1.1.2009 | 13:32
Gleðilega hátíð
Hér í Løgten erum við búin að eiga yndisleg jól og áramót. Á aðfangadag vorum við bara fjögur og ég held það sé bara í fyrsta skipti sem við erum ekki með neinum öðrum á aðfangadagskvöld. Það var bara mjög notalegt og maturinn tókst rosa vel. Allir fengu svo góðar gjafir og skemmtu sér vel við að opna þær fram eftir kvöldi
Eftir það erum við búin að fara í alls kyns kaffi og matarboð og auðvitað halda nokkur sjálf líka
Maturinn alls staðar hefur verið þvílíkt góður og félagsskapurinn ekki síðri og í nokkur skipti hefur verið spilað Scrabble og Trivial langt fram á nótt. Á Gamlárskvöld vorum við upp í Hinnerup hjá Guðlaugu og Sissa, ásamt Hrönn og Kidda, og var kvöldið frábært. Allt rosa flott skreytt og maturinn geggjaður, horfðum svo á fréttaannál og Skaupið í beinni á netinu. Algjör snilld þessi tækni í dag. Svo var að sjálfsögðu farið út og gamla árinu skotið langt út í geim.
Við óskum ykkur öllum gleðilegs árs 2009, fullu af spennandi ævintýrum, ást, gleði og hamingju
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ
Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár strumpa mín takk fyrir jólakortið ég sendi ekki út kort frekar en fyrri jól
þannig þetta verður að duga sem jólakveðja til ykkar allra kossar og knús Helga Jó
Helga jóhanns (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 11:09
Hæ elskurnar mínar og gleðilegt nýtt ár. Vona að árið 2009 færi ykkur gleði og gæfu.
Knús og kossar frá mér og Thelmu
Sigrún Gumm (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:20
Gleðilegt ár frænka góð og megi það vera þér og þínum til gæfu
Dísa Dóra, 2.1.2009 kl. 15:27
Gleðileg jól og nýtt ár sömuleiðis ;)
Við fengum ekkert kort frá ykkur í ár, það hlýtur að hafa týnst í póstinum eða eitthvað en ég sá bara hjá m/p, flottur annáll! Samt skrítið að fá ekki kort frá Eydísi frænku, held að við höfum sent hvor annarri kort bara síðan ég man eftir mér! :)
Anna Sig., 2.1.2009 kl. 18:51
Gleðilegt nýtt ár snúllan mín!!
Sé að það hefur verið svaka stuð hjá ykkur eins og okkur
knús á liðið kveðja úr Grindó
Telma (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 21:45
Gleðilegt nýtt ár dúllurnar mínar og takk fyrir skemmtilegt ár 2008:) Takk fyrir jólakortið gaman að fá svona léttan annál fyrir árið 2008. Sé að þið hafið haft það gott og notalegt yfir hátíðirnar eins og við hér í Litla Koti, slappað af, borðað mikið mikið, hámað í ykkur nammi og svo framvegis...bara akkurat eins og það á að vera er þaggi ?
En nú er komið árið 2009 og ég held það sé þá bara orðið tímabært að fara að hittast, ég var einmitt að nefna það við Guðlaugu í gær hvort væri ekki komin tími á að við skísurnar hittumst og skellum okkur saman á kaffihús eða bara e-ð ...
Þanga til næst....
Ásta Björk (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 10:03
Hæ elskurnar! Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla! Ég segi það sama og Anna, við fengum ekkert jólakort í ár frá ykkur? Þess er saknað mikið. Vonandi hefur pósturinn í DK ekki stungið því undir stól, he he he.
Linda Björk (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 15:33
Þetta er alveg glatað ef jólakortin hafa glatast á leiðinni til klakans... úff, Anna mín og Linda... kannski ég verði bara að prófa að senda ykkur aftur!
Eydís Hauksdóttir, 6.1.2009 kl. 16:50
Sæl Eydís mín!
Og gleðilegt árið! Það er gott að heyra að þið hafið haft það gott um jólin. Við fengum þetta flotta jólakort frá ykkur svo að pósturinn kemst til Noregs
Kannski að það verði tími til í ár að heimsækja ykkur, það er tími til kominn að við sjáum hvernig þið hafið það! Nema að þið séuð á leið til Noregs? Þið eruð hjartanlega velkomin til okkar
Gunnar og Tómas biðja að heilsa ykkur!
Farðu nú vel með þig! Bið að heilsa strákunum þínum!
Knús frá frænku þinni í Norge
Hafdís Gunnarsdóttir, 10.1.2009 kl. 22:48
Betra seint en aldrei að setja komment :) við fengum þetta fína jólakort frá ykkur...svo pósturinn rataði allavega í Mosó.
Gleðilegt ár til ykkar frá okkur
hafið það gott elsku vinir
knús á línuna Anna Kristín og co
Anna Kristín og co (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.