BÚIN AÐ SKILA!

Það hlaut að koma að því að lokum að ég skilaði þessari blessaðri mastersritgerð sem ég er búin að hafa hangandi yfir mér allt síðasta ár. Ég skilaði inn tveim eintökum, innbundnum og fínum, ásamt geisladiski, mánudaginn 7. janúar 2008. Þetta var augnablik sem var fullt af stolti og mikill léttir og gleði ríkti í hjarta mínu :-)

Nú bíð ég bara eftir að heyra frá leiðbeinandanum mínum sem þarf að lesa yfir meistarastykkið og ákveða stund og stað fyrir vörnina. Ég vona að það verði sem fyrst svo ég þurfi ekki að ganga um með kvíðahnút í maganum of lengi... Á meðan ég bíð held ég áfram að sækja um vinnur, bæði hér í Árósum og á Íslandi... svo framhaldið veltur allt á því hvar við endum. Húsaleigusamningurinn hér í Studstrup rennur út 1. júlí 2008 svo það verða breytingar hjá okkur þann dag. Það er bara spurning hvor býður betur, Ísland eða Danmörk?

Mamma og pabbi eru búin að vera hjá okkur síðan 22. desember og eru búin að slappa vel af og ekkert farasnið á þeim enn... alla vega ekki mömmu. Pabbi er aðeins farinn að vera eirðarlaus og er að spá í að fara að drífa sig aftur í vinnuna í Málmtækni. Það er ekkert smá gott að hafa þau hérna hjá okkur og strákarnir eru alveg í skýjunum og kunna vel að meta alla þessa athygli. Annars er alltaf nóg að gerast í kringum okkur og á sunnudaginn fórum við ásamt pabba og mömmu í afmæli til Brynjars og Brynju í Egå sem var mjög gaman eins og alltaf þegar danska fjölskyldan okkar hittist. Á mánudaginn kíktum við háskólastelpurnar svo til Hildar í Viby og skoðuðum nýjasta Íslendinginn á Árósarsvæðinu... a.m.k. í okkar vinahóp ;-) Svo erum við búin að rúnta um og skreppa í bæjarferðir og búðir og strákarnir fengu loksins langþráða jólaklippingu... þótt seint sé!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku besta vinkona! Til hamingju með að vera búin að skila, þvílikur léttir. Vörnin á pottþétt eftir að ganga vel hjá þér enda meistarastykkið þitt um að ræða!   Við á Íslandi krossleggjum fingur og vonum auðvitað að þið komið heim næsta sumar en auðvitað væri líka gaman fyrir þig að prófa vinna í Danmörku.  Kemur allt fljótlega í ljós. Gangi þér vel í atvinnuleitinni og ég bið kærlega að heilsa strákunum og foreldrum þínum.

Kv. Linda

Linda Björk Árnadóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 08:20

2 identicon

Sæl elsku besta vínkona bara verð að skrifa þetta líka: innilega til hamingju með að vera búin að skila!!!! Ofsalega skil ég þig vel að það sé þungu fargi létt af þér bara yndislegt. Nú getur þú einbeitt þér að sækja um vinnu og það er nú spurning hvar þið endið. Ætli við förum ekki bara á klakann saman og bara á sama stað líka?? svo við getum bara verið grannar.......

Gangi þér vel að leita ég er svona aðeins farin að sækja um á frónni vera tímalega í þessu.

Bestu kveðjur til ykkar frá okkur hérna í Ega

Brynja Egå (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 16:29

3 identicon

Til hamingju með skilin enn og aftur elsku Eydís mín þetta er náttúrlega bara geggjað

Hlakka til að koma og skála að lokinni vörn

Bestu kveðjur, Ásta Björk

Ásta Björk (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 17:08

4 identicon

Knús í tilefni skila! Ég kannast við þessa tilfinningu, líklega svipuð og þegar ég skilaði inn lokaverkefninu mínu í KHÍ....bara frábært, til hamingju með þetta. Ég vona bara að þú fáir góða vinnu við þitt hæfi elskan mín, hvort sem það er á Íslandi eða í Danmörku. Og segðu mömmu þinni bara að njóta þess að vera Bauni í smá tíma...ekkert stress, það er ekki neitt að gerast hér á Fróni sem hún er að missa af! Ég er svo að fara á ættarmótsnefndarfund á mánudaginn varðandi ættarmótið næsta sumar, ákveða stað og stund og þess háttar:) Knús frá okkur hér

Svava Björk (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 13:26

5 identicon

til lukku dúllan mín! Skil þig svooo að vera fegin að vera laus. Njóttu þess í tætlur....gangi þér vel að verja hana þegar sá tími kemur. Skilaðu kveðju til mömmu þinnar og pabba, gott hjá þeim að vera hjá ykkur og hafa það gott.

Vonandi færðu vinnu sem fyrst.. væri nú ekki leiðinlegt að fá ykkur heim á klakann.. en skil vel að það væri nú gaman fyrir þig að fá vinnu í Danaveldinu.

knús á línuna þín anna kristín

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 15:25

6 identicon

Hæbb og gleðilegt ár,og til hamingu með að vera búin að skila ritgerðinni og ég veit að vörnin á bara eftir að ganga vel :)

bið voðavel að heilsa öllum sjáumst vonandi á árinu hvort sem það verður á Íslandi eða Danmörku. ég segi nú bara af smá eigingirni að það væri bara gaman að fá ykkur heim í vor.

hafið það sem allrabest kv. Rósa  

Rósa (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 17:37

7 identicon

Til hamingju með að vera búin að skila ritgerðinni :)

Alda (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 19:31

8 identicon

Frábært!!! Til hamingju með þennan stóráfanga, gangi þér vel með vörnina og jobleitina.

Vona nú að þú fáir draumajobbið hér heima á Íslandi.

Ástogsaknkveðja Helga

Helga mága (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 14:02

9 Smámynd: Óli Jón

Þetta eru frábærar fréttir, litla grjón! Ég veit að þú munt verjast fimlega þegar að þér verður sótt!

Óli Jón, 14.1.2008 kl. 15:48

10 identicon

bara kvitta..búin að kíkja svo oft inn á síðuna..og ekkert blogg.. svo ég ákvað að kvitta ..þá kæmi kannski blogg.

knús í krús anna kristín

Anna Kristín (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 12:50

11 identicon

Vá frábærar fréttir.... Vonandi komið þið bara heim segir Ási þar sem honum vantar Hilmar til að spila við hehe en vonandi færðu bara vinnu við þitt hæfi  óskum ykkur góðs gengis og hlökkum til að sjá ykkur, sem fyrst... kveðja úr ófærðinni í Grindó

Telma (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:39

12 identicon

Elsku litla duglega frænka  innilega til hamingju með skilin, vonandi fer eitthvað að gerast í atvinnumálum hjá þér dúllan mín ( helst hér í Danmörku takk ) já og gleðilegt ár til ykkar allra....Hlökkum til að koma til ykkar í matarboð eftir 2. feb  er búin að reyna hringja í þig en varst ekki heima, reyni bara aftur.....knúskveðja Kolla STÓRA frænka

p.s Kara Mist fer að ná þér, var við mælingu í morgun 143 cm  

Kolla frænka (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband