Iceland... here we come!

Loksins hef ég mig í að skrifa eftir langa bloggpásu. Það er bara búið að vera eitthvað svo mikið að gera hjá mér að ég hef lítið mátt vera að því að kíkja á netið eða tölvuna mína yfir höfuð. Ég er búin að vinna í 5 vikur í bókhaldinu hjá Suzlon núna og tíminn hefur þvílíkt þotið áfram. Þar er nóg að gera og ég hef unnið yfirvinnu flesta daga frá því að ég byrjaði þarna. Þetta er nú ekki draumastarfið mitt þó svo að mér lítist mjög vel á fyrirtækið. Það eru fimm vikur eftir af afleysingatímanum mínum þarna og enn óvíst með framhaldið.

Mamma og pabbi fóru til Íslands fyrir tíu dögum svo það hefur aðeins fækkað heimilisfólkinu hér í Stuðstrumpalandi. Strákarnir voru orðnir þreyttir á SFO (skólagæslunni) og eru því hættir þar og orðnir að lyklabörnum. Þeir taka strætó heim eftir skóla og hafa svo þurft að bjarga sér sjálfir þar til foreldrarnir koma heim úr vinnunni. Við ákváðum að leyfa þeim að prófa þetta í smá tíma til að sjá hvort þetta gengi og síðastliðnar tvær vikur hefur þetta alla vegana gengið eins og í sögu. Það er bara svo ótrúlegt hvað börnin manns eru fljót að vaxa og þroskast og við erum svo stolt af því hvað strákarnir okkar eru orðnir stórir og duglegir að bjarga sér.

Við keyptum flugmiða til Íslands í dag og verðum því á klakanum frá pálmasunnudegi fram á páskadag. Það var tilboð hjá Iceland Express í dag og ég var að vonast til að ná miðum á góðu verði en auðvitað voru öll ódýru fargjöldin fyrir og eftir páskafríið, svo ég varð að kaupa miðana á fullu verði :-(

Það verður æðislegt að koma loksins heim þar sem við höfum ekki komið heim í tvö ár og 3 mánuði... fyrir utan þessa mýflugumynd sem við Hilmar komum í sitt hvoru lagi til Íslands í fyrir ca. einu og hálfu ári, stoppuðum í tvo daga og náðum ekki að hitta nema örfáar hræður. Okkur hlakkar mest til að hitta fólkið okkar og vinina okkar og komast í almennilega íslenska sundlaug með fullt af heitum pottum :-) Svo ég tali nú ekki um að komast á Subway og KFC.... jammí. Á skírdag verða svo þrjú systkinabörn okkar fermd, þau Andrea Ósk, Viktor Emil og Viktor Ingi, og það er nú helsta ástæðan fyrir þessari heimsókn okkar. Það er nú þegar byrjað að bóka okkur í kaffi og matarboð svo að þeir sem vilja hitta okkur verða að hafa hraðar hendur... fyrstir koma, fyrstir fá... tíhíhí.

Knús og kram frá Stuðstrumpalandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

úffffffffffff man eftir því að maginn var gjörsamlega í rúst á 3 degi í íslandsheimsóknum því allir vildu gefa manni alikálfinn og var fermingarveisla í það minnsta hvert sem maður kom

Besta ráðið fannst mér að ákveða bara stað og stund á stórum og góðum stað og tilkynna ættingjum að maður yrði þar og þeir sem vildu hitta mann kæmu þangað.  Þannig hittir maður flesta

Dísa Dóra, 28.2.2008 kl. 09:06

2 identicon

Hlakka svooo til að sjá ykkur! lofa að gefa ykkur góðan mat, sem er léttur í maga...ekkert brjálæði ok :) hehe Er mjög glöð að hafa náð að bóka ykkur til okkar í mat. Ji hvað það verður gaman.

já stórir strákar nenna ekki að vera í gæslu eftir skóla, gott að fá smá ábyrgð og vera einir heima eftir skóla. Ótrúlegt hvað þau fullorðnast allt í einu.

sjáumst bráðum knús anna kristín

Anna Kristín (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 12:03

3 identicon

Hæ Eydís mín. Þeir eru alltaf jafn óliðlegir hjá þessum flugfélögum. Ennnn fyrir hönd "allra Bjallanna" þá ætlum við sko að fá að hitta þig aðeins og taka púlsinn á dana bjölllunni okkar ,svona auglitis til auglitis. Vorum að spá í gott kaffihús eða góðan stað þar sem við getum fengið okkur eitthvað meinholt og skolað því svo niður með meinóhollu;-Ð Endilega láttu okkur vita hvaða dagur hentar þér, svo mætum við (vonandi að allar komist) Knús til ykkar allra. Kveðja R'osa G

Rósa G bjalla (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 23:23

4 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Sæl elsku Eydís mín!

Og innilegar hamingjuóskir með áranginn!

Ég hugsaði mikið til þín þennan daginn!

Ferðin okkar gekk bara mjög vel, er að skrifa um hana á blogginu mínu. En það tekur smá tíma, enda er mikið að segja frá.

Mamma og Steina systir komu í heimsókn daginn eftir að við komum heim. Það var alveg yndislegt að hafa þær. Við hlógum mikið! Fórum í verslunarferðir, það þarf nefnilega að styrkja norska ríkið, það er SVO fátækt!!!! Við bökuðum köku og svo prófuðum við að búa til kleinur handa Tómasi og gekk það bara vel!

Þær fóru heim í dag! Hefði alveg viljað hafa þær lengur!

Jæja gella mín, skilaði rosalegri góðri kveðju til strákana þína!

Bestu kveðjur frá okkur í Noregi!

Knús frá gömlu frænku í Gjerdrum 

Hafdís Gunnarsdóttir, 11.3.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband