Með allt á hreinu

Nýjustu fréttir í vatnsmálum hér í Studstrup eru að vatnið er orðið hreint aftur :-) Fengum skilaboð um það í gær að við mættum aftur byrja að drekka og nota vatnið að vild. Vatnsveitan er búin að skipta um vatnstank, dælur, síur og hvað þetta nú heitir allt saman. Búið er að taka dagleg sýni í 10 daga og nú eru allar bakteríur, drulla og eitur horfin úr vatninu... okkur til mikils léttis og gleði.

Veðrið er bara búið að vera truflað síðustu daga, glampandi sól og hitinn hækkar með hverjum deginum sem líður... og því hefur þessi skemmtilegi vatnsskortur verið sérlega truflandi þegar allir eru sólbrenndir, sveittir og þyrstir. Við erum búin að vera í fríi síðustu fjóra daga þar sem Danir tóku sér langa helgi í tilefni af uppstigningardegi og 1. maí og við fjölskyldan erum búin að njóta þess í botn að slappa af og leika okkur saman í sólinni. Strákarnir hafa varla komið inn í hús þar sem þeim finnst svo gaman að leika sér úti í góða veðrinu með hinum krökkunum í götunni. Þau eru búin að vera úti í körfubolta, fótbolta, hjólreiðatúrum, skógarferðum og hafa svo skroppið niður á strönd þess á milli. Á fimmtudaginn fórum við á stóran markað niður við höfn þar sem allt milli himins og jarðar fékkst og þar var líka tívolí og skotbakkar. Þessi markaðsferð endaði með að við komum klifjuð heim af alls kyns dóti, þar á meðal keyptum við þennan líka forláta rugguhest og Valur Snær vann sér inn bangsa sem var næstum stærri en hann sjálfur :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Það sem ég sakna frá Svíþjóð eru jú vinirnir og svo sumarveðrið.  Eða kannski einmitt frekar fallega og góða vorveðrið eins og þú einmitt talar um núna - sumarveðrið var nefnilega oft allt of heitt

Kveðja til þín og þinna

Dísa Dóra, 5.5.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Kolla og Jonni

Hæ hæ sæta mín

Gott að heyra að vatnsmálin eru komin í lag hjá ykkur  já bara frábært veðrið erum öll hér orðin vel útitekin og löt í sólinni. Hlakka til að sjá nýjasta dýrið ykkar ( rugguhestinn ) en þurfum svo eitthvað að fara huga að frænku hittingi með menn og börn, slá upp grillveislu og einhverju skemmtilegu. Heyrumst fljótt.

Knús frá Grenaa

Kolla og Jonni, 6.5.2008 kl. 06:59

3 identicon

ji þvílíka snilldin, gott að sjá að vatnið er orðið hreint!

frábært að eiga svona langa helgi dúllan mín...ji vildi að það væri svona hlýtt..hér heima.. en það kemur trúi ekki öðru ehhe

knús anna kristín

Anna Kristín (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 12:01

4 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Sæ frænka mín!

Gott að heyra að vatnið sé komið í lag hjá ykkur, maður getur nú ekki lifað án vatnsins!!

Við erum líka búin að fá góða veðrið, búin að fá þennan fallega brúna lit. Var nú ekki búin að missa brúna litinn frá í febrúar

En það er yndislegt að það sé orðið hlýtt í veðri. Vonandi helst bara þetta! 

Gangi ykkur rosalega vel!

Knús frá okkur

Hafdís 

Hafdís Gunnarsdóttir, 6.5.2008 kl. 21:21

5 identicon

Mikið er gott að vatnið sé komið í lag hjá ykkur, og sendið okkur nú smá af góða veðrinu  Það er bara endalaust spáð rigningu hér, en það er bara vorið á Íslandi. Annars langaði okkur bara að skella á ykkur kveðju héðan úr Grindó Telma, Ási og allir hinir

Telma (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband