Færsluflokkur: Bloggar

17 manna matarboð

Þá er komið föstudagskvöld og vikan er búin að vera fín. Ég var á skólabókasafninu að vinna í ritgerðinni minni allan þriðjudaginn, miðvikudaginn og fimmtudaginn og er bara svaka stolt af árangrinum Joyful Strákarnir orðnir frískir og fjörið komið í fullt gang, skóli, skátar, fótbolti og breakdans... alltaf nóg að gera hjá þeim. Valur Snær er heima hjá Yuriy vini sínum frá Úkraínu núna og ætlar að gista þar í nótt svo við sjáum hann ekki fyrr en eftir hádegi á morgun.

Eyþór Atli er að fara spila tvo leiki upp í Hjortshøj á morgun í fótbolta og þetta er þriðji laugardagurinn í röð sem hann keppir tvo leiki svo hann er að verða algjör atvinnumaður Wink Eftir leikina verður nóg að gera hjá okkur við að undirbúa 17 manna matarboð sem við ætlum að halda annað kvöld Smile Þá koma Ásta og Ívar, Brynja, Elli og börnin þeirra þrjú, Guðlaug, Sissi og börnin þeirra þrjú og Erna mamma Guðlaugar. Svo það verður líf og fjör í strandhúsinu, góður matur (vonandi) og MGP söngvakeppni barnanna í sjónvarpinu. Okkur hlakkar mikið til enda finnst okkur fátt skemmtilegra en að vera í góðra vini hópi og borða góðan mat Tounge 

Á sunnudaginn eru liðin heil 7 ár frá því 16. september árið 2000 rann upp svo við Hilmar eigum 7 ára brúðkaupsafmæli... þó við séum nú búin að vera saman í meira en 15 ár Heart Ótrúlegt hvað tíminn líður... og margt búið að gerast á þessum tíma síðan ég var 18 og Hilmar 21 árs. Stærstu afrekin okkar eru náttúrlega að hafa eignast tvo yndislega syni sem við erum svo rosalega stolt af. Við höfum líka keypt okkur tvær íbúðir... og selt þær... flutt til Danmerkur og leigt okkur íbúð og núna strandhús. Við erum búin að vinna við hin ýmsu störf og læra við hina ýmsu skóla. Við erum líka búin að kynnast fullt af frábæru fólki og læra ýmislegt um lífið, tilveruna og hvort annað.


Allt í rólegheitum...

Hér á bæ eru bara búin að vera þvílík rólegheit síðustu vikuna... en það er líka gott stundum að slaka aðeins á. Ég var heima með Eyþór Atla veikan mánudag og þriðjudag og svo var Valur Snær veikur fimmtudag og föstudag og alla helgina. Nú er kominn mánudagur og ég er enn með hann heima. Hann er nú reyndar allur að hressast greyið og orðinn hitalaus en er mjög kvefaður ennþá svo að þegar ég vaknaði í morgun og heyrði rigninguna bylja á þakinu ákvað ég að geyma hann inn í húsi í einn dag í viðbót. Eyþór Atli aftur á móti mátti drífa sig í regngallann og hjóla af stað út á stoppistöð til að ná skólabílnum klukkan hálf átta. Hann er svo duglegur litla skinnið...

Ég náði sem sagt að fara í skólann og vinna í ritgerðinni minni í einn heilan dag í síðustu viku... er farin að halda að það séu einhver álög á þessari blessaðri ritgerð því það kemur alltaf eitthvað upp á þegar ég er búin að vinna í henni í einn dag. Það er eins og einhver þarna úti vilji ekki leyfa mér að klára hana... og ég er bara ekkert sammála því ég er virkilega farin að þrá að koma þessu frá og brenna svo öll gögnin. Ég vil bara fá að ljúka þessum kafla í lífi mínu og snúa mér að þeim næsta.... Mig langar að fara að vinna, borga niður skuldir og eignast peninga.... og því fyrr því betra ;-)


Kaupmannahafnarferðin

tb_copenhagen_denmarkKaupmannahafnarferðin okkar tókst bara mjög vel og var bæði róleg og rómantísk InLove Við vorum komin á hótelið um eitt leytið á laugardaginn. Hótel Brønshøj var bara fínt, allt frekar gamaldags að vísu en snyrtilegt og húsið mjög fallegt með útskornum rósettum í loftunum eins og gömlu aðalsmannahúsi sæmir. Konan sem rekur þetta var mjög indæl og að minnsta kosti 100 ára gömul... en samt algjör pæja Kissing

Þegar við vorum búin að henda inn töskunum, skelltum við okkur náttúrulega á Strikið... hvað annað... og sugum í okkur stemninguna þar. Alltaf svo gaman að sjá alla þessa götulistamenn og kaffihús út um allt, þvílíkt líf og fjör. Fengum okkur svo að borða á ítölsku veitingahúsi og svo keypti ég mér svört leðurstígvél á útsölu í ALDO. Ég var rosalega ánægð með það því ég á alltaf í þvílíkum vandræðum með að finna mér skó sem ég fíla... hef ekki keypt mér flotta skó í meira en tvö ár! Ég er sem sagt ekki þessi týpíska skódellukona eins og svo margar sem ég þekki Wink

tivoli1Um kvöldið fórum við svo í TIVOLI, fengum okkur að borða á Hard Rock og fórum svo í tvö rosalegustu tækin þarna. Klikkaðan fallturn sem við héldum að við kæmum ekki lifandi úr... og stóran og flottan rússíbana, svaka fjör W00t Það er svo geðveikt að vera í tívolíinu á kvöldin því það er allt svo flott upplýst og mikil stemning og fjör alls staðar. Garðurinn lokaði svo klukkan 12 með flottri flugeldasýningu. Nú dauðlangar okkur að fara þangað í jólativolí með strákana í desember. Við hittum svo Ása og Telmu á miðnætti og röltum með þeim um Strikið til að verða þrjú um nóttina og settumst niður á tveim útibörum til að spjalla aðeins. Nóg af fréttum og fullt að tala um þegar fólk hefur ekki hist í nær tvö ár. Við hittum þau svo aftur á sunnudagsmorgninum og fengum okkur saman kaffibolla á Nýhöfn áður en við héldum heim á leið.

Við brunuðum til Grenå að sækja strákana um leið og við komum í land í Árósum. Fengum þá að vita að Eyþór Atli væri búinn að vera lasinn alla helgina á meðan hann var í pössun svo aumingja Kolla og Jonni voru búin að standa í ströngu Frown Ég er svo búin að vera heima með hann veikan núna í tvo daga en hann er sem betur fer allur að koma til.


Lærdómurinn hafinn á ný

Litla hafmeyjanJæja þá er Kaupmannahafnarferðin okkar góða alveg að fara að bresta á Smile Við stormum af stað með strákana til Grenå eftir smá stund og siglum svo af stað klukkan níu í fyrramálið. Ég er loksins byrjuð að læra aftur og var í allan gærdag á Stats Bibliotekinu með Guðlaugu að vinna í ritgerðinni minni. Guðlaug er alltaf svo dugleg að læra að hún er svona eins konar "muse" eða menntagyðja í mínum augum. Ég neyðist til að vera dugleg að læra þegar hún er við hliðina á mér því annars fæ ég samviskubit Errm Takk dúllan mín fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig...Heart Annars er ég líka farin að kíkja í kringum mig eftir vinnu og er búin að sækja um þrjú störf síðustu daga svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.

Í gærkvöldi fór ég með stelpunum að heimsækja Brynju og Ella og nýfædda drenginn þeirra. Hann heitir Máni Berg og er ekkert smá fallegur. Ég sat lengi með hann í fanginu og er bara ekki frá því að það hafi verið svoldið mikið notalegt að halda á svona kríli InLove Hann er bara æðislegur.

Ps. ég er loksins búin að klára að setja allar júlí myndirnar inn í júlí albúmið hér neðar á síðunni. Það er ekkert smá mikið af myndum í því albúmi, enda gerðum við svo mikið þann mánuðinn og fengum samtals fimm fjölskyldur í heimsókn Smile


Kongens København

Við Hilmar ætlum að skella okkur í rómantíska ferð til Kaupmannahafnar um helgina Heart Okkur hlakkar ekkert smá mikið til að komast aðeins í burtu og skipta um umhverfi. Kolla frænka í Grenå er náttúrulega bara frábærust því hún ætlar að passa báða litlu skæruliðana fyrir okkur alla helgina... vona að hún þurfi ekki á áfallahjálp að halda þegar við komum til baka W00t

Við tökum ferju frá Árósum til Kalundborg á Sjálandi klukkan 9 á laugardagsmorgninum og þaðan er svo klukkutíma akstur til höfuðborgarinnar. Við fundum hótel á netinu sem okkur líst svakalega vel á sem er í Brønshøj, einu af úthverfum borgarinnar, lítið og kósý með aðeins tólf herbergjum. Ási æskuvinur Hilmars og Telma kærastan hans eru stödd í Kaupmannahöfn núna og við ætlum að hitta þau og fara kannski út að borða með þeim á laugardagskvöldinu svo þetta verður örugglega svaka gaman. Við siglum svo heim klukkan tvö á sunnudeginum og sækjum strákana seinni partinn til Grenå Smile Hér fyrir neðan eru tvær myndir af hótelinu og hótelherberginu... og nóttin kostar bara 600 krónur með morgunmat!

HotelidHotel


Helgarfrí

Helgin var mjög fín hjá okkur. Eyþór Atli var í bekkjarafmæli á föstudagskvöldið og á meðan grilluðum við hin alveg geggjaðar nautasteikur, bæði turnbauta vafða inn í beikon og piparsteikur... jammíí Tounge

Eyþór Atli keppti svo í tveim fótboltaleikum með nýja liðinu sínu HEI á laugardagsmorgninum. Hann kom, sá og sigraði og skoraði þrjú mörk í fyrri leiknum og tvö í seinni... mont, mont, mont! Eftir hádegi brunuðum við svo í Legoland þar sem voru rapptónleikar í gangi sem við vorum búin að bíða eftir í allt sumar! Við erum nefnilega forfallnir aðdáendur dansks rapps og það var ekkert smá gaman að sjá alla þessa frábæru tónlistarmenn "life" á sviði. Nik & Jay eru algjörlega númer eitt á vinsældarlistanum og strákarnir héldu vart vatni þegar þessir líka mega töffarar og fyrirmyndir þeirra komu á sviðið W00t Ég var reyndar ekkert skárri og söng hástöfum með þegar þeir tóku uppáhaldslögin mín... sonum mínum til mikillar hrellingar. Strákarnir voru meira segja í Nik og Jay bolum sem á stóð setning úr einu vinsælasta laginu þeirra... "I freakin' f#%king Heart ya"...

Á sunnudaginn lágum við svo í leti fyrri hluta dagsins og skruppum svo í heimsókn til okkar elskulegu vina, Guðlaugar og Sissa. Rebbi tapaði sér náttúrulega eins og venjulega þegar hann sá Hilmar og sá til þess að hvíti bolurinn hans fengi sín vanalegu brennimerki eftir hann Wink

FótboltastjarnanÁ hausTöffarar á tónleikum

Nik&JayTöffarar


Líf og fjör

Hér er búið að vera nóg að gera síðustu vikuna. Strákarnir enn að plumma sig vel í skólanum og Valur Snær búinn að mæta í eitt bekkjarafmæli og Eyþór Atli búinn að fá boðskort í tvö Wizard Eyþór Atli er núna á þriðju fótboltaæfingunni sinni hjá HEI og finnst það geggjað, loksins alvöru æfingar með alvöru þjálfurum svo hann er bara í "seventh heaven".

Valur Snær mætti svo á fyrsta skátafundinn sinn á þriðjudaginn ásamt Svend og Sine sem eru bæði með honum í bekk í Skæring Skole. Þau búa hér í Studstrup og hann er búinn að leika mikið við þau síðustu daga, bæði heima hjá þeim og okkur. Hann er með Sine vinkonu sinni inn í herberginu sínu núna þar sem þau voru rétt áðan að koma hjólandi heiman frá henni þar sem þau eru búin að leika sér í allan dag Smile

Ég vil ekki meir...Um helgina var Sommerfest í Studstrup hér niður á strönd og mikið um að vera. Krakkadiskó á föstudagskvöldið sem strákunum fannst rosa spennandi og þeir dönsuðu breakdans og skemmtu sér konunglega. Svo var fjölskylduhátíð á laugardeginum með hlaupi, kökum, hoppuköstulum og slökkviliðið kom meira að segja á svæðið og sprautaði froðu yfir alla krakkana Happy  Ég er búin að setja myndir frá því ævintýri í ágúst myndaalbúmið hér neðar á síðunni sem ég tók að vísu bara á GSM símann minn þar sem myndavélin gleymdist heima.

Í gær fórum við fjölskyldan út að borða á Jensens Bøfhus og skelltum okkur svo á Die Hard 4 á eftir. Alltaf gaman að sjá Brúsann í action og kaldhæðna húmorinn hans Wink Strákunum fannst þetta svaka mynd og vilja núna ólmir sjá fyrstu þrjár myndirnar líka... svo það er aldrei að vita nema maður fari að skanna videoleigurnar.


Í skólanum er skemmtilegt að vera

Fyrsti skóladagurinn gekk svona líka rosalega vel hjá báðum strákalingunum mínum. Þegar ég sótti þá um hádegið á miðvikudaginn voru þeir báðir skælbrosandi og sögðust vera búnir að eignast marga vini W00t Sem er bara besta mál og mikill léttir að heyra það þar sem við Hilmar erum búin að vera með smá samviskubit yfir að láta þá skipta aftur um skóla.

Fyrsta árið þeirra voru þeir í móttökubekk fyrir útlendinga í Læssøesgade Skole og byrjuðu því ekki í hverfisskólanum sínum í Tilst fyrr á öðru árinu okkar þar. Þeir voru reyndar ekkert sérstaklega ánægðir þar og Valur Snær hafði í vor ekki eignast neina nána vini í Tilst Skole. Bæði drengjunum og okkur líst mikið betur á Skæring Skole heldur en hina skólana sem þeir hafa verið í og þetta er líka í fyrsta skipti sem þeir eru í alveg dönskum bekkjum. Það búa nefnilega nánast engir innflytjendur í þessum hluta Árósa sem er mjög ólíkt hverfinu okkar í Tilst Ninja Í bekkjunum þeirra í Tilst Skole var meira en helmingurinn af krökkunum af erlendu bergi brotinn og í Læssøesgade Skole voru eingöngu útlendingar. Þetta er því í fyrsta skipti síðan við fluttum til Danmerkur sem við erum að upplifa svona ekta danskt samfélag Smile

Seinni partinn á miðvikudaginn brunaði svo fjölskyldan af stað niður í bæ þar sem Hilmar og strákarnir voru að fara að keppa í 5 km hlaupi í Mindeparken. Við vorum komin tæplega hálfa leið þegar það sprakk á bílnum okkar... í annað skipti á einni viku Shocking Við vorum því með sprungið dekk í skottinu og annað sprungið dekk undir bílnum... og að verða of sein í hlaupið. Neyðarúrræðið var því að skilja bílinn eftir og taka leigubíl restina af leiðinni og við rétt svo náðum tímanlega í hlaupið. Hilmar var að keppa fyrir hönd Pressalit Care sem var með stórt veislutjald á svæðinu fullt af mat og drykkjum fyrir alla. Þarna voru fleiri tugir fyrirtækja með tjöld og bása og mörg þúsund starfsmenn að keppa í hlaupi. Þetta var rosa stemning og fjör og endaði með flugeldasýningu klukkan tíu um kvöldið Happy 

Vegna bílleysis fór ég morguninn eftir með dauðþreytta drengi í fyrsta skipti í skólabílinn sem ekur með börnin frá Studstrup til Skæring. Börnin í skólabílnum gláptu stórum augum á mig þegar ég kom inn í skólabílinn því ég var eina fullorðna manneskjan í bílnum... fyrir utan bílstjórann náttúrulega Wink Mér finnst bara svo erfitt að sleppa höndunum af litlu ungunum mínum og senda þá aleina með einhverjum skólabíl í nýja skólann sinn. Ég vildi nú vera viss um að þeir finndu örugglega kennslustofurnar sínar og svoleiðis. Eyþór Atli þóttist ekkert þekkja mig og sat langt frá mér í bílnum og gekk svo 20 metrum á undan mér inn í skólann og að stofunni sinni. Valur Snær leyfði mér sem betur að sitja hjá sér og leiða sig inn í skólann. Hann höndlar mömmu sína ennþá litla krúttið, hehehe HaloEyþór Atli MusterisriddariHvað er nú þetta?


Fyrsti skóladagurinn í Skæring Skole

Í dag er fyrsti skóladagur litlu guttanna minna í Skæring Skole. Við vöknuðum í roki og rigningu svo þetta var bara eins og ekta íslenskur fyrsti skóladagur ;-) Það er búinn að vera mikill spenningur í gangi síðustu daga vegna þessa dags, sérstaklega hjá Eyþóri Atla. Hann er búinn að telja niður dagana í tvær vikur og hlakka mikið til. Held samt að þetta sé svona kvíðablandin tilhlökkun því það er alltaf dálítið stressandi að byrja í nýjum skóla. Hann átti mjög erfitt með að sofna í gærkvöldi, vældi smá og hélt um tíma að hann væri að verða veikur. En að lokum datt hann dauðuppgefinn útaf eftir að hafa fengið mjólkurglas og kúrt í mömmu fangi í smá tíma. Valur Snær er búinn að vera mun meira yfirvegaður yfir þessu öllu saman og ypptir bara öxlum þegar hann er spurður hvort hann hlakki ekki til. Það var þó komin smá tilhlökkun í hann í gærkvöldi þegar hann setti nýja pennaveskið sitt í skólatöskuna og raðaði nýju skólafötunum og skónum á skrifborðið sitt til að hafa nú allt tilbúið þegar hann vaknaði. Hann er þó mest ánægður með að vera loksins útskrifaður úr núllta bekk sem hann er búinn að vera í síðustu tvö ár og hann byrjar því í 1. bekk núna. Eyþór Atli er líka fyrst núna að komast í 3. bekk og er alveg í skýjunum með það. Hann tók nefnilega 1. og 2. bekk á Íslandi og er svo búinn að taka 1. og 2. bekk í Danmörku. Svolítið fyndið þegar það er svona annað númerakerfi hér en heima því ef við byggjum á Íslandi væru þeir að fara í 3. og 5. bekk!


Göngugarpar

Ég er smátt og smátt að setja myndir í júlí-albúmið hér á síðunni og er núna hálfnuð með mánuðinn. Við gerðum svo mikið þann mánuðinn og fengum svo marga gesti að myndavélin var á lofti sem aldrei fyrr :-) Nú eru sem sagt komnar inn allar myndirnar sem teknar voru í heimsókn Evu systur og Adda bróður. Seinni helmingurinn af mánuðinum kemur svo inn fljótlega.

Annars er fjölskyldan búin að vera dugleg að hreyfa sig síðustu daga því við erum ýmist að synda í sjónum eða í göngutúrum á ströndinni og inn í skógunum hér í kring. Í dag fórum við Hilmar í líkamsrækt og tókum rosa brennslu í klukkutíma, fórum svo heim og sóttum strákana og hundinn og fórum í tveggja tíma göngutúr. Við gengum eftir stíg sem er kallaður "Mols-ruten", fórum fyrst eftir ströndinni, svo inn í stóran skóg þar sem við gengum upp holt og hæðir og villtumst svo aðeins á bakaleiðinni og enduðum á að ganga yfir risastóran akur á leiðinni heim. Þegar við komum inn í götuna okkar sátu nokkrir af nágrönnum okkar fyrir utan húsin sín og okkur var boðið upp á bjór á tveim stöðum á leiðinni að húsinu okkar :-) Svona er þetta nú hérna í Danmörku, alls staðar boðið upp á øl... sem er reyndar ekkert sérlega sniðugt þegar maður er í átaki...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband