21.1.2008 | 21:24
Skammdegi
Ég hef ekki verið neitt sérstaklega dugleg að blogga upp á síðkastið og aðal ástæðan er að það er ósköp lítið að frétta þessa dagana. Bara "same old, same old" fréttirnar. Allt ennþá í biðstöðu, ekkert heyrst frá leiðbeinandanum ennþá, atvinnuumsóknirnar streyma úr tölvunni minni á hverjum degi og mamma og pabbi eru enn hjá okkur.... sem er náttúrulega bara bestast :-)
Mér finnst janúar og febrúar bara svo hundleiðinlegir mánuðir að ég vildi helst bara geta hoppað yfir þá eða sleppt þeim. Stefni í framtíðinni á að gera það sem tengdaforeldrar mínir eru að gera núna. Vera í nokkrar vikur í sól og sumaryl á Kanaríeyjum og stytta þannig þessa dimmu og köldu mánuði. Það er náttúrulega bara snilld :-)
Það er reyndar eitthvað smá að gerast í atvinnumálum hjá mér.... kannski. Ég fór í viðtal á fimmtudaginn hjá afleysingarþjónustu sem heitir Kelly Service. Það gekk bara vel og ég tók nokkur próf hjá þeim og svo var hringt í mig í dag frá þessu sama fyrirtæki til að ræða um hugsanlegt starf hjá vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon. Fjármálastjóri Suzlon, sem er Englendingur, ætlar að hringja í mig í fyrramálið og ræða betur við mig um hugsanlegt starf. Svo nú er bara að krossa alla fingur og tær og vona það besta. Mig langar svvvvvoooooo að fara að vinna! Ég er orðin hundleið á þessu þófi og pengingaleysi. Þarf að fara að fá einhverja tilbreytingu í mitt einhæfa líf þessa dagana.
Við Hilmar skelltum okkur í bíó í gærkvöldi þar sem mamma og pabbi buðust til að passa strákana fyrir okkur. Sáum myndina "Things we lost in the fire" með Halle Berry og Benicio Del Toro og vorum bara ánægð með myndina þar sem þau sýndu bæði snilldarleik. Settumst svo inn á Café Viggo og fengum okkur Cappuccino bolla. Það var æðislegt að komast svona tvö út eina kvöldstund og ekki veitti okkur af smá tilbreytingu í skammdeginu :-)
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ sæta þú færð vinnu í dk kona efast ekki um það:) og já ég er sammála þér með jan og feb ömulegir mánuðir:) en jæja það stittist í við komum til dk eins og staðan er í dag þá reikna ég með að við komum 1 mars. hehe hlakka til að hitta þig frænka híhí :) bið að heilsa mömmu þinni og pabba :) kv Alda frænka......
Alda (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 14:53
Hæ hæ dúllan mín krossa alla fingur og tær, ligg á bæn um að þú fáir spennandi vinnu í DK sem þú verður yfir þig ánægð með...spjöllum þegar ég kem heim frá Norge...knús í kotið þitt til 3ja ættliða og ættleysingja Kolla stóra frænka
Kolla frænka (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 16:06
Hæ skvís
Jamm það fer að styttast í að þú fáir vinnu vinkona. Sammála með þessa "yndislegu" janúar og febrúar mánuði. En það var allavegana heiðskýrt og fallegt í dag, þrátt fyrir mikinn kulda. Við kíkjum í heimsókn fljótlega.
Sí jú leiter aligeiter
Guðlaug
Guðlaug (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 16:27
vá spennandi..væri æðislegt fyrir þig að fá vinnu! Svo gott að fá tilbreytinguna...og gott að fara að vinna eftir skólagöngu!
tíhí..æði að hafa svona barnapíur...gott að þið njótið þess að komast út á kvöldin.
knús á línuna þín anna kristín
Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 19:22
Hæ skvís,
Frábært hjá þér, krossa alla fingur fyrir þig, þetta kemur allt saman einn góðan veðurdag.
Verið dugleg að nýta ykkur barnapíurnar, það er svo nauðsynlegt að komast aðeins í burtu.
Love og knús, Helga
Helga (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.