14.2.2008 | 18:04
Meistaragráðan í höfn
Þá er þessu langa námi mínu formlega lokið. Ég er búin að vera að vinna alla vikuna í Suzlon og hef því ekki haft þann tíma sem ég hefði viljað í undirbúning fyrir vörnina miklu. Dundaði við að búa til kynningu á kvöldin og fór að sofa klukkan hálf tvö í nótt eftir kvíðakast dauðans í allan gærdag. Valur Snær lánaði mér "bekymrings" dúkku undir koddann í nótt svo allar áhyggjur hyrfu og ég vaknaði með bros á vör og glampandi sólskin á andlitinu :-)
Mætti svo galvösk í vörnina klukkan eitt með það eitt að markmiði að gera mitt besta og vera sátt við það. Var samt frekar stressuð fyrsta hálftímann og átti erfitt með að svara spurningum prófdómaranna en gat að lokum slakað á og klárað þetta til enda. Þegar ég kom svo út úr prófinu beið mín óvænt ánægja þar sem mínar yndislegu vinkonur, Guðlaug, Ásta og Brynja stóðu fyrir utan stofuna með risavaxinn blómvönd og kampavín :-) Stelpur, þið eruð bara frábærastar!
Á laugardaginn verður svo haldið pínkulítið útskriftarteiti fyrir dönsku fjölskylduna okkar til að fagna þessum lokaáfanga í náminu mínu. Eitt er víst.... ég ætla aldrei að læra framar. Ég er loksins frjáls til að opna nýja hurð inn í framtíðina og er spennt að sjá hvað bíður mín þar :-)
Knús til ykkar allra sem eruð búin að senda mér baráttukveðjur,
Eydís Hauksdóttir, M.Sc. in EU Business and Law
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með þennan áfanga í lífi þínu frænka góð.
Njóttu þess nú að þessu er lokið og þú getur aðeins slappað af
Dísa Dóra, 14.2.2008 kl. 18:39
Æðislegt, innilegar hamingjuóskir með þetta!
Þú ert ekkert smá dugleg og góð fyrirmynd! Góða skemmtun í teitinu á laugardaginn og bið að heilsa öllum!
Anna Sig., 14.2.2008 kl. 19:53
Innilegar hamingjuóskir með M.Sc. in EU Business and Law
Sjáumst vonandi fljótlega. Biðjum að heilsa í bæinn.
Kveðja úr Þrastarásnum
Siggi frændi og Dóra (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 00:09
Elsku svilla mín, hjartanlega til hamingju með þennan stóra áfanga. þú ert svo rosalega dugleg og ég er svo stolt af þér elskan. Biðjum að heilsa famelien :) knús frá Kópavoginum.
Agnes (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 08:49
elsku besta Eydísin mín
til hamingju með áfangann, duglegasta krúttan mín. Góða skemmtun á laugardaginn. knús og knús
þín anna kristín
Anna Kristín (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 10:21
ÉG VISS AÐ ÞÚ GÆTIR ÞETTA:)
ÞETTA ERU FRÁBÆRAR FRÉTTIR HIP,HIP,HIP HÚRRA TIL HAMINGU MEÐ ÞETTA ALLT SAMAN.
skil vel að þú ætlir ekki aftur í skóla hehe:)
KV Alda Frænka.
Alda (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 14:37
Frábært hjá þér Eydís min innilegar hamingjuóskir, skilaðu góðum kveðjum til fjölskyldu þinnar
Helga (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 15:07
Elsku Eydís mín! Innilegar hamingju óskir með þennan frábæra áfanga í lífi þínu og fjölskyldu þinnar:-) Þú mátta vera stoltust í heimi- Frábært hjá þér bjöllu stelpa. Megi framtíð þín skína eins og sólin.
Kær kveðja frá okkur í mosó
Rósa G og fj
Rósa G bjalla (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 16:43
Enn og aftur til hamingju með gráðuna elsku Eydís okkar
Sjáumst hress á morgun,
Við í Risskov
Ásta Björk (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 19:36
Hæ hæ Eydís Hauksdóttir, M.Sc. in EU Business and Law
JEEEIIIIIIII JIIIBBBBÍÍÍÍ TIL HAMINGJUG ELSKU VINKONA
kv
Guðlaug, bráðum M.Sc. jeiiiiiiii jiiiibbbííí
Guðlaug (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 14:04
Innilegar hamingjuóskir með þennan stóra áfanga í þínu lífi. Gangi þér allt í haginn elsku Eydís okkar.
Góða skemmtun í kvöld!
Sabbaló og Arkarholtsgengið (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 17:57
Frábært hjá þér, innilega til hamingju með þennan stóra áfanga gangi ykkur allt í haginn
kv. Rósa
Rósa Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 16:28
æ til lukku dúlla ekkert smá dugleg og erfiðissins virði að læra, hafið þið það sem allra best og sjáumst vonandi fljótlega, kveðja úr Grindó
Telma (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 21:08
Sæl og blessuð elskan
Innilegar hamingju óskir með þennan stóra áfanga elsku Eydís mín hefðu það gott og vertu stolt þú mátta það sko alveg.
Kossar og knús í kotið á línuna frá Helgu frænku.
Helga H frænka (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 21:44
Elsku Eydís mín,innilega til hamingju með nýja titilin, frábært, nú þarf maður bara að fá að skella einum á kinnina, vona að það verði hægt núna í mars,hlakka til að hitta þig loksins aftur. Bestu kveðjur til ykkar allra í DK.
Bjöllukveðjur
Kristín.
Kristín D. Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:16
Hæ hæ snúllu dúllan mín langaði bara að senda þér frænku kærleiksknús *** extra knús á grísina þína 3, heyrumst í vikunni
Kolla frænka
Kolla frænka (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 21:26
Frábært !!!!!!!! ég vissi það,,, júhú,,, hlakka til að heyra í þér eftir viðtalið ....kæmi ekki á óvart þó þú yrðir ráðin á staðnum eins frábær og þú ert dúllan mín *** Hrúguknús
Kolla frænka
Kolla frænka (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.