29.4.2008 | 08:43
Má bjóða ykkur rottueitur?
Það skánar ekkert ástandið í vatnsmálunum hér í Studstrup. Vatnið var rannsakað í gær og niðurstaðan var verri en áætlað var fyrir helgi. Arsenið í vatninu er þrefalt yfir leyfilegum mörkum og nú er jafnvel talið að þetta eitur sé búið að vera í vatninu í marga mánuði. Sumir bæjarbúar voru byrjaðir að kvarta yfir þessu við vatnsveituna fyrir löngu síðan en þeir gerðu bara ekkert í málinu fyrr en síðast liðinn föstudag. Arsen er notað til að búa til rottueitur og er mjög skaðlegt og meðal annars getur það verið krabbameinsvaldandi. Eftir niðurstöður rannsóknarinnar í gær var okkur því stranglega bannað að nota vatnið yfir höfuð. Við megum ekki lengur baða okkur né þvo okkur um hendurnar með því. Það var því neyðarástand hér í gær og við Hilmar fórum með strákana í líkamsræktarstöðina í næsta bæ og fengum að fara í sturtu þar svo við færum nú ekki að anga eins og illa lyktandi steinaldarmenn. Eftir sturtuferðina fórum við með tómar plastflöskur í biðröðina við vatnsbílinn sem er staddur hér í bænum og við fengum á tilfinninguna að við værum komin langt aftur í tímann á skömmtunarárin.
Nú veitti ekki af að fá Erin Brockovich í málið....
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki skemmtilegt ástand greinilega. Styður þetta ekki bara það að þið eigið að koma til Íslands
Hitti foreldra þína hjá mínum foreldrum um helgina
Dísa Dóra, 29.4.2008 kl. 09:53
ji en hræðilegt! Ég fæ bara hroll...að hugsa sér að svona geti gerst! vonandi ná þeir að kippa þessu í liðinn sem fyrst sæta mín.
takk fyrir komment á minni síðu. sæta spæta
knús anna kristín
Anna Kristín (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 08:55
Ojbara! Úff, sit hér með ískalt íslenskt vatn og var bara búin að gleyma því að það er nú ekki það sjálfsagðasta í þessu heimi að geta skrúfað frá krananum og drukkið áhyggjulaus. Vonandi lagast þetta fljótt og vel hjá ykkur annars stið ég hugmynd frænku minnar Dísu, um flutning
Anna Ó (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 09:38
Komdu bara heim, litla grjón! Við hljótum að geta fundið vatn fyrir þig hérna.
Óli Jón, 30.4.2008 kl. 10:22
Nei nei þú hefur ekkert heim að gera þetta verður lagað kella:)
Alda (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 20:29
Það eru aldeilis fréttir frá ykkur. Var að lesa aftur í tímann, langt síðan ég hef tekið blogghringinn, skamm skamm:) Vonandi lagast þetta með vatnið fljótt og ég segi bara að þið gerið það sem þið teljið að sé best. Ísland er samt ekkert sérstaklega skemmtilegt þannig séð nú til dags sbr. fasteignaverð og leiguverð..maður rétt vinnur fyrir því að lifa:) En hvað er ég að kvarta, nýbúið að hækka þessi góðu kennaralaun mín! p.s. er komin úr bloggsumarfríi og það eru megafréttir á mínu bloggi:)knús elsku frænka.
Sabbaló (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 11:22
Hvað er að frétta af vatnsmálum í Stuðstrumpalandinu??
JáEydís það fer að koma tími á eldagoðanmatskvisuhittingur
Sólarkveðjur frá okkur í Risskov
Ásta Björk (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 18:16
hæ elsku vinir
hvernig gengur með vatnsmálin í Studstrup?
sakna dej luv anna kristín
Anna Kristín (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.