Afmælisstrákur

Þá er komið að þriðja afmælinu hérna í Vosnæsparken. Stóri sæti sykurmolinn okkar sem var einu sinni svo pínulítill... er 11 ára í dag Wizard Hann er búinn að bíða svo lengi eftir þessu, telja niður dagana og vera svo spenntur. Við vöktum hann með afmælissöngnum klukkan sex í morgun.... ég veit, ég veit, það er mjög ókristilegur tími.... en svona er þetta bara ef það á að opna pakkana áður en pabbinn leggur af stað í vinnuna klukkan hálf sjö. Hann var búinn að mæna í tvær vikur á pakkana frá Íslandi svo það var geggjað að fá loksins að opna þá W00t

Mega kúlHann var hæstánægður með gjafirnar og fór í spánýjum afmælisfötum í skólann með 30 "flødeboller" fyrir bekkinn sinn og kennarana. Svo er planið í dag að sækja hann í skólann klukkan hálf tvö, ná svo í Hilmar í vinnuna og mæta svo á opið hús hjá Suzlon klukkan tvö. Það verður rosa veisla hér í tilefni af flutningnum í nýja húsið, borgarstjórinn í Árósum mætir á svæðið og allir verða hér með fjölskyldunar sínar Smile

Valur Snær verður í matarklúbb með fimm bekkjarsystkinum sínum á meðan og í kvöld fer svo öll fjölskyldan á frumsýninguna á nýju James Bond myndinni. Það var einlæg ósk afmælisbarnsins sem kallar sjálfan sig í daglegu tali "den lækreste 007" Whistling

Til hamingju með afmælið elsku besti strákurinn okkar Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið elsku Stóri flottasti Töffari  slærð James Bond allavega pottþétt út  Vona að dagurinn verði þér góður  og skemmtu þér vel að á frumsýningunni  

Knúskveðja frá öllum hér

Kolla frænka og co

Kolla frænka (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:37

2 identicon

Til hamingju með daginn Eyþór Atli! Hafðu það mega gott í dag. Góða skemmtun á Bond myndinni.

Kveðja frá frónni, Linda, Gunnar, Kristján Andri, Hákon Daði og Sunna María.

Linda Bjökr (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:01

3 identicon

Til hamingju  með stóra strákinn á heimilinu orðin 11 ára vá!!

Hafið það sem allra best og góða skemmtun á 007 það verður örugglega mikið stuð hjá ykkur eins og alltaf.

Saknaðarkveðjur af klakanum

Brynja og co.

Brynja og co (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 15:47

4 identicon

Til lukku með daginn Eyþór.  Vonandi skemmtið þið ykkur öll vel á 007.

Kveðja fra Hinnerup

Guðlaug (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 20:20

5 identicon

Hæhæ og til hamingju með stóra strákinn ekkert smá flott að eiga afmæli 7. nóvember Njótið 007 í kvöld með poppi og kók

Takk kærlega fyrir afmæliskveðjurnar í dag Eydís mín og takk fyrir síðast ég vona að þú sért búin að vera humm humm-andi í allan dag eins og ég hihihi

Heyrumst, Ásta Björk

Ásta Björk (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 22:23

6 identicon

Enn og aftur klikkar kella litla á afmæliskvittinu... En til hamingju með stóra púkann ykkar... Hann fékk fésbókarafmæliskort frá frænkunni á deginum merka en endilega knúsa kappann... og þá báða... frá Sigurrós frænku...

Love you lots þanna ofurtúttufjölskylda...

Rósin...

Sigurrós litla frænka (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:26

7 identicon

Sæl Eydís.

Ég rakst á bloggið þitt þegar ég var að "gúggla" Lögten (með dönsku ö-i). Þar sem við erum að spekúlera að flytjast til Árósa og þá í eitthvað lítið samfélag fyrir utan Árósa og fundum fínt húsnæði í Lögten var ég að spá hvort ég mætti senda þér smá spurningar á emaili hvað varðar staðinn og fleira? Sá einnig að þú varst í HR og fórst svo í háskólann í Árósum, ég er nefnilega í sömu stöðu, er í HR og langar að fara út í þennan skóla.

Ef þú ert til í að svara mér viltu þá senda á mig einn póst á iris05@ru.is
Er þú hefur ekki tíma eða vilt það ekki þá er það minnsta mál! Vildi bara athuga fyrst ég fann þig hér á blogginu.

kv. Íris E.

Íris Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:24

8 Smámynd: Dísa Dóra

Til lukku með afmælisstrákinn.  Flottur afmælisdagur

Nú eigum við báðar flotta stráka sem eiga afmæli 7. nóv

Dísa Dóra, 12.11.2008 kl. 14:38

9 identicon

vá til lukku með stóra strákinn ykkar  er alltaf svo fljót að koma með afmæliskveðjurnar til ykkar, en skal muna eftir þessum eftir 36 daga  kveðja úr landinu góða

Telma (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 21:27

10 identicon

Hæhæ flott nýja lúkkið á síðunni hehe :)

kossar og knús til ykkar :)

Alda frænka (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband