20.1.2009 | 14:10
Dimmur Janúar
Þá eru þrjár vikur liðnar af árinu 2009. Danmörk hefur verið dimm, köld, blaut og þokukennd það sem af er árinu en við erum þó farin að merkja að dagsbirtan nær að yfirgnæfa myrkrið pínulítið lengur en fyrir mánuði síðan. Okkur er nú þegar farið að hlakka til vorsins og að fá sólskin og yl inn í líf okkar aftur
Strákarnir hafa verið duglegir í skólanum og mæta á sínar æfingar í fótbolta og skátum og þó þeir séu nýbúnir í jólafríi eru þeir farnir að telja niður dagana fram að vetrarfríi.... sem er nú bara eftir tvær og hálfa viku! Ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram
Við Hilmar keyptum okkur árskort í líkamsræktarstöðinni hér í Løgten og erum að komast á gott skrið þar. Stefnan er að koma sér í gott form fyrir sumarfrí svo við þurfum nú ekki að fara of mikið hjá okkur þegar við mætum á ströndina í sumar Við höfum aðallega verið í tækjunum og gær fór ég í fyrsta skipti í svona hóptíma. Það heitir Bodytoning og ég var með 10 kílóa lóð á öxlunum í heilan klukkutíma meðan ég gerði alls kyns brjálaðar æfingar.... enda get ég ekki hreyft mig í dag fyrir harðsperrum Það er eins gott að ég sjái einhvern árangur eftir allar þessar kvalir!
Annars hefur bara verið frekar rólegt í kringum okkur litlu fjölskylduna. Helgarnar höfum við notað í heimsóknir og verið í afslöppun þess á milli. Strákarnir hafa verið aðeins virkari en foreldrarnir og verið í bekkjarafmælum, matarklúbbum og næturgistingum hjá vinum. Við skruppum líka eitt föstudagskvöldið í tveggja tíma bíltúr til Flensborgar og fengum okkur Subway.... mmmm, það var sko ljúfengt
Á sunnudaginn verður svo nóg að gera hjá okkur. Valur Snær er að fara í Leiklandið í Brabrand með bekknum sínum allan daginn og Eyþór Atli er að fara að keppa á fótboltamóti. Við Hilmar verðum því að skipta liði og draga um það hvort okkar fær að leika sér og hvort okkar fær að horfa á fótbolta
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úfff úffff passaðu þig nú aðeins....fara bara rólega af stað kapp er best með forsjá, veit þetta er hægara sagt enn gert....þar sem ég er fædd með sömu ósköpum og þú,, að vera Bakkaselló,, að þurfa taka allt með trompi frá fyrsta degi en góða skemmtun um helgina og takk fyrir góða heimsókn síðustu helgi....hlakka til að fá ykkur á pallinn hjá mér með hækkandi sól ....
knúsi knús
Frænka Bakkaselló
Kolla frænka (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:29
hæ elskurnar, vá nóg að gera hjá ykkur. úff farðu varlega í ræktinni..hehe ég hef fengið svona harðsperrur úff það var hrikalegt vont að standa upp og vont að setjast.. hehe og ég var að vinna á skrifstofu þá og það var bara hræðilegt að þurfa á klósettið hehe :) en þetta lagast. Ji það verður æði að sjá myndir af ykkur í sumar....þið verðið alveg gordjöss
góða skemmtun um helgina knús knús Anna Kristín og co
Anna Kristín (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.