Færsluflokkur: Bloggar
11.6.2008 | 22:26
Flutningsundirbúningur og Lundúnaferð
Í Stuðstrumpalandi er allt á fullu í flutningsundirbúningi; kassar á víð og dreif, ryksugur og tuskur hér og þar, allar óhreinatauskörfur fullar af óhreinum þvotti og svartir ruslapokar renna í runum út á sorpstöðvarnar. Mitt í öllum þessum látum er komið gat á vatnstankinn í bílnum svo við þurfum að aka um með bílinn fullan af vatnsflöskum til að fylla á tankinn í vegköntum í hverri bílferð sem við förum í. Enginn tími fyrir verkstæði strax... en þó búið að panta nýjan vatnskassa sem er staddur einhvers staðar í loftinu á leið til Danmerkur.
Í dag sást í fyrsta sinn í margar vikur til skýja og það skvettust meira að segja örfáir dropar úr þeim líka. Gróðurinn varð voða glaður, enda öll tún orðin ískyggilega gulbrún á litinn og grasið molnar á milli fingranna á manni ef maður snertir það. Sólin er búin að grilla okkur gjörsamlega með tilheyrandi hita, svita og misjafnlega brenndri húð og það besta í heimi er að baða sig í 20 gráðu heitum sjónum hér niður á strönd... enda hafa synirnir gjörsamlega búið þar upp á síðkastið.
London ferðin var æðisleg og við stöllurnar skemmtum okkur konunglega á Oxford Street, KFC, Covent Garden, Planet Hollywood og í neðanjarðarkerfi Lundúnaborgar þar sem við lentum í ótrúlegustu ævintýrum. Það er óhætt að segja að London sé stútfull af fólki... gjörsamlega alls staðar og á öllum tímum sólarhrings. Við gistum líka á hóteli sem var svo þröngt og rammskakkt að maður varð sjóveikur í stigaganginum og ég fékk sterklega á tilfinninguna að ég væri stödd í gistihúsinu í Skástræti í Harry Potter bókunum.
Þegar við fórum í neðarjarðarkerfið vorum við svo sniðugar að taka bara stigann niður en ekki lyfturnar eins og allt hitt fólkið gerði.... en gerðum okkur ekki alveg grein fyrir að stigarnir liggja endalaust langt niður í jörðina og virðast engan enda ætla að taka svo við vorum farnar að búast við því að mæta einhverjum með horn og hala þarna undir lokin... Svo þegar lestardyrnar opnast fyrir framan mann, þá eru lestarnar fullar út úr dyrum og enginn fer út en allir fara inn... og þá gildir bara frumskógarlögmálið: Survival of the fittest. Það er ekkert sérlega auðvelt að troða sér inn í stútfulla lest með tvær ferðatöskur í fanginu... nema þegar Brynja er síðust í röðinni og tekur bara tilhlaup og notar töskuna sína sem skjöld. Þá treðst rétta fólkið inn og hinir sem eru fyrir detta bara út.
Þessi ferð var sem sagt í stuttu máli ógleymanleg og ég vil bara segja takk við ykkur kæru vinkonur fyrir frábæra ferð :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.6.2008 | 20:17
Farve-humør
Når jeg er i hvidt humør er jeg sød og rar og har kikset frisør og det føles som om jeg er udenfor, jeg tænker på at der en der står op fra døden. Når jeg er i sort humør er jeg sur, vred og alting føles grimt og sort. Når jeg er i orange humør er jeg flov og generet og jeg tænker på aber. Når jeg er i blåt humør er jeg våd og helt stiv og jeg tænker på at jeg drukner nede i en sø. Når jeg er i grønt humør er jeg glad og god og næs og lækker og jeg tænker på at der findes spøgelser. Når jeg er i rødt humør er jeg voldig, blodig, taler grimt og tænker mig ikke om og jeg tænker på krig og vold og våben og al slags ting.
Samið af Eyþóri Atla Hilmarssyni, 10 ára
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2008 | 11:35
Nýjustu fréttir af Stuðstrumpum
Kominn tími á smá "update" héðan úr Stuðstrumpalandi. Við erum búin að ákveða að staldra aðeins lengur við hér í Danmörkunni góðu... enda ekki hægt annað þegar sólin skín svona skært og fallega hvern einasta dag :-) Höfum því eytt síðustu vikum í húsnæðisleit hér í nágrenninu og erum nú loksins komin með leigusamning í hendurnar sem fer í póst á morgun. Við flytjum í lok júní í splúnkunýtt raðhús í Løgten sem er næsti bær við Studstrup. Þetta er fimm herbergja, 116 fermetra íbúð á tveim hæðum rétt fyrir ofan Gammel Løgten Strand svo við ættum að getað haldið áfram að fá okkur göngutúr niður á strönd :-) Strákarnir geta því haldið áfram í Skæring skóla, okkur og þeim til mikillar ánægju, enda frábær skóli og góðir bekkjarfélagar sem þeir hafa eignast þar.
Næstu fréttir eru þær að ég er að fara til London á þriðjudaginn með elskulegu vinkonunum mínum þeim Ástu, Brynju og Guðlaugu. Við ætlum að fara í svona nördaferð og kíkja í bókabúðir og eitthvað svona menningarlegt og þess á milli að "hygge" okkur á kaffihúsum og svoleiðis. Okkur hlakkar mikið til og þetta verður örugglega ótrúlega næs :-)
Þriðju fréttirnar eru þær að við vorum að enda við að bóka flug fyrir Eyþór Atla og Val Snæ til Íslands þann 2. júlí. Þeir ætla að eyða sumarfríinu sínu að mestu leiti þar í faðmi fjölskyldnanna okkar þar sem foreldrarnir verða svo uppteknir við að vinna í allt sumar :-( Við Hilmar eigum nefnilega eitthvað lítið af frídögum svo við ætlum bara að reyna að taka okkur langar helgar svona við og við ef við skreppum í einhverjar stuttar ferðir. Það verður samt afskaplega skrítið að vera barnlaus í heilan mánuð.
Í gærkvöldi vorum við í Eurovision partýi hjá Brynju og Ella ásamt Ástu og Ívari þar sem við grilluðum og borðuðum saman geggjaðann mat, jammííí. Okkur fannst náttúrulega Júróbandið langbest og töpuðum okkur í sms sendingum til að greiða Íslandi atkvæði... enda skilaði það sér í 12 stigum frá Danmörku til Íslands, tíhíhí ;-)
Sendi risaknús og sólarkveðjur héðan úr Stuðstrumpalandi :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.5.2008 | 20:09
Með allt á hreinu
Nýjustu fréttir í vatnsmálum hér í Studstrup eru að vatnið er orðið hreint aftur :-) Fengum skilaboð um það í gær að við mættum aftur byrja að drekka og nota vatnið að vild. Vatnsveitan er búin að skipta um vatnstank, dælur, síur og hvað þetta nú heitir allt saman. Búið er að taka dagleg sýni í 10 daga og nú eru allar bakteríur, drulla og eitur horfin úr vatninu... okkur til mikils léttis og gleði.
Veðrið er bara búið að vera truflað síðustu daga, glampandi sól og hitinn hækkar með hverjum deginum sem líður... og því hefur þessi skemmtilegi vatnsskortur verið sérlega truflandi þegar allir eru sólbrenndir, sveittir og þyrstir. Við erum búin að vera í fríi síðustu fjóra daga þar sem Danir tóku sér langa helgi í tilefni af uppstigningardegi og 1. maí og við fjölskyldan erum búin að njóta þess í botn að slappa af og leika okkur saman í sólinni. Strákarnir hafa varla komið inn í hús þar sem þeim finnst svo gaman að leika sér úti í góða veðrinu með hinum krökkunum í götunni. Þau eru búin að vera úti í körfubolta, fótbolta, hjólreiðatúrum, skógarferðum og hafa svo skroppið niður á strönd þess á milli. Á fimmtudaginn fórum við á stóran markað niður við höfn þar sem allt milli himins og jarðar fékkst og þar var líka tívolí og skotbakkar. Þessi markaðsferð endaði með að við komum klifjuð heim af alls kyns dóti, þar á meðal keyptum við þennan líka forláta rugguhest og Valur Snær vann sér inn bangsa sem var næstum stærri en hann sjálfur :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.4.2008 | 08:43
Má bjóða ykkur rottueitur?
Það skánar ekkert ástandið í vatnsmálunum hér í Studstrup. Vatnið var rannsakað í gær og niðurstaðan var verri en áætlað var fyrir helgi. Arsenið í vatninu er þrefalt yfir leyfilegum mörkum og nú er jafnvel talið að þetta eitur sé búið að vera í vatninu í marga mánuði. Sumir bæjarbúar voru byrjaðir að kvarta yfir þessu við vatnsveituna fyrir löngu síðan en þeir gerðu bara ekkert í málinu fyrr en síðast liðinn föstudag. Arsen er notað til að búa til rottueitur og er mjög skaðlegt og meðal annars getur það verið krabbameinsvaldandi. Eftir niðurstöður rannsóknarinnar í gær var okkur því stranglega bannað að nota vatnið yfir höfuð. Við megum ekki lengur baða okkur né þvo okkur um hendurnar með því. Það var því neyðarástand hér í gær og við Hilmar fórum með strákana í líkamsræktarstöðina í næsta bæ og fengum að fara í sturtu þar svo við færum nú ekki að anga eins og illa lyktandi steinaldarmenn. Eftir sturtuferðina fórum við með tómar plastflöskur í biðröðina við vatnsbílinn sem er staddur hér í bænum og við fengum á tilfinninguna að við værum komin langt aftur í tímann á skömmtunarárin.
Nú veitti ekki af að fá Erin Brockovich í málið....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.4.2008 | 08:28
Vatnið er eitrað
Úff, síðastliðin vika er ekki beinlínis búin að vera sú besta sem ég hef upplifað. Þegar ég var á leið í vinnu á mánudagsmorgunin var keyrt aftan á bílinn minn þegar ég var á leið yfir umferðarljós. Ég fékk hnykk á hálsinn og eyddi næstu tveim tímunum liggjandi á sjúkrabekk með kraga um hálsinn á slysó. Eftir rannsókn kom í ljós að ég var ekki alvarlega slösuð og var send heim til að hvíla mig. Ég er svo búin að mæta í vinnuna alla vikuna eftir það en hef nú bara versnað dag frá degi. Ég er búin að vera með hausverk, stífan hnakka, verki í baki og öxlum, svima og náladofa í handleggjunum. Ég er búin að vera í sambandi við tryggafélagið mitt og fer í sjúkraþjálfun eftir helgi... vona að það eigi eftir að hjálpa mér.
Á föstudaginn þegar við Hilmar vorum að koma heim úr vinnunni og ókum inn í Studstrup, blasti við okkur stórt skilti sem stóð á: VATNIÐ ER EITRAÐ! Okkur dauðbrá og þegar við ókum fyrir næsta horn sáum við fréttamenn frá TV2 vera að taka viðtöl við bæjarbúa og taka myndir af litla Studstrup. Í póstkassanum okkar var svo bréf frá vatnsveitunni þar sem stóð að það væri búið að uppgötva að það væri járn úr grunnvatninu búið að blandast saman vð vatnið í krönunum hjá okkur og með því fylgdu ýmis önnur efni, þar á með "arsen" sem væri eitrað og mjög heilsuspillandi. Það væri því stranglega bannað að drekka vatnið, tannbursta sig úr því, vaska leirtau úr því, skola salat og aðra matvöru með því og það mætti heldur ekki elda úr því né laga kaffi eða te þar sem þetta eitur hyrfi ekki við suðu. Við megum baða okkur upp úr vatninu... en það er bara ekkert voðalega geðslegt þar sem það er rauðbrúnt á litinn. Það versta er að þeir telja að vatnið sé búið að vera svona mengað í alla vegana þrjár vikur....
Svo nú er bara vatnsbíll staddur í bænum sem við verðum að sækja okkur vatn í á flöskur þangað til það er búið að laga þetta. Nú er verið að rannsaka vatnið á rannsóknarstofu til að vita hvort hætta sé á að þetta sé búið að hafa einhver heilsuspillandi áhrif á bæjarbúa. Landlæknir telur þó sem betur fer að það séu frekar litlar líkur á því.
Svona er sem sagt skrautlegt ástandið í Stuðstrumpalandi þessa dagana.
PS. Við þökkum fyrir góða þátttöku í skoðanakönnunni sem fór fram í athugasemdunum við síðasta blogg... thíhíhí, greinilega mjög skiptar skoðanir á því hvar við eigum að búa og við hlustum á öll frambærileg rök sem þið notið til að styðja ykkar mál :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2008 | 20:37
Vor í lofti
Nú er vorið loksins komið til Danmerkur með sólskini og fuglasöng. Við sátum úti á palli í morgun í sólbaði og fórum svo í afmælisveislu eftir hádegi upp í Hinnerup þar sem við sátum líka úti í garði allan daginn. Geðveikt notalegt að fá smá sól og yl í kroppinn. Áttum líka skemmtilegan dag í gær þar sem við skelltum okkur í Tivoli Friheden. Suzlon keypti svona VIP kort í tívolíið sem gefur starfsmönnum og fjölskyldum þeirra frítt inn í garðinn svo við eigum örugglega eftir að nýta okkur það oft í sumar ;-) Valur Snær bauð Signe bekkjarsystur sinni með þar sem hann gisti hjá henni síðustu nótt og svo komu Guðlaug og Sissi líka í tívolí svo þetta varð mjög skemmtilegur dagur.
Annars gengur lífið bara sinn vanagang hér hjá okkur fjölskyldunni í Stuðstrumpalandi. Það styttist í flutning frá Studstrup þar sem húsaleigusamningurinn rennur út 1. júlí. Við erum byrjuð að litast um eftir nýju húsnæði en höfum ekkert fundið ennþá. Við vitum ekki einu sinni hvort við flytjum til Íslands eða Skæring í sumar svo það er bara allt skoðað frá öllum hliðum þessa dagana. Við setjum inn fréttir hérna um leið og ákvörðun hefur verið tekin... sem verður vonandi fljótlega þar sem það eru bara rúmir tveir mánuðir í flutning.
Læt þetta nægja í bili og reyni að vera duglegri að blogga einhverjar fréttir á næstunni.
Hej, hej....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
26.3.2008 | 20:48
Ástkær fósturjörð
Við skelltum okkur til Íslands í eina viku í páskafríinu. Lentum í Keflavík seint á pálmasunnudagskvöld og brunuðum beint til Hafnarfjarðar þar sem við gistum fjórar fyrstu næturnar hjá Lindu og Gunnari. Þar vorum við í góðu yfirlæti hjá yndislegum gestgjöfum þó þau hafi kannski ekki séð allt of mikið af okkur þar sem við vorum alltaf á einhverjum flækingi.
Við náðum að gera ótrúlega mikið á stuttum tíma, fórum t.d. í sund í Salalauginni, fengum okkur Subway og KFC, kíktum á miðbæinn og Kringluna og versluðum meira að segja smá þar sem við vorum í bullandi gengishagnaði sem túristar á Íslandi ;-)
Við áttum líka frábærar stundir með fjölskyldum okkar á Íslandi og vorum nánast alltaf með eitthvað af systkinabörnum okkar með okkur hvert sem við fórum og gátum þannig aðeins unnið upp glataðar stundir fyrir okkur og strákana. Stubbarnir nutu þess í botn að vera á Íslandi og gistu næstum því allar næturnar hjá einhverju af systkinum okkar og foreldrum. Við fórum líka í nokkur frábær matarboð hjá vinum okkar þar sem við höfðum um nóg að spjalla fram á nætur. Ég náði líka að fara út að borða með bjöllukrúttunum mínum og HR genginu sem var alveg geggjað.
Á skírdag var svo dagskrá frá morgni til kvölds þar sem Andrea Ósk, Viktor Ingi og Viktor Emil voru fermd. Ég og Valur Snær vorum stödd í Grafarvogskirkju klukkan tvö, á meðan Hilmar og Eyþór Atli voru í Digraneskirkju. Síðan vorum við öll saman í fermingarveislunum, hver á eftir annarri þar sem stórglæsileg fermingarbörnin buðu upp á gómsætar veitingar.
Við fengum því fullt út úr þessari alltof stuttu heimsókn þó það vantaði margar heimsóknir á listann sem verða settar í forgang í næstu Íslandsferð. Við flugum svo heim á Páskadag og skriðum dauðþreytt upp í rúm klukkan tvö um nóttina þegar við vorum loksins komin á leiðarenda. Á annan í páskum hittum við svo dönsku fjölskylduna okkar og borðuðum með þeim páskalambið sem við fluttum með okkur frá Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.3.2008 | 18:16
Metnaður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.2.2008 | 21:46
Iceland... here we come!
Loksins hef ég mig í að skrifa eftir langa bloggpásu. Það er bara búið að vera eitthvað svo mikið að gera hjá mér að ég hef lítið mátt vera að því að kíkja á netið eða tölvuna mína yfir höfuð. Ég er búin að vinna í 5 vikur í bókhaldinu hjá Suzlon núna og tíminn hefur þvílíkt þotið áfram. Þar er nóg að gera og ég hef unnið yfirvinnu flesta daga frá því að ég byrjaði þarna. Þetta er nú ekki draumastarfið mitt þó svo að mér lítist mjög vel á fyrirtækið. Það eru fimm vikur eftir af afleysingatímanum mínum þarna og enn óvíst með framhaldið.
Mamma og pabbi fóru til Íslands fyrir tíu dögum svo það hefur aðeins fækkað heimilisfólkinu hér í Stuðstrumpalandi. Strákarnir voru orðnir þreyttir á SFO (skólagæslunni) og eru því hættir þar og orðnir að lyklabörnum. Þeir taka strætó heim eftir skóla og hafa svo þurft að bjarga sér sjálfir þar til foreldrarnir koma heim úr vinnunni. Við ákváðum að leyfa þeim að prófa þetta í smá tíma til að sjá hvort þetta gengi og síðastliðnar tvær vikur hefur þetta alla vegana gengið eins og í sögu. Það er bara svo ótrúlegt hvað börnin manns eru fljót að vaxa og þroskast og við erum svo stolt af því hvað strákarnir okkar eru orðnir stórir og duglegir að bjarga sér.
Við keyptum flugmiða til Íslands í dag og verðum því á klakanum frá pálmasunnudegi fram á páskadag. Það var tilboð hjá Iceland Express í dag og ég var að vonast til að ná miðum á góðu verði en auðvitað voru öll ódýru fargjöldin fyrir og eftir páskafríið, svo ég varð að kaupa miðana á fullu verði :-(
Það verður æðislegt að koma loksins heim þar sem við höfum ekki komið heim í tvö ár og 3 mánuði... fyrir utan þessa mýflugumynd sem við Hilmar komum í sitt hvoru lagi til Íslands í fyrir ca. einu og hálfu ári, stoppuðum í tvo daga og náðum ekki að hitta nema örfáar hræður. Okkur hlakkar mest til að hitta fólkið okkar og vinina okkar og komast í almennilega íslenska sundlaug með fullt af heitum pottum :-) Svo ég tali nú ekki um að komast á Subway og KFC.... jammí. Á skírdag verða svo þrjú systkinabörn okkar fermd, þau Andrea Ósk, Viktor Emil og Viktor Ingi, og það er nú helsta ástæðan fyrir þessari heimsókn okkar. Það er nú þegar byrjað að bóka okkur í kaffi og matarboð svo að þeir sem vilja hitta okkur verða að hafa hraðar hendur... fyrstir koma, fyrstir fá... tíhíhí.
Knús og kram frá Stuðstrumpalandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar