Óheillamánuður að baki

Vá, vá, vá, febrúar kominn og það er meira að segja heil vika búinn af honum nú þegar. Mér finnst það alveg geggjað þar sem mér finnst janúar og febrúar langleiðinlegustu mánuðir ársins. Kaldir og dimmir, engir auka frídagar og algjör blankheit eftir jólaeyðsluna. Við erum líka búinn að vera með risastórt óheillaský svífandi yfir hausnum á okkur frá áramótum. Bíllinn er búinn að vera með bölvaða stæla við okkur og þrisvar í janúar hef ég aðeins komist hálfa leið til vinnu vegna hans. Tvisvar bilaði hann og daginn eftir að hann kom úr seinni viðgerðinni lá mér svo hrikalega á að komast í vinnuna að ég þrusaði honum á gangstéttarkant og sprengdi dekkið í tætlur. Elsku strákalingarnir mínir voru með og þurftu að hoppa með mér út úr bílnum og upp í næsta strætó með skólatöskur á bakinu og ég með veskið mitt, tölvuna og fullt fangið af möppum.... skemmtileg byrjun á ísköldum og dimmum janúarmorgni Whistling Fyrir utan þetta eru alls kyns leiðinda pestir búnar að dynja á fjölskyldunni með tilheyrandi óþægindum. Það er því eins gott að janúar sé liðinn og febrúar þjóti sem hraðast áfram svo að skemmtilegu mánuðirnir geti farið að gleðja okkur með blóm í haga og sól í hjarta Halounhappy

Vetrarfríið í Skæring Skole hófst í dag og eru strákarnir því komnir í hvorki meira né minna en níu daga frí. Við Hilmar erum bara komin í helgarfrí og þurfum að vinna alla næstu viku meðan guttarnir njóta þess að sofa út og chilla Sideways Þetta er búin að vera skemmtileg og öðruvísi vika í skólanum hjá þeim. Bekkurinn hans Eyþórs Atla var til dæmis að horfa á "The Never Ending Story" í gær og Hilmar bakaði köku fyrir þau til að hafa með myndinni sem vakti mikla lukku. Í dag var svo körfuboltadagur hjá öllum fjórðu og fimmtu bekkjunum og liðið hans Eyþórs Atla sem hét því frumlega nafni "Grófu moldvörpurnar" vann mótið og verðlaunin voru gjafakort í salatbarinn í skólamötuneytinu W00t

Bekkurinn hans Vals Snæs er búinn að vera að undirbúa stóra leiksýningu af Kardemommubænum í heilan mánuð og við mættum svo öll á frumsýninguna í gær. Þau gerðu sjálf alla leikmyndina og búningana og léku og sungu lögin af mikilli innlifun. Valur Snær lék Jónatan og stóð sig svo svakalega vel að mamman fékk tár í augun af stolti Heart

Framundan er langþráð helgarfrí með góðri afslöppun eftir erfiða vinnuviku. Ég er búin að pína mig fárveika í gegnum alla vikuna með höfuðið stútfullt af kvefi og vanlíðan þar sem ég hef haldið mér gangandi á verkjatöflum, nefspreyi og hundruðum tebolla. Gerði svo heiðarlega tilraun til að meika yfir rautt nef og bólgin augu.... sem tókst nokkurn veginn þegar ég var búin að smyrja fimm lögum á andlitið á mér. Gat samt ekki stoppað tárin sem trilluðu reglulega niður kinnarnar á mér og gerðu skemmtilegt mynstur í meikið Errm

Eigið góða helgi elskurnar... það ætla ég sko að gera Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt að fá blogg frá þér vínkona loksins. Þetta er greinilega búið að vera rosalegur janúarmánuður hjá ykkur púfff ég var bara þreytt á að lesa hihi. En vonandi er allt að lagast. OH Vetrarafrí en gaman verst að þið getið ekki bara tekið ykkur frí líka en það kemur kannski bara í sumar.

Hugsum mikið til ykkar og vá hvað mig langar í heimsókn........ en það hlýtur að styttast í það!!!

kær kveðja til ykkar allra

Brynja.

Brynja (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 13:05

2 identicon

ææ ekki góður mánuður hjá ykkur! Gott að honum er lokið...núna virtir alltaf meira og meira og áður en við vitum af verður sumarið komið!

knús anna kristín og co

Anna Kristín (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:38

3 identicon

Þetta er nú meira ástandið usssuusss en núna er kominn febrúar, sólin skín og fuglarnir farnir að syngja svo við skulum vona að bílinn fari að sýna sínar björtu hliðar líka

Líst vel á hitting heima hjá þér eftir næstu viku, hlakka mikið mikið til.

Verðum í bandi,

Bestu kveðjur frá litlu fjöllunni í Risskov

Ásta Björk (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:46

4 identicon

Ekkert smá sætt og flott hvað Valur Snær hefur náð í innstu strengi móður sinna. Ég fæ tár fyrir þína hönd enda veit maður hvað maður fyllist stollti þegar börnum manns gegnur vel  En hmm bíldru....., þið ættuð bara kaupa okkar, hann er til sölu  En ég er alveg sammála þér janúarmánuður var hreint hell..... og fegin að hann er búin og nú bíð ég bara eftir mars, svo apríl og loks MAÍ  knús á ykkur sæta fólk og heyrumst og sjáumst sem fyrst..... fallega fólkið í Grindó

Telma (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 10:44

5 identicon

ææii en skelfilegt,En það er þó eitt jákvætt, þið fáið gott sumar, annað en þeir sem búa á Fróni - aldrei öruggt með gott sumar h eheee. Ég sendi ykkur sólargeisla og yl með næsta flugi. Þið megið vera stolt af strákunum ykkar. gaman hvað þeir eru virkir í skólanum. Mér líst samt ekki á myndina af þér, en þessi græni litur fer þér nú bara vel- algjört krútt.

Asta i San Diego (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 18:58

6 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Sæl og blessuð frænka mín!

Þetta voru frekar leiðinlegar fréttir af ykkur í Danaveldi. En veist þú hvað? Núna er leiðin bara UPP

Ég bíð bara eftir vorinu! Snjórinn farinn og það er farið að hitna!

Hér er rosalega mikill snjór Tómasi finnst þetta alveg æðislegt Hann er á skíðum alla daga, býr til snjóhús og rennur sér niður allar brekkurnar hjá okkur. Það er erfitt að fá hann inn á kvöldin Já þetta er sko fjör!

Vonandi fer þetta að lagast hjá ykkur! Og svo heyrist mér að það gangi alveg mjög vel með prinsana þína

Gangi ykkur vel! Bið að heilsa strákunum þínum!

Knús frá Norge

Hafdís Gunnarsdóttir, 23.2.2009 kl. 20:12

7 identicon

Hæ elskuleg... Það er mikið að ég kem mér í að lesa og kvitta hjá þér... Leiðinlegt að heyra með veikindin í kotinu... farðu nú varlega með þig dúlla og hafðu það sem huggulegast um helgina... Gaman hins vegar að lesa um litlu fallegu fraendur mína... allt í gangi bara og drengirnir að standa sig vel í því sem þeir taka sér fyrir hendur... og ekki von á öðru svosem...

 Risaknús og endalaus hrúga af kaerleik...

 Rósin þín...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband