Fastelavn er mit navn

Þá er ég búin að vinna í eina og hálfa viku hjá Suzlon og líst bara vel á :-) Ég er ráðin þangað í afleysingar í 10 vikur, eða til 31. mars, og svo kemur bara framhaldið í ljós eftir það. Við Hilmar erum því enn óákveðin í hvað skal gera næsta sumar, þ.e. hvort við flytjum til Skæring eða Íslands. Það veltur að mestu leyti á þessum vinnumálum mínum. Það er alltaf nóg að gera hjá okkur öllum hérna svo engum leiðist neitt. Ennþá er enginn snjór hérna... sáum nokkur snjókorn í gær en þau náðu varla að festast við jörðina því þau bráðnuðu svo fjótt. Svo var bara sól og fallegt veður í dag.... þokkalega kalt samt og fór niður fyrir frostmark í nótt.

Ég fór út með skvísunum mínum á föstudagskvöldið, þeim Guðlaugu, Brynju og Ástu Björk og það var ekkert smá gaman að eiga svona stelpukvöld. Ásta bauð okkur í geggjaðan indverskan kjúkling og hvítvín og svo sátum við og spjölluðum fram á rauða nótt. Klukkan þrjú var ákveðið að skella sér í bæinn til að dansa smá og þar sem við erum sko ekki vanir djammarar létum við leigubílstjórann bara ráða hvert við fórum ;-) Það voru því dauðþreyttar konur sem skriðu upp í rúm klukkan fimm um morguninn.

Í dag fórum við svo í hina árlegu bolluveislu til Sissa bakara og Guðlaugar. Þar var fullt hús af Íslendingum og 150 nýbakaðar bollur, jammí, takk fyrir okkur Sissi! Svo er uppáhaldsdagurinn minn á þriðjudaginn; SPRENGIDAGUR! Ég hef ekki fengið baunasúpu í 3 ár og ég vona að hún móðir mín nenni að elda eina slíka fyrir okkur fyrst við erum nú með hana hérna hjá okkur því hún gerir heimsins bestu baunasúpu.

Við óskum öllum gleðilegs bolludags, sprengidags og öskudags :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Um að gera að nýta sér mömmu þína í baunasúpugerð

Kær kveðja til þín frænka góð og þinnar fjölskyldu 

Dísa Dóra, 3.2.2008 kl. 20:11

2 identicon

finnst svo frábært að þú sért komin með vinnu....fram í mars. svona stelpukvöld eru bara snilld...finnst þið duglegar að hafa þraukað til fimm um morguninn! vá..!

Mmm bolludagur nammi namm...ætla sko að baka bollur eftir vinnu í dag. vona að mamma þín geti búið til baunasúpu...hlakka ekkert smá til að fara til múttu á morgun og borða saltkjöt og baunir nammi namm.

knús á línuna þín vinkona Anna Kristíhn

Anna Kristín (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 09:52

3 identicon

Sæl og blessuð Eydís

Takk fyrir gott hrós á myndunum.

Það er gaman að géta verið í sambandi við ættingja sína og maður ætti að vera duglegri við það en það fer líka eftir tíma og aðstæðum hversu mikið maður gétur verið í þessari blessuðu tölvu en nó um það hér er allt gott að frétta og ég sé að þið hafið það gott þarna úri þú ert með vinnu og það er ekkert nema gott um það að segja það skiptir öllu að hafa vinnu. Jæja verðum í sambandi á blogginu og fáum fregnir af hvor annari þar skilaðu kveðju til allra þarna úti.

 Kveðja Helga Heimisd og co.

Helga Heimisdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:28

4 identicon

Mikið er gaman hvað allt gengur vel hjá ykkur og þú verður örugglega ráðin áfram.  Bara rétt að skilja eftir spor á síðunni og sömuleiðis gleðilega daga framundan.

Kveðja frá okkur í mosó

RG

Rósa G bjalla (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 22:51

5 identicon

Blessuð og sæl!

Og til hamingju með að vera búin með skólann og vinnuna! LOKSINS!

Kanski að þið haldið ykkur bara í Danmörku?

Er byrjuð að blogga svona aðeins. er að reyna að setja inn myndir en á í erfiðleikum með það. Verð bara að hringja í Kollu og biðja um hjálp. Þetta er svo flott hjá þér, kanski að ég geti þetta svona einhvern tímann í framtíðinni.

En flott að mamma þín sé hjá þér. Vonandi fékstu góða baunasúpu, fékstu íka gott saltkjöt? 

VVonandi hafið þið það gott!

Biðjum voða vel að heilsa strákunu þínum og mömmu þinni!

Bestu kveðjur frá okkkur hér í Noregi.

Hafdís 

Hafdís Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 22:17

6 identicon

Vonandi var baunasúpan góð! Hérna heima eru flestir komnir með nóg af snjó og roki! Ef það er ekki snjór og rok þá er rigning og rok. Má ég þá biðja um 10 stiga hita takk! Vonandi hafið þið það sem best og ég vona að við sjáumst nú eitthvað í sumar - þá er ég að meina að þið komið á klakann góða - væri samt meira en til í að koma til ykkar, á það kannski eftir ef þið ílengist eitthvað:) Knús á línuna

Sabbaló (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband