26.3.2008 | 20:48
Ástkær fósturjörð
Við skelltum okkur til Íslands í eina viku í páskafríinu. Lentum í Keflavík seint á pálmasunnudagskvöld og brunuðum beint til Hafnarfjarðar þar sem við gistum fjórar fyrstu næturnar hjá Lindu og Gunnari. Þar vorum við í góðu yfirlæti hjá yndislegum gestgjöfum þó þau hafi kannski ekki séð allt of mikið af okkur þar sem við vorum alltaf á einhverjum flækingi.
Við náðum að gera ótrúlega mikið á stuttum tíma, fórum t.d. í sund í Salalauginni, fengum okkur Subway og KFC, kíktum á miðbæinn og Kringluna og versluðum meira að segja smá þar sem við vorum í bullandi gengishagnaði sem túristar á Íslandi ;-)
Við áttum líka frábærar stundir með fjölskyldum okkar á Íslandi og vorum nánast alltaf með eitthvað af systkinabörnum okkar með okkur hvert sem við fórum og gátum þannig aðeins unnið upp glataðar stundir fyrir okkur og strákana. Stubbarnir nutu þess í botn að vera á Íslandi og gistu næstum því allar næturnar hjá einhverju af systkinum okkar og foreldrum. Við fórum líka í nokkur frábær matarboð hjá vinum okkar þar sem við höfðum um nóg að spjalla fram á nætur. Ég náði líka að fara út að borða með bjöllukrúttunum mínum og HR genginu sem var alveg geggjað.
Á skírdag var svo dagskrá frá morgni til kvölds þar sem Andrea Ósk, Viktor Ingi og Viktor Emil voru fermd. Ég og Valur Snær vorum stödd í Grafarvogskirkju klukkan tvö, á meðan Hilmar og Eyþór Atli voru í Digraneskirkju. Síðan vorum við öll saman í fermingarveislunum, hver á eftir annarri þar sem stórglæsileg fermingarbörnin buðu upp á gómsætar veitingar.
Við fengum því fullt út úr þessari alltof stuttu heimsókn þó það vantaði margar heimsóknir á listann sem verða settar í forgang í næstu Íslandsferð. Við flugum svo heim á Páskadag og skriðum dauðþreytt upp í rúm klukkan tvö um nóttina þegar við vorum loksins komin á leiðarenda. Á annan í páskum hittum við svo dönsku fjölskylduna okkar og borðuðum með þeim páskalambið sem við fluttum með okkur frá Íslandi.
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl litla frænka!
Eitthvað kannast ég við svona ferð! ha,ha. Gjörsamlega bún að vera þegar maður kemur aftur heim, en þetta er gaman!
Flott að þið gátuð upplifað svona mikið í þessari ferð!
Ég gleymdi nú að skrifa við athugasemdina sem þú skrifaðir síðast, hvað hann Eyþór Atli ætlar að verða sem stór. Alveg ótrúlegt að þessir tveir drengir eru fæddir á sama dag! (Tómas og Eyþór Atli).
Því minn ætlað að verða ríkur, busseniss gæji. Ætlar að kaupa fleiri íbúðir og svo leigja öðrum. Svo ætlar hann að kaupa sér limmó, en hann ætlar ekki að keyra hann sjálfur, ætlar að hafa bílstjóra.
Svo má ég bjóða vinkonum mínum í bíltúr, við fáum kampavín og svo getum við fengið að standa upp úr þaklúgunni og öskra og garga! Það hafði hann séð í sjónvarpinu!
Viltu koma með?
Jæja stelpa, læt þetta nægja í bili. Er að fara að leggja mig, enda tími til kominn, á fætur kl. 07.
Bið að heilsa strákunum þínum!
Knús frá vetrarlandinu Noregi!
Frænka Hafdís
Hafdís Gunnarsdóttir, 26.3.2008 kl. 22:55
Man vel eftir þessu heimsóknarfári þegar maður var að koma í heimsókn til landsins fagra. Maginn yfirleitt búinn á því eftir 3 daga því allir vildu jú halda manni stórveislu. En gaman var það
Dísa Dóra, 27.3.2008 kl. 09:24
Hæ hæ litla frænka Frábært hvað íslandsferðin var vel heppnuð hjá ykkur, þekki vel að vera á fullu og geta ekki hitt alla á einni viku heyrumst fljótt...
Kolla stóra frænka
Kolla frænka (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:03
Sæl vertu mín kæra og mikið var gaman að sjá ykkur svona "live" í fermingarveislunni góðu. Þó svo að ekki hafi verið mikið um spjall! Sú stutta var svo alveg búin á því og vildi bara komast hjem...svo við brunuðum með hana heim þar sem hún háttaði og fékk súp og steinsofnaði svo:)
Hafið það súpergott og knús á línuna...
Sabbaló (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 12:26
Takk fyrir síðast elsku vinir. Gott að þið áttuð góða viku...og snilld að hagnast á genginu tíhí...Hafið það gott knús á línuna anna kristín
Anna Kristín (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 12:34
Hæhæ bara 9 DAGAR hehe
Alda besta frænka (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 10:23
Hæ hæ dúlla
Þetta hefur verið góður túr hjá ykkur fjölskildunni um páskana og það er gott að heira að þið hafið haft það gott um báskana.
Kveðja Helga og co.
Helga H frænka (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.