Stóra stundin runnin upp

Þá er komið að því! Ég á að verja mastersritgerðina fimmtudaginn 14. febrúar klukkan 13:00. Ef allt gengur að óskum er ég að setja lokapunktinn á þetta nám mitt hérna í Danmörku sem ég er búin að stunda núna í tvö og hálft ár... og ekki ónýtt að ljúka þessu á sjálfan Valentínusardaginn InLove

Ég verð nú að viðurkenna að ég fékk nett í magann þegar ég fékk þessi skilaboð í tölvupósti fyrir þrem dögum síðan og er núna að byrja að undirbúa mig fyrir þessa stóru stund. Ég er frekar stressuð yfir þessu og veit í rauninni ekkert hvernig þetta fer fram og hvernig ég á að höndla þetta Errm En það þýðir ekkert að væla yfir því, ég "secreta" þetta bara og geri mitt besta og vona að allir mínir vinir og velunnarar hugsi hlýtt til mín á fimmtudaginn Halo

Raadyr216628_08_07-01Valur Snær var rétt í þessu að koma stormandi inn í húsið og segja okkur að það hafi fjórir bambar hlaupið fram hjá honum hérna úti í garði. Það er grindverk sem skilur garðinn okkar af frá stórum skógi og þeir voru skógarmeginn við grindverkið. Pabbi sá líka einn bamba í skóginum í fyrradag, eða dádýr held ég að þetta heiti nú á íslensku. Það er svo gaman að dýralífinu hérna og við erum líka búin að finna broddgelti, froska og eðlur í garðinum. Veðrið er yndislegt, glampandi sól, logn og 10 stiga hiti og þvílíkt vor í lofti Cool

Vegna margra athugasemda í síðasta bloggi verð ég í lokin að segja frá baunasúpinni góðu sem mamma eldaði fyrir okkur. Það er sem sagt ekki hægt að kaupa saltkjöt hér í Danmörku svo þetta varð eiginlega hálfgerð naglasúpa. Það var sett beikon í stað saltkjötsins og svo fundum við engar gulrófur svo það var bara ýmislegt annað grænmeti sett í staðin. Þrátt fyrir allt var þetta svakalega góð baunasúpu svo við borðuðum öll yfir okkur og vorum bara mjög ánægð Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Gangi þér vel á fimmtudaginn

Dísa Dóra, 10.2.2008 kl. 19:03

2 identicon

Gangi þér rosalega vel á fimmtudaginn, veit þú ferð létt með þetta og til hamingju me nýju vinnuna

Bið að heylsa öllu heimilisfólkinu

kv Rósa  

Rósa Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 00:17

3 identicon

Elsku litla frænka  gangi þér rosa vel á fimmtudaginn !!! Ég veit þú gerir þetta með glæsibrag eins og annað sem þú tekur þér fyrir hendur, kveiki fyrir þig englaljós og hugsa hlýtt og hvetjandi til þín  bloggið mitt er bilað, þeir hjá mogganum eitthvað að skoða málið, svo ég get ekkert bloggað :( heyrumst fljótt...knús í kotið....Kolla frænka og co

Kolla frænka (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 08:38

4 identicon

ji...gangi þér vel dúllan mín á valentínusardaginn..Veit þú stendur þig eins og hetja eins og allltaf.

 gott að baunasúpan bragðaðist vel...ég fékk líka baunasúpu hjá múttu nammi namm.

heyrumst fljótt dúllan mín

knús anna kristín

p.s. sól og tíu stiga hiti...það er spurning um að skella sér til DK á næstunni hehe

Anna Kristín (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 09:33

5 identicon

úlalala spennó vííí og klukkan hvað er vörnin?

Þú átt eftir að rúlla þessu upp skvís

Bestu kveðjur, Ásta Björk

Ásta Björk (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 11:33

6 identicon

Elsku Eydís þetta verður yndislegt á fimmtudaginn og þú rúllar þessu upp ég er viss um það. Við hugsum sko til þín og bara ÁFRAM EYDÍS YOU CAN DO IT!!!!!!!!!!!!!!!!

Hilsen fjölskyldan í Ega

Brynja Egå (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 15:27

7 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Sæl Eydís mín!

Þetta verður spennandi fimmtudagur!

Ég veit að þetta mun ganga vel hjá þér. reyndu að slappa af, anda rólega inn í gegnum nefið og út um munninn og hugsaðu bara 

"ég geri mitt besta og meir get ég ekki gert".

Þú ert rosalega dugleg! Hugsaðu um allt sem þú hefur gert hingað til og það er nú ekki lítið, þannig að þetta verður nú ekkert mál fyrir þig gellan mín

Er mamma þín ennþá hjá þér? Bið voða vel að heilsa henni!

Jæja gangi þér vel á fimmtudaginn kl.13:00. Ég ætla sko að senda englana mína til þín og þá mun allt ganga vel!

Bestu kveðjur frá okkur til þín og strákana þinna!

Þín frænka í Noregi Hafdís

Hafdís Gunnarsdóttir, 12.2.2008 kl. 18:20

8 identicon

Hæ skvís,

Gangi þér rosalega vel á morgun,  vertu bara besta útgáfan af sjálfri þér þá gengur allt vel   þú ert svo mikið brill   .

ætla að hringja bráðum og spjalla.

Ástogsakn frá okkur til ykkar allra

Love Helga og co

Helga (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 11:58

9 identicon

Gangi þér rosalega vel á morgun Eydís, þú massar þetta. Ég mun hugsa til þín og senda þér góða strauma frá Aarhus Sygehus, vonandi get ég skotist til þín.

Kiss og knús

Guðlaug

Guðlaug (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 22:47

10 identicon

Sendi þér hlýja strauma gangi þér vel dúllan mín

knúslove anna kristín

Anna Kristín (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 11:45

11 identicon

Hæ hæ litla hetjan mín *** er með kveikt á kertinu mínu og sendi allt gott sem ég á, á þig*** hlakka til að heyra í þér í dag

knúsi knús

Kolla frænka

Kolla frænka (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 12:44

12 identicon

Erum búin að vera að hugsa til þín í dag og munum gera það áfram! Vonum að allt hafi farið vel:)Knús

Sabbaló (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 14:25

13 identicon

MEISTARI EYDÍS

MEISTARI EYDÍS

ÞÚ ERT BEST

ÞÚ ERT BEST

ALLTAF SÆT OG KLÁRUST

ALLTAF SÆT OG KLÁRUST

ÞAÐ VEL SÉST

ÞAÐ VEL SÉST.

Okkar innilegustu hamingjuóskir elsku litla frænka   þú ert svo margbúin að sanna máltækið,,,margur er knár, þó hann sé smár,,, erum bara svo stolt af þér og samgleðjumst af öllu okkar hjarta. Hlökkum til að knúsa þig á laugardaginn.

Kolla, jonni og grísirnir í Grenaa

Kolla frænka (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband