga hérna. Nú er maður orðinn svo húkkt á Facebook að það kemst bara ekkert annað að þegar kveikt er á tölvunni. Ótrúlegt hvað hægt er að gleyma sér þarna inni við að gera bókstaflega ekki neitt! Samt getur maður ekki hætt... Shocking Alltaf jafn spennandi að sjá hvort það er komin ný vinafyrirspurn.... eða einhver búin að kommenta á vegginn.... eða myndirnar. En þetta er ótrúlegt tengslanet sem myndast þarna. Og ekki hafði ég hugmynd um hvað ég þekkti mikið af fólki Whistling Ótrúlegasta fólk sem dúkkar upp þarna. Ég er meira að segja búin að finna fólk sem ég hef ekki séð síðan ég var krakki... sem ég þekkti í Borgargerðinu, Breiðagerðisskóla, leikskólanum og frá því að ég var pokadýr í Hagkaup. Ótrúlega spennandi að gægjast inn í líf fólks, skoða myndaalbúmin og sjá hvað orðið hefur úr þessum krakkaskröttum sem voru bara villingar með hor þegar ég sá þá síðast Wink

Annars er ekkert stórmerkilegt búið að gerast hérna í Løgten síðan síðast. Höfum bara kíkt í heimsóknir hingað og þangað um helgar og smá bæjarferðir af og til. Hilmar fór á jólahlaðborð með vinnunni sinni á föstudagskvöldið og spilaði jólakeilu og kom heim með verðlaun fyrir að vera best klæddi starfsmaðurinn Cool Ekki amalegt að eiga svona flottan elskhuga....

StrøgetÉg er búin að vera á fullu að læra á nýja starfið mitt hjá Suzlon og er aðeins byrjuð að skilja eitthvað í þessum vindmylllufræðum og verð vonandi orðin sérfróð um vindmyllur innan skamms.... sem á pottþétt eftir að nýtast mér svakalega vel þegar við flytjum einhverntímann til Íslands.... ehemm Woundering

Næsta föstudag er svo jólaskemmtun í vinnunni minni og fjörið byrjar klukkan 12 á hádegi og endar klukkan 2 um nóttina.... veit ekki alveg hvort ég endist svo lengi. Mig langar líka til að vera á Strikinu á föstudagskvöldið með strákunum mínum og sjá Jólasveininn koma siglandi frá Grænlandi og kveikja á jólaljósunum. Væri líka alveg til í að byrja að versla jólagjafir þar sem búðirnar verða opnar til miðnættis. Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf... sem er mjög óvenjulegt því síðustu ár hef ég alltaf verið búin að klára að kaupa flestar gjafir fyrir aðventu. En við ætlum nú að byrja á einhverjum jólaundirbúningi næstu helgi... skreyta húsið alla vegana og kannski byrja á einhverjum bakstri... og svo er aldrei að vita nema fyrsta jólagjöfin verði keypt Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ og takk fyrir síðast skvís alltaf svo gaman að hittast og spjalla. Já nú fer aðventan að ganga í garð og um að gera að njóta hennar í botn. Já er það næsta föstudag sem jólasveinninn mætir og kveikt verður á jólateppinu jeiiiimaður verður nú að vera viðstaddur þann árlega atburð. 

Hlakka til að fá sendann smáköku uppskriftar pakkann frá þér svo ætla ég nú að fara að baka fleiri Mömmukökur fljótlega Ivar er að verða búinn með skammtinn kem kannski bara með þær í jóla jóla hittinginn

Sjáumst í ammili um helgina

Ásta Björk

Ásta Björk (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: Dísa Dóra

Ég hef ekki enn almennilega komist inn í heim fésbókarinnar.  Er svona aðeins að læra á þetta og verð að segja að mikið af þessu finnst mér bara tómt bull og húmbúkk - nenni ekki að senda eða safna einhverjum hjörtum og knúsum og slíku til að vera nú með fleiri en einhver annar

Hér eru flestar jólagjafir löngu komnar í hús sem betur fer - hef verið snemma í því undanfarin ár og alltaf jafn gott þegar líður að jólum að sleppa við það stressið og ég tala nú ekki um í ár.  Mun betra að hafa góðan tíma með litlu gullunum mínum

Knús til þín frænka góð og njóttu jólaaðventunnar

Dísa Dóra, 24.11.2008 kl. 19:39

3 identicon

Úúúúúú... til lukku með flotta elskhugann þinn sæta... Svo er hann líka myndarlegur... Ég er einmitt líka orðin húkkt á fésbókinni og þetta er eiginlega doldið rugl sko... Var einmitt manneskjan sem tuðaði um að það þekkti enginn svona marga og blablabla og ég held að ég sé með yfir 200 stk. af mannverum þarna sem ég hef kynnst í gegnum ævina... hefði átt að röfla meira... 

En mikið hlakka ég til að hitta þig um jólin... og nottla restina af ofurtúttunum... Og takk fyrir hrósið fyrir hárið sæta mín... eins og það er nú lítið eftir af því...

Stórt og hlýtt knúúús af norðanverðum klakanum...

Rósin...

Sigurrós litla frænka (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 06:27

4 identicon

hellú..jeyj loksins blogg :) hehe skemmtilegur föstudagur framundan hjá þér sæta..og vá.. til lukku með manninn..já hann er alltaf flottur í tauinu þú knúsar hann frá mér

úff já..nú fer maður að versla jólagjafirnar..svo stressið fari nú ekki alveg með mann hehe..

hafið það gott knús knús anna kristín

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 09:41

5 identicon

Facebook er náttúrulega bara snilld finnst mér eftir að ég fór að vera meira inná henni. Svo gaman að fylgjast með öllu eða maður heldur það allavega. Rosalega gaman að fá blogg frá þér og ótrúlegt en satt þá bloggaði ég líka hmmhimm já maður verður að reyna. Nóg að gera hjá ykkur þarna í DK og vá hvað við söknum ykkar rosalega dönsku fjölskyldunnar.

Er jólasveinninn að koma á morgun bara oh en gaman endilega skilið kveðju ég var einmitt að tala um þetta við krakkana í dag en þau könnuðust ekki mikið við það svo endilega takið myndir og skellið á netið svo ég geti rifjað upp góða tíma fyrir krakkana.

Yndislegt að heyra frá ykkur þarf endileg að fara bjalla í þig við tækifæri og spyrja ykkur spjörunum út hihi.

Bið innilega að heilsa inn í kotið til þín, kv. Brynja.

Brynja (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 22:13

6 identicon

Hæ Sæta mín  og takk fyrir kvittið...getum við hin semsagt átt von á því hér eftir í fjölskyldusamkomum okkar, að aðalumræðuefnið hjá ykkur Jonna verði VINDMYLLUR og virkni þeirra  en við þolum það alveg....en voða kom það lítið á óvart hvað Hilmar var kosinn...hann er alltaf svo flottur og ekki bara í tauinu....yndislegur hann Hilmar þinn... tillykke með titilinn  hlökkum til að hitta ykkur öll á morgun í afmælinu hjá Pattanum litla....

knúsiknús...Kolla frænka

Kolla frænka (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband