Suzlon Wind Energy

Ég talaði við fjármálastjóra Suzlon í gær og hann ákvað að prófa mig í einn dag og ákveða í lok dagsins hvort hann vildi ráða mig eður ei. Ég mætti því til vinnu í morgun og það fór í stuttu máli þannig að það var ákveðið að ráða mig um hádegisbilið :-) Ég byrja í bókhaldinu og svo kemur í ljós hvernig þetta þróast á næstu vikum.

Suzlon Wind Energy A/S er indverskt að uppruna og er með höfuðstöðvar fyrir Evrópu hér í Danmörku. Þeir eru starfandi í 14 löndum, Þýskalandi, USA, Indlandi, Kína, Ítalíu, Ástralíu, Danmörku, Hollandi, Belgíu, Brasilíu, Portúgal, Tyrklandi, Kanada og Grikklandi. Það starfa rúmlega 13.000 manns hjá fyrirtækinu og það er í örum vexti og því mikið að gerast.

Ég er rosalega ánægð með þetta og mér finnst þetta ákaflega spennandi fyrirtæki. Það er mjög "multi-cultural" og fjármálastjórinn er t.d. Englendingur og yfirbókarinn frá Sri Lanka. Það var tekið vel á móti mér og allir voða ánægðir að heyra að ég væri Íslendingur og töldu að ég væri líklega þrettánda þjóðernið sem er starfandi á skrifstofunni hér í Árósum. Það er ekkert smá gaman að byrja að vinna aftur eftir að hafa ekki verið á vinnumarkaði í fimm ár!

23. janúar heldur því áfram að vera stór dagur í lífi mínu þar sem ég er búin að reikna út að ég kom mjög líklega undir gosnóttina miklu fyrir 35 árum síðan....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju dúllan mín. Auðvitað réðu þeir þig, þú ert svo klár.

kv

Guðlaug 

Guðlaug (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 22:15

2 identicon

Frábærara fréttir vinkona! Innilega til hamingju skvís! Gangi þér bara ofsalega vel í nýju vinnunni. Heyri svo betur í þér við tækifæri.

Kv. Linda

Linda (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:03

3 identicon

hæ dúllan mín.. vá en æðislegt.. auðvitað réðu þeir þig! Kom ekkert annað til greina, þú ert náttla bestust! Vá þrettán þjóðerni...bara spennandi. Alltaf gaman að kynnast fólki og hvað þá frá hinum ýmsu þjóðum!

tíhí..gosnóttin.. þú ert snillingur.

knús í kotið þín vinkona Anna Kristín

Anna Kristín (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:16

4 identicon

Kiss kiss og knús knús

Til hamingju með nýja starfið:) Þú ert bara snillingur!

Gangi þér rosalega vel:)

 Þín vinkona Hildur Markús í snjólandinu mikla

Hildur Markús (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:43

5 identicon

Til lukku dúllan mín  vissi að þú færir nú ekki að fara frá dk þegar að ég er að koma hehe:) kiss kiss og knús:)

Alda (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 19:51

6 identicon

Hæ hæ litla bestasta frænka mìn, audvitad varstu ràdin annad kom ekki til greina.....bara et stort tillykke, fra mig får du et 10 tal med hrùgu af hamingjuòskum......vonast til ad koma ì 35 àra afmælid titt à ykkar heimili ì Århus svædinu ì okt, megid ekki yfirgefa okkur.....erum hjà Hafdìsi ì sòl og blìdu og ætlum til Oslo ì kvøld à Hard Rock Cafe....hlakka til ad heyra ì tèr eftir helgi....ennog aftur til hamingju!!!!

Knùs til ykkar allra ì Studstrumpalandi og bestu kvedjur hèdan.....

Kolla stòra frænka

Kolla frænka (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:21

7 identicon

Til hamingju með jobbið Eydís. Þú ert bara snillingur  Gangi þér vel í nýja starfinu mín kæra. Knús og kossar

Sigrún Gumm 

Sigrún Gumm (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 18:07

8 identicon

Blessuð og til hamingju með vinnuna, þið eruð búin að koma ykkur rosaleg vel fyrir þarna úti. Gott mál.

Væri gaman að hittast í matarklúbbi næst þegar þið eigið leið norður, ég er búin að lofa matarboði í nýja húsinu í sumar :)

Gangi þér rosalega vel í nýju vinnunni og í vörninni.

-Gugga

Gugga (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 11:26

9 identicon

æði æði

Til hamingju með vinnuna og bara gangi ykkur allt í haginn, við bjöllurnar viljum samt alveg að þú komir heim og hittir okkur!!!!  PS.  Lofa minnislista yfir næsta saumó sem verður í nýja húsinu hennar Sigrúnar Hörpu!!

Bestu kveðjur úr rokinu, snjónum og rigningunni og bara vonda veðrinu á íslandi

kristín

Kristín bjalla (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:52

10 identicon

Elsku Eydís. Innilega til hamingju, frábærar fréttir:-) Samgleðst þér innilega.  Veit að þér á eftir að vegna vel og það kemur ekki á óvart að þeir hafi ráðið þig um hádegisbil. Ekki hægt að sleppa svona frábærum vinnukraft og manneskju eins og þér. Vona að allt gagni vel hjá ykkur öllum. Spurningin er þá bara hvort við komum til þín eða þú til okkar í saumó þetta árið. Kemur allt í ljós. ég skal senda þér minnispunkta úr síðasta saumó.... annsi mikið blaðrað og bara gaman.

knús og hug

Rósa bjalla

Rósa (bjalla) (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 21:53

11 identicon

Til hamingju með vinnuna elsku dúllan mín geggjað, æði, frábært, glæsilegt

 Hvernig er það er svo ekki komin tími á smá skvísu-spjall hitting hjá okkur stöllum??

Verðum i bandi bestu kveðjur frá okkur í Risskov og til lukku með job-ið

Ásta Björk (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 11:37

12 identicon

Sæl elsku frænka... Til lukku, til lukku og meiri lukku með starfið sem þú ert svo greinilega ánægð með... Ég ætlaði nú að vera löngu búin að skrifa hérna en já... betra er seint en aldrei...  Mér fannst rosa gaman að hittast þarna um daginn og borða saman og solleis... gaman að hitta þessa frænku sem mamma var búin að tala svo mikið um... sem passaði mig OG ALLT... En já gleðilegt ár kæra fjölskylda og við sjáumst vonandi á Bakkaselló... ef ekki fyrr... Knúskveðja og hrúga af kærleik frá klakanum...

           Sigurrós Yrja (litla) frænka...

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:01

13 identicon

Elsku Eydís innilegar hamingjuóskir með þessa frábæru vinnu, er þá orðið spurningarmerki hvort fjölskyldan flytji heim í snjó og kulda í haust. Gangi ykkur allt í haginn elsku fjölskylda, og skilaðu góðum kveðjum til foreldra þinna.

Helga Eym (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 08:29

14 identicon

Hæ frænka, já minn heittelskaði er með eyrnasnepla með fortíð!  Allt á kafi í snjó hjá okkur á Ausfjörðum, takk innilega fyrir kvittið, K.kv.Anna (Jónudóttir) 

Anna Ó (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband