Nýjustu fréttir af Stuðstrumpum

Kominn tími á smá "update" héðan úr Stuðstrumpalandi. Við erum búin að ákveða að staldra aðeins lengur við hér í Danmörkunni góðu... enda ekki hægt annað þegar sólin skín svona skært og fallega hvern einasta dag :-) Höfum því eytt síðustu vikum í húsnæðisleit hér í nágrenninu og erum nú loksins komin með leigusamning í hendurnar sem fer í póst á morgun. Við flytjum í lok júní í splúnkunýtt raðhús í Løgten sem er næsti bær við Studstrup. Þetta er fimm herbergja, 116 fermetra íbúð á tveim hæðum rétt fyrir ofan Gammel Løgten Strand svo við ættum að getað haldið áfram að fá okkur göngutúr niður á strönd :-) Strákarnir geta því haldið áfram í Skæring skóla, okkur og þeim til mikillar ánægju, enda frábær skóli og góðir bekkjarfélagar sem þeir hafa eignast þar.

Næstu fréttir eru þær að ég er að fara til London á þriðjudaginn með elskulegu vinkonunum mínum þeim Ástu, Brynju og Guðlaugu. Við ætlum að fara í svona nördaferð og kíkja í bókabúðir og eitthvað svona menningarlegt og þess á milli að "hygge" okkur á kaffihúsum og svoleiðis. Okkur hlakkar mikið til og þetta verður örugglega ótrúlega næs :-)

Þriðju fréttirnar eru þær að við vorum að enda við að bóka flug fyrir Eyþór Atla og Val Snæ til Íslands þann 2. júlí. Þeir ætla að eyða sumarfríinu sínu að mestu leiti þar í faðmi fjölskyldnanna okkar þar sem foreldrarnir verða svo uppteknir við að vinna í allt sumar :-( Við Hilmar eigum nefnilega eitthvað lítið af frídögum svo við ætlum bara að reyna að taka okkur langar helgar svona við og við ef við skreppum í einhverjar stuttar ferðir. Það verður samt afskaplega skrítið að vera barnlaus í heilan mánuð.

Í gærkvöldi vorum við í Eurovision partýi hjá Brynju og Ella ásamt Ástu og Ívari þar sem við grilluðum og borðuðum saman geggjaðann mat, jammííí. Okkur fannst náttúrulega Júróbandið langbest og töpuðum okkur í sms sendingum til að greiða Íslandi atkvæði... enda skilaði það sér í 12 stigum frá Danmörku til Íslands, tíhíhí ;-)

Sendi risaknús og sólarkveðjur héðan úr Stuðstrumpalandi :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FRÁBÆRT:)

Til hamingju með leigusamninginn :)

kveðja Alda frænka:)

Alda (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 12:14

2 identicon

Frábærar fréttir þetta  til hamingju með nýju íbúðina sem þið þurfið væntanlega að yfirgefa eftir einhvern x tíma. Vona samt að fluttningarnir hjá ykkur hitti ekki á útskriftarhelgina hjá Jonna, bæði svo þið getið komið til okkar og við komið og hjálpað til með fluttningana. Heyrumst fljótlega frænka litla

þín Kolla 

Kolla frænka (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 13:23

3 identicon

þetta átti að vera , væntanlega EKKI ,

Kolla frænka (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 13:25

4 identicon

Flott, það verður skemmtilegt þegar bræðurnir koma. Gott að þið fenguð nýtt húsnæði:)

Viktor Ingi (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 22:58

5 identicon

til lukku með nýja húsnæðið..hlakka til að sjá myndir af herlegheitunum  Skil vel að þið ætlið að vera lengur, bæði ekki gott að koma heim í þetta ástand... svo er ljúft að vera í sólinni.

já vá heill mánuður án barna...það verður skrýtið.. en líka gott fyrir ykkur

Góða skemmtun í London baby. knús í klessu

anna kristín og co

Anna Kristín (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 09:12

6 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með nýtt húsnæði.  Örugglega flott að vera bara áfram í baunalandinu í smá tíma í viðbót.

Dísa Dóra, 26.5.2008 kl. 13:13

7 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Til hamingju með þessa flottu ákvörðun!

Mér líst bara vel á að þið haldið ykkur í Danmörku, enda mjög gott land að búa í.

Kannski að það sé komin tími í það að líta í heimsókn næst þegar okkur dettur til hugar að fara til Danmerkur

Bið að heilsa strákunum þínum

Knús gamla frænka í Norge

Hafdís Gunnarsdóttir, 26.5.2008 kl. 14:28

8 identicon

Alltaf jafn yndislegt að kíkja í heimsón á síðuna og heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur;-) Nú er kannski von að við Bjöllurnar skundum til ykkar í danaveldi, hver veit. Hafið það gott elskurnar og gangi ykkur vel í fluttningnum.

Knús frá okkur í mosó

RG

Rósa G bjalla (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 23:19

9 identicon

Frábært!! Til hamingju með nýja húsnæðið, vona að flutningarnir gangi vel, okkur hlakkar rosa til að hitta strákana, vonandi getum við haft þá eitthvað hjá okkur. Góða skemmtun í London!!  nördinn þinn

Sólarkveðja

Helga

Helga (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband