27.4.2008 | 08:28
Vatnið er eitrað
Úff, síðastliðin vika er ekki beinlínis búin að vera sú besta sem ég hef upplifað. Þegar ég var á leið í vinnu á mánudagsmorgunin var keyrt aftan á bílinn minn þegar ég var á leið yfir umferðarljós. Ég fékk hnykk á hálsinn og eyddi næstu tveim tímunum liggjandi á sjúkrabekk með kraga um hálsinn á slysó. Eftir rannsókn kom í ljós að ég var ekki alvarlega slösuð og var send heim til að hvíla mig. Ég er svo búin að mæta í vinnuna alla vikuna eftir það en hef nú bara versnað dag frá degi. Ég er búin að vera með hausverk, stífan hnakka, verki í baki og öxlum, svima og náladofa í handleggjunum. Ég er búin að vera í sambandi við tryggafélagið mitt og fer í sjúkraþjálfun eftir helgi... vona að það eigi eftir að hjálpa mér.
Á föstudaginn þegar við Hilmar vorum að koma heim úr vinnunni og ókum inn í Studstrup, blasti við okkur stórt skilti sem stóð á: VATNIÐ ER EITRAÐ! Okkur dauðbrá og þegar við ókum fyrir næsta horn sáum við fréttamenn frá TV2 vera að taka viðtöl við bæjarbúa og taka myndir af litla Studstrup. Í póstkassanum okkar var svo bréf frá vatnsveitunni þar sem stóð að það væri búið að uppgötva að það væri járn úr grunnvatninu búið að blandast saman vð vatnið í krönunum hjá okkur og með því fylgdu ýmis önnur efni, þar á með "arsen" sem væri eitrað og mjög heilsuspillandi. Það væri því stranglega bannað að drekka vatnið, tannbursta sig úr því, vaska leirtau úr því, skola salat og aðra matvöru með því og það mætti heldur ekki elda úr því né laga kaffi eða te þar sem þetta eitur hyrfi ekki við suðu. Við megum baða okkur upp úr vatninu... en það er bara ekkert voðalega geðslegt þar sem það er rauðbrúnt á litinn. Það versta er að þeir telja að vatnið sé búið að vera svona mengað í alla vegana þrjár vikur....
Svo nú er bara vatnsbíll staddur í bænum sem við verðum að sækja okkur vatn í á flöskur þangað til það er búið að laga þetta. Nú er verið að rannsaka vatnið á rannsóknarstofu til að vita hvort hætta sé á að þetta sé búið að hafa einhver heilsuspillandi áhrif á bæjarbúa. Landlæknir telur þó sem betur fer að það séu frekar litlar líkur á því.
Svona er sem sagt skrautlegt ástandið í Stuðstrumpalandi þessa dagana.
PS. Við þökkum fyrir góða þátttöku í skoðanakönnunni sem fór fram í athugasemdunum við síðasta blogg... thíhíhí, greinilega mjög skiptar skoðanir á því hvar við eigum að búa og við hlustum á öll frambærileg rök sem þið notið til að styðja ykkar mál :-)
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl elsku Eydís mín!
Ekki var nú gott að heyra hvernig sl. vika var.
Veru nú dugleg að reyna að slappa af, það hjálpar mikið og svo biður þú um kvittanir fyrir öllu + að þú biður um allt skriflegt frá þessum læknum og sjúkraþjálfurum. Ef þú þarft að fara í mál!
Ég veit allt um það!
Fyrir 2 árum var vatnið svona hjá okkur. Við urðum að kaupa allt vatn sjálf, ekkert ókeypis hér. Þetta var svona í ca 2-3 mánuði. Að lokum fengum við skilaboð að við gætum soðið vatnið. Ekki fannst nú okkur það gott, þannig að við keyptum okkur hreinsi könnu og við notum hana ennþá.
En þetta er nú ekki gott og ég vona að þið verðið nú ekki veik af þessu.
Gangið ykkur bara alveg rosalega vel Og þú Eydís ferð nú vel með þig, bara að taka þessu rólega
Skilaðu bestu kveðju til strákana þinna
Kveðja frá mínum strákum!
Knús frá frænku þinni í Noregi
Hafdís Gunnarsdóttir, 27.4.2008 kl. 12:44
Helló við sáum einmitt í fréttunum í gær hvernig vatnið hjá ykkur er núna úffff ekki beint geðslegt!!!Vesen
En vona að þú sért nú að ná þér eftir áreksturinn ææiææiiii
Þetta er nú meira ástandið
En hafið það gott
Knús frá okkur í Risskov
Ásta Björk (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 15:52
Hæ hæ
Vildi bara þakka góða heimsókn í dag, gaman að sitja og spjalla í sólinni þegar hún lét sjá sig mikið glöð að heyra að þið eruð ekkert að fara yfirgefa okkur, á næstu mánuðum allavega
Knús í strandhúsið
Kolla frænka
Kolla frænka (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 19:36
jii en hræðilegt bæði með áreksturinn og eitraða vatnið!
Farðu vel með þig eydís..og ekki pína þig í vinnu!
knús anna kristín
Anna Kristín Scheving (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.