28.10.2008 | 23:10
The Birthday Girl
Þá er komið að því.... það er skollið á mig eitt ár í viðbót
Hlakka ekkert smá til að eiga afmælisdag. Veit ekkert af hverju en ég hlakka bara eitthvað svo til
Nú er ég orðin 35 ára og er bara stolt af því! Mér finnst þetta bara flottur aldur og ætla að segja öllum sem ég hitti næsta sólarhringinn að ég eigi afmæli
Úff, ég verð ekkert smá óþolandi, híhíhí.
Ég er búin að fá senda tvo pakka frá Íslandi í fagur fjólubláum pappír sem ég er búin að mæna á í tvo daga og get varla beðið eftir að rífa utan af þeim. Mamma sagði að ég ætti að hugsa um norðurljósin þegar ég opna pakkann frá henni, hmmm.... spennandi
Hilmar var að enda við að panta fyrir mig á netinu geggjaða Cintamani lopapeysu með hettu sem ég hlakka svakalega til að fá. Hef aldrei áður átt svona svala lúxus peysu og bara gaman að geta fengið eina svoleiðis núna á einkar hagstæðu gengi
Á laugardagskvöldið verð ég svo með skvísumatarboð fyrir nokkrar af mínum yndislegu vinkonum hér í Danmörku. Það verður svaka gaman og ég þarf að fara að leggjast yfir uppskriftarbækurnar mínar og finna eitthvað girnilegt, jammí
Í kvöld ætla ég að njóta þess að fara út að borða með Hilmari og sætu strákunum mínum og ég vona að þið eigið öll frábæran dag.... eins og ég ætla að eiga
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn elsku dúllan min
. Ég slæ á þráðinn til þín í dag.
Du må have en rigtig god fødselsdag min kære veninde
Guðlaug (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:08
Innilega til hamingju með afmælið elskan! Láttu strákana stjana við þig í dag. Kveðja, Linda og co
Linda vinkona (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:29
Hún á afmæli í dag..... hún á afmæli hún Eydís hún á afmæli í dag... vúúhúú......
Til lukku með daginn elsku dúllan mín. Hafðu það obbolega gott og kósý og láttu dekra við þig
Hlakka til að hitta ykkur á laugardaginn
Afmæliskveðjur frá Risskov
Ásta Björk (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:01
Hæ svís og til hamingju með 35 ára afmælið.
Njóttu dagsins sem allra best.
Knús og kossar
Sigrún Gumm
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:34
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Eydís litla, hún á afmæli í dag

húrra, húrra, húúrrrraaaaaaaaaaaaa
Til hamingju með afmælið elsku litla fallega frænka
Hlakka til að sjá þig og knúsa á laugardaginn
Afmælisknús
Kolla, Jonni, Ævar, Pétur og Kara Mist
Kolla frænka (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 16:48
Til hamingju með afmælið þó seint sé
Dísa Dóra, 30.10.2008 kl. 16:17
Díses... litla frænka ekkert að standa sig í afmæliskvittinu þó að ég friði samviskuna með kvittinu á fésbókinni...
...
En til hamingju með (gær)daginn þinn elsku fallega frænka mín...
And many mooooooore...
35 er skínandi tala og enn betri aldur...
Ég er að verða 26 og finnst það öllu verra en við ræðum það síðar...
Ást, knús og kærleikur og knús á sætu strákana þína...
Rósin...
Sigurrós litla frænka (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:44
Elsku elsku elsku Eydís,
Ég fæ bara tár í augun að lesa þessa yndislega færslu oh hvað mig langar til að koma í ammæli oh oh oh. Tala nú ekki um veitingarnar ég veit að það verður bara gott og ógó gaman.
Bara enn og aftur innilega til hamingju með afmælið og við hugsum alltaf til ykkar.
Kær kveðja Brynja, Elli, Brynjar Már, María Rún og Máni Berg.
Brynja (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:46
Til lukku með afmælið þitt skvísa... Knús á ykkur. Fólkið á frónni
Telma (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.