7.11.2008 | 09:16
Afmælisstrákur
Þá er komið að þriðja afmælinu hérna í Vosnæsparken. Stóri sæti sykurmolinn okkar sem var einu sinni svo pínulítill... er 11 ára í dag Hann er búinn að bíða svo lengi eftir þessu, telja niður dagana og vera svo spenntur. Við vöktum hann með afmælissöngnum klukkan sex í morgun.... ég veit, ég veit, það er mjög ókristilegur tími.... en svona er þetta bara ef það á að opna pakkana áður en pabbinn leggur af stað í vinnuna klukkan hálf sjö. Hann var búinn að mæna í tvær vikur á pakkana frá Íslandi svo það var geggjað að fá loksins að opna þá
Hann var hæstánægður með gjafirnar og fór í spánýjum afmælisfötum í skólann með 30 "flødeboller" fyrir bekkinn sinn og kennarana. Svo er planið í dag að sækja hann í skólann klukkan hálf tvö, ná svo í Hilmar í vinnuna og mæta svo á opið hús hjá Suzlon klukkan tvö. Það verður rosa veisla hér í tilefni af flutningnum í nýja húsið, borgarstjórinn í Árósum mætir á svæðið og allir verða hér með fjölskyldunar sínar
Valur Snær verður í matarklúbb með fimm bekkjarsystkinum sínum á meðan og í kvöld fer svo öll fjölskyldan á frumsýninguna á nýju James Bond myndinni. Það var einlæg ósk afmælisbarnsins sem kallar sjálfan sig í daglegu tali "den lækreste 007"
Til hamingju með afmælið elsku besti strákurinn okkar
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið elsku Stóri flottasti Töffari slærð James Bond allavega pottþétt út Vona að dagurinn verði þér góður og skemmtu þér vel að á frumsýningunni
Knúskveðja frá öllum hér
Kolla frænka og co
Kolla frænka (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:37
Til hamingju með daginn Eyþór Atli! Hafðu það mega gott í dag. Góða skemmtun á Bond myndinni.
Kveðja frá frónni, Linda, Gunnar, Kristján Andri, Hákon Daði og Sunna María.
Linda Bjökr (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:01
Til hamingju með stóra strákinn á heimilinu orðin 11 ára vá!!
Hafið það sem allra best og góða skemmtun á 007 það verður örugglega mikið stuð hjá ykkur eins og alltaf.
Saknaðarkveðjur af klakanum
Brynja og co.
Brynja og co (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 15:47
Til lukku með daginn Eyþór. Vonandi skemmtið þið ykkur öll vel á 007.
Kveðja fra Hinnerup
Guðlaug (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 20:20
Hæhæ og til hamingju með stóra strákinn ekkert smá flott að eiga afmæli 7. nóvember Njótið 007 í kvöld með poppi og kók
Takk kærlega fyrir afmæliskveðjurnar í dag Eydís mín og takk fyrir síðast ég vona að þú sért búin að vera humm humm-andi í allan dag eins og ég hihihi
Heyrumst, Ásta Björk
Ásta Björk (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 22:23
Enn og aftur klikkar kella litla á afmæliskvittinu... En til hamingju með stóra púkann ykkar... Hann fékk fésbókarafmæliskort frá frænkunni á deginum merka en endilega knúsa kappann... og þá báða... frá Sigurrós frænku...
Love you lots þanna ofurtúttufjölskylda...
Rósin...
Sigurrós litla frænka (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:26
Sæl Eydís.
Ég rakst á bloggið þitt þegar ég var að "gúggla" Lögten (með dönsku ö-i). Þar sem við erum að spekúlera að flytjast til Árósa og þá í eitthvað lítið samfélag fyrir utan Árósa og fundum fínt húsnæði í Lögten var ég að spá hvort ég mætti senda þér smá spurningar á emaili hvað varðar staðinn og fleira? Sá einnig að þú varst í HR og fórst svo í háskólann í Árósum, ég er nefnilega í sömu stöðu, er í HR og langar að fara út í þennan skóla.
Ef þú ert til í að svara mér viltu þá senda á mig einn póst á iris05@ru.is
Er þú hefur ekki tíma eða vilt það ekki þá er það minnsta mál! Vildi bara athuga fyrst ég fann þig hér á blogginu.
kv. Íris E.
Íris Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:24
Til lukku með afmælisstrákinn. Flottur afmælisdagur
Nú eigum við báðar flotta stráka sem eiga afmæli 7. nóv
Dísa Dóra, 12.11.2008 kl. 14:38
vá til lukku með stóra strákinn ykkar er alltaf svo fljót að koma með afmæliskveðjurnar til ykkar, en skal muna eftir þessum eftir 36 daga kveðja úr landinu góða
Telma (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 21:27
Hæhæ flott nýja lúkkið á síðunni hehe :)
kossar og knús til ykkar :)
Alda frænka (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.