8.4.2009 | 12:46
Gleðilegt páskaegg
Þá er bara komið fimm daga páskafrí, jibbí Það er búið að vera nóg að gera í vinnunni síðustu vikur svo þetta er svo sannarlega langþráð frí! Strákarnir eru búnir að vera í fríi í fimm daga og eiga svo aðra fimm daga eftir... þvílíkur lúxus! Okkur Hilmari hlakkar mikið til að sofa út og gera eitthvað skemmtilegt með strákunum okkar næstu daga. Við stefnum á göngutúra á ströndinni og í skóginum í góða vorveðrinu og grípa svo í spil á kvöldin... aldrei að vita nema við skreppum líka í sund eða keilu
Við vorum svo heppin að fá Garðar Atla systurson Hilmars í heimsókn í síðustu viku. Hann er svo frábær og yndislegur og strákarnir fíla í tætlur að eiga svona svalan töffara sem frænda. Meðan við hjónin vorum í vinnunni, sótti Garðar Atli strákana í skólann og fór með þá á McDonalds og í Harley Davidsson búðina að skoða mótorhjól. Geggjað kúl sko Við skelltum okkur líka í keilu og grilluðum góðan mat svo þetta var voða skemmtileg heimsókn.
Garðar kom líka með fulla ferðatösku af íslensku góðgæti svo það verður algjör lúxus matur hjá okkur um páskana.... og íslensk páskaegg þar að auki Við þökkum tengdafjölskyldunni enn og aftur kærlega fyrir sendinguna
Marseille ferðin var mjög góð en frekar erfið líka. Það er ekki auðvelt að stappa uppstríluð á háum hælum í sýningarbás 10 tíma á dag. Það fyrsta sem ég gerði hvert kvöld þegar ég kom heim á hótel var að kasta mér í freyðibað og láta þreytuna líða úr bakinu og fótunum Eftir það var ég fersk til að fara út að borða á frönskum veitingastöðum með vinnufélögunum sem var bara æðislegt. Marseille er skemmtileg borg með þröngum bröttum götum og gömlum húsum. Það var skemmtilegt að sjá þessa frönsku menningu og litskrúðugan þvott hanga út um gluggana á þessum gömlu húsum sem voru öll með alls kyns lituðum gluggahlerum. Ég var reyndar skíthrædd í leigubílunum því þeir keyrðu eins og brjálæðingar og einu reglurnar sem virtust gilda þarna var að blóta og öskra út um gluggana. Svo skutust vespur og reiðhjól milli bílana eins og ekkert væri sjálfsagðara... svo ég lokaði bara augunum og baðst fyrir
Í sambandi við vaxtahormónarannsóknina hans Eyþórs Atla er ekkert nýtt að frétta. Við erum enn að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknum og látum vita þegar eitthvað gerist.
Annars óskum við öllum gleðilegrar páskahátíðar og vonum að þið eigið yndislegt og gott frí
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gleðilega páska elskurnar. Njótið þess að sofa út og hafa það gott með gaurunum ykkar.
knús á línuna Anna Kristín og co
Anna Kristín (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 21:16
Hæ elsku sæta... Loksins og loksins hunskast ég til að kvitta hjá þér...!!! Gaman að lesa bloggið þitt eins og alltaf... ég held að þér leiðist aldrei... alltaf eitthvað í gangi hjá þér... Gleðilega páska þótt seint sé og ég vona að þið hafið átt dásamlegt frí saman fjölskyldan og notið páskaeggjanna... efast reyndar ekki um það... Og takk fyrir hvetjandi og falleg orð á blogginu mínu sætust... ég alveg bara elska þig...
Risaknús og endalaus kærleikur til ykkar allra...
Rósin...
Sigurrós litla frænka (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.