Aðventa

Tíminn rýkur áfram og það eru bara skollin á enn ein jólin eftir 9 daga W00t Við Hilmar erum algjör jólabörn og elskum aðventuna. Heimilið var skreytt fyrstu helgina í aðventu og við erum búin að jólast með ýmsu móti síðan þá. Við erum bæði búin að fara á jólahlaðborð og jólaskemmtun með vinnufélögum okkar og strákarnir eru búnir að vera í alls kyns jólastússi í skólanum sínum.

Danska fjölskyldan var með jólahlaðborð heima hjá okkur aðra helgina í aðventu og það tókst rosa vel. Allir komu með einhvern jólarétt og svo átum við á okkur gat... alls 14 manns Smile Við erum líka búin að fara í barnaafmæli síðustu þrjár helgar hjá hinum ýmsu afmælisbörnunum og það er alltaf voða notalegt að fá kaffi og kökur og spjalla um allt milli himins og jarðar.... þó krepputal sé því miður ennþá efst á baugi í flestum umræðum FootinMouth Fyrstu helgina í aðventu fórum við í 9 ára afmæli til Sindra í Hinnerup, aðra aðventuhelgi átti Patrekur í Hornslet 3 ára afmæli og þriðju helgina í aðventu fórum við í 11 og 12 ára afmælisveislu til Köru Mistar og Péturs í Grenå. Og til að klára þessi aðventuafmæli verður sæti eiginmaðurinn minn 38 ára gamall á laugardaginn InLove

stúfurÍ síðustu viku kláruðum við að versla allar jólagjafir sem við þurftum að senda frá okkur og komum svo öllu saman í póst á föstudaginn. Nú krossum við bara fingurna og vonum að allir pakkar komist til skila fyrir jól Undecided Við vorum nefnilega tveim dögum á eftir áætlun á pósthúsinu og pósturinn vildi ekki alveg ábyrgjast að þetta bærist í tíma. Á Þorláksmessu er svo stefnan að versla jólagjafir fyrir strákalingana okkar og þeir eru búnir að vera svaka duglegir að skrifa óskalista í tonnatali... Í gær jóluðumst við svo ennþá meira og fórum upp í Hinnerup og bökuðum piparkökur með glassúr. Það tókst mjög vel og það voru meira að segja bakaðar nokkrar vindmyllur í leiðinni Smile

Það hefur verið mun auðveldara en venjulega að vekja strákana síðustu daga eftir að íslensku jólasveinarnir lögðu af stað til byggða. Valur Snær er sérstaklega spenntur og vaknar um miðjar nætur til að kíkja í skóinn.... sem er reyndar ekki hans eiginn því hann setti skóinn hans Hilmars í gluggann svo það væri meira pláss. Hann setti líka skó út í gluggann fyrir köttinn svo hann fengi nú örugglega eitthvað gott líka. Það er því frekar annasamt hjá jólasveinunum í ár Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff sendið okkur slatta af jólafílingnum takk haha nibb segji svona. Held við séum með hugann allan í dk  EN hafið það sem allra best kveðja úr Grindó

Telma (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 00:05

2 identicon

Gaman að lesa hvað þið eruð dugleg í jólaundirbúningi, sendi ykkur jólaknús kveðjur

Helga

Helga Eym (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 10:31

3 Smámynd: Dísa Dóra

Svona á aðventan að vera. 

Til hamingju með karlinn frænka góð

Strákarnir góðir að setja út skó fyrir kisu líka haha

Dísa Dóra, 20.12.2008 kl. 08:24

4 identicon

Til hamingju með eiginmanninn  Njótið þið dagsins rosalega vel og heyrumst sem fyrst. Kveðja grindjánarnir

Telma (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband