Flutningsundirbúningur og Lundúnaferð

Í Stuðstrumpalandi er allt á fullu í flutningsundirbúningi; kassar á víð og dreif, ryksugur og tuskur hér og þar, allar óhreinatauskörfur fullar af óhreinum þvotti og svartir ruslapokar renna í runum út á sorpstöðvarnar. Mitt í öllum þessum látum er komið gat á vatnstankinn í bílnum svo við þurfum að aka um með bílinn fullan af vatnsflöskum til að fylla á tankinn í vegköntum í hverri bílferð sem við förum í. Enginn tími fyrir verkstæði strax... en þó búið að panta nýjan vatnskassa sem er staddur einhvers staðar í loftinu á leið til Danmerkur.

Í dag sást í fyrsta sinn í margar vikur til skýja og það skvettust meira að segja örfáir dropar úr þeim líka. Gróðurinn varð voða glaður, enda öll tún orðin ískyggilega gulbrún á litinn og grasið molnar á milli fingranna á manni ef maður snertir það. Sólin er búin að grilla okkur gjörsamlega með tilheyrandi hita, svita og misjafnlega brenndri húð og það besta í heimi er að baða sig í 20 gráðu heitum sjónum hér niður á strönd... enda hafa synirnir gjörsamlega búið þar upp á síðkastið.

London ferðin var æðisleg og við stöllurnar skemmtum okkur konunglega á Oxford Street, KFC, Covent Garden, Planet Hollywood og í neðanjarðarkerfi Lundúnaborgar þar sem við lentum í ótrúlegustu ævintýrum. Það er óhætt að segja að London sé stútfull af fólki... gjörsamlega alls staðar og á öllum tímum sólarhrings. Við gistum líka á hóteli sem var svo þröngt og rammskakkt að maður varð sjóveikur í stigaganginum og ég fékk sterklega á tilfinninguna að ég væri stödd í gistihúsinu í Skástræti í Harry Potter bókunum.

Þegar við fórum í neðarjarðarkerfið vorum við svo sniðugar að taka bara stigann niður en ekki lyfturnar eins og allt hitt fólkið gerði.... en gerðum okkur ekki alveg grein fyrir að stigarnir liggja endalaust langt niður í jörðina og virðast engan enda ætla að taka svo við vorum farnar að búast við því að mæta einhverjum með horn og hala þarna undir lokin... Svo þegar lestardyrnar opnast fyrir framan mann, þá eru lestarnar fullar út úr dyrum og enginn fer út en allir fara inn... og þá gildir bara frumskógarlögmálið: Survival of the fittest. Það er ekkert sérlega auðvelt að troða sér inn í stútfulla lest með tvær ferðatöskur í fanginu... nema þegar Brynja er síðust í röðinni og tekur bara tilhlaup og notar töskuna sína sem skjöld. Þá treðst rétta fólkið inn og hinir sem eru fyrir detta bara út.

Þessi ferð var sem sagt í stuttu máli ógleymanleg og ég vil bara segja takk við ykkur kæru vinkonur fyrir frábæra ferð :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Sæta mín

Ekki alveg nógu gott að vera með lekan bíl þegar svona margt og mikið er í gangi, en svona stuðstrumpar eins og þið látið það auðvitað ekkert trufla ykkur, fyllið bara á flöskur og brunið af stað  þið eruð æði. Annars á loksins að fara rigna um helgina, spurning að leggja rennu í vatnskassann og losna við flöskurnar  Verið endilega í sambandi með fluttningana og vonandi hittist vel á hjá okkur, alltsvo ekki útskriftarhelgi. Jonni er að fara í atvinnuviðtal í dag kl.11 og ég í enskuprófið kl.13. Gaman að Londonferðin var svona velheppnuð, og vonandi eigum við fyrirliggjandi frænkuferð í haust  heyrumst fljótt. Kveðja á hina strumpana.

 Kolla frænka 

Kolla frænka (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 06:23

2 identicon

Já þetta var nú bara snilldin ein hihihihihihi, og maður mun lifa lengi á Londonferðinni. Oh það var svo gaman og takk fyrir ógleymanlega ferð elsku Eydís.

Vá flutningar á næsta leyti alltof stutt í þá verð nú að segja það en við hittumst nú um helgina og tökum púlsinn á þetta.

kær kveðja

Brynja.

Brynja (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 07:38

3 identicon

hellú elsku vinir

vá..alltaf þarf bíllinn að klikka á versta tíma..sé ykkur alveg fyrir mér með vatnsbrúsana...! En vá hvað ég væri til í að stinga tánum í 20 gráðu heitan sjóinn..mmm hljómar ekkert smá vel.

Gangi ykkur vel að pakka og flytja..hlakka til að sjá myndir af nýja slottinu.

knús á ykkur öll anna kristín

Anna Kristín (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 09:43

4 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Sæl elsku Eydís mín!

Voðalega eru þíð nú óheppin með bílinn!

En vonandi er hægt að nota orðtækið "Fall er fararheit"

Þetta verður svo fínt hjá ykkur allt saman.

Æðislegt að heyra að þú hafðir það fínt í London. Tómas og Gunnar eru nú að fara í strákaferð þangað í júlí. Tómasi hlakkar rosalega til, allt sem hann ætlar að sjá!

Gangi ykkur alveg meiriháttar vel með flutninginn ykkar

Bið voða vel að heilsa strákunum þínum.

Knús gamla frænka í Noregi

Hafdís Gunnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 14:30

5 identicon

Hæ kæra frænka! Loksins að maður kvittar fyrir komu sinni! Það er greinilega nóg að gera hjá ykkur fjölskyldunni og gaman að vera komin í nýtt hús og gott að strákarnir verða í sama skólanum, ég er svakalega ánægð með það:) Hlakka til að hitta þá á ættarmótinu og á eftir að sakna þess að hitta ekki ykkur þar líka, en þið komið bara næst. Héðan er allt gott að frétta, sú stutta stækkar og stækkar og skríður afturábak um alla íbúð og undir allt sem hún kemst, þú kannast við þetta....bestu kveðjur úr Mosó...rignir eins og er:(

Svava frænka (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband