Færsluflokkur: Bloggar

The Secret

Nú er ég alveg "húkkt" á myndinni The Secret og hugsa ekki um annað og tala ekki um annað þessa dagana. Fyrir þá sem ekki vita er þessi mynd um "the law of attraction" eða lögmál aðdráttaraflsins. Ef þú hugsar nógu mikið um eitthvað... þá færðu það. Maður er svo fastur í því að hugsa svo mikið um neikvæða hluti eins og hvað maður skuldar mikið, hvað allt sé ómögulegt, hvað maður sé þreyttur, hvað maður sé einmanna o.s.frv. og þannig laðar maður endalaust að sér alla þessa neikvæðni. Ef við erum duglegri við að einbeita okkur að jákvæðum hlutum og setja okkur góð og gleðileg markmið þá getum við fengið allar okkar óskir uppfylltar :-) Svo núna ætla ég að klippa út myndir af öllu sem mig langar í og festa upp á vegg hjá mér þar sem ég horfi á það á hverjum degi. Myndir af draumahúsinu, draumabílnum, drauma utanlandsferðinni, draumasófasettinu og bara öllu sem mig dreymir um... og einn góðan veðurdag rætast allir draumarnir mínir. Vííí, ég hlakka svo til!

Ég fór líka til hennar Þuríðar spákonu á fimmtudaginn og hún sagði mér líka að allir mínir draumar muni rætast. Sá mig í draumahúsinu mínu í október eða nóvember og í draumastarfinu mínu í lok sumars, byrjun hausts. Hún sagði mér líka að það væri lítil stúlka komin inn í orkusviðið mitt sem þýddi að ekki væri mjög langt í hana og allir fjölskyldumeðlimir yrðu svakalega ánægðir með það... ég vona bara að ég fái nú vinnuna fyrst því það yrði nú aðeins snúnara ef það yrði á hinn veginn ;-)


Júróvision Eystri

Ég horfði með öðru auganu á Eurovision undankeppnina í gærkvöldi... þ.e.a.s. ég horfði á lag nr. 5 og lag nr. 12. Löndin mín tvö Ísland og Danmörk stóðu sig bara mjög vel og mér finnst danska lagið Drama Queen mjög gott (eiginlega betra en það íslenska). Svo hélt ég mér vakandi fram að úrslitunum til að sjá hvaða tíu lög kæmust í úrslitin, veit samt eiginlega ekki til hvers því þetta er hvort eð er orðin vonlaus barátta. Þessi Austur-Evrópu mafía er búin að hertaka keppnina svo það er ekkert gaman að horfa á þetta lengur. Hvað varð um gömlu góðu Evrópu þegar maður söng Gente di mare með Eros Ramazotti, Hold me now með Johnny Logan og J'aime la vie með Söndru Kim? Allt í einu er Evrópa orðin helmingi fleiri lönd en voru í henni fyrir nokkrum árum og maður þekkir hvorki haus né sporð á þessum löndum. Georgia, Belarus, Serbia-Monte Negro, hellúúú!!!
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýtt blogg

Velkomin á nýju bloggsíðuna mína. Ætla að prófa að vera svolítið íslensk núna og vera með svona íslenska síðu í staðin fyrir hina útlendu msn bloggsíðu sem ég hef haldið úti í tvö ár núna. Endilega verið dugleg að kvitta fyrir komu ykkar hingað, það er svo gaman að vita hverjir lesa og fylgjast með :-)

« Fyrri síða

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband