1.1.2008 | 14:39
Takk fyrir gamla árið
Þá er árið 2007 runnið í aldanna skaut og nýtt og spennandi ár framundan. Árið 2007 hefur verið nokkuð gott við okkur litlu fjölskylduna í Danmörku, engar markverðar breytingar eða stórviðburðir... en rólegt og gott ár. Hilmar er búinn að vinna hjá Pressalit Care allt árið, ég er búin að læra allt árið.... og hefur það að mestu verið helgað ritgerðarskrifum hjá mér. Strákarnir hafa staðið sig með sóma í dönskum skóla og voru meiri breytingar hjá þeim en okkur þar sem þeir skiptu um skóla og íþróttalið í haust og hafa eignast marga nýja vini.
Helsti viðburður ársins hjá fjölskyldunni voru flutningur í sumar frá Tilst til Studstrup þar sem við nær þrefölduðum fermetrafjöldann á híbýlum okkar. Það kom sér virkilega vel í júlímánuði þar sem strandhúsið góða var fullt út úr dyrum af yndislegum gestum frá Íslandi og Noregi allan mánuðinn. Í haust og það sem af er vetri höfum við líka fengið enn fleiri gesti og haldið nokkrar góðar veislur og matarboð fyrir okkar frábæru vini hér á Árósarsvæðinu.
Jólin eru búin að vera ljúf með góðum gestum þar sem allir hafa að mestu tekið lífinu með ró og spekt. Hér er búið að vaka frameftir, sofa út, lesa jólabækur í bunum, horfa á bíómyndir, spila Trivial og Scrabble og borða fullt af góðum mat. Gamlárskvöld var mjög skemmtilegt þar sem Guðlaug og Sissi bættust í hópinn svo við vorum alls 11 hér í Stuðstrumpalandi. Borðuðum rækjukokteil og ljúffeng íslensk lambalæri með öllu tilheyrandi. Kveiktum áramótabrennu úti í garði, horfðum á skaupið á netinu og skutum upp flugeldum í tonnavís. Eftir miðnætti breyttist húsið svo í nornahús þegar ég lagði tarot spil fyrir suma gestina meðan Guðlaug las rúnir fyrir aðra og svartur köttur sprangaði hér um gólfin :-)
Við óskum öllum gleðilegs árs 2008 og vonum að það færi ykkur öllum mikla ást og hamingju...
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ og Gleðilegt nýtt ár:) gott að þið höfðuð það gott um jól og áramót skvísa vonandi fer að stittast í að við komum í danaveldið til ykkar híhí kiss kiss og knús kveðja Alda frænka:)
Alda (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 20:35
gleðilegt nýtt ár elskurnar. úú..nornahús..hefði nú verið gaman að fá hjá þér tarot spá elsku vinkona..kannski næst þegar við hittumst?
knús á línuna þín Anna Kristín
Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:21
ooohhhh vildi að ég hefði verið þarna hjá ykkur
En gleðilegt ár og takk fyrir gömlu vonandi sjáumst við á nýju ári
ástarkveðjur Helga
Helga (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:00
Gleðilegt nýtt ár elskurnar og takk fyrir flott jólakort Sendi hér með mínar bestu nýárskveðjur til ykkar í Danaveldi og vona að árið 2008 verði ykkur gæfuríkt og gleðilegt
Þþað hefur greinilega verið mikil stuð hjá ykkur á gamlárskvöld, það er nokkuð ljóst.
Knús og kossar frá Sigrúnu og Thelmu
Sigrún Gumm (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:21
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu! ;)
Anna Sig., 3.1.2008 kl. 22:44
Hæ ÖLL sömul! Gleðilegt ár og takk fyrir öll gömlu góðu, takk fyrir jólakortið og myndina af sætu bræðrunum:-) Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt Eydís mín og gaman að fylgjast með því hvað ykkur gengur vel. Nú er bara spurningin hvort þið vinkonurnar verðið samferða í ár og fjölgið litlum bjöllu krúttum????? Vonandi eigum við eftir að hittast á þessu herrans ári 2008- Knús og faðmlög til ykkar.
Rósa bjalla og fam
Rósa G og Co (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 01:43
Gleðilegt nýtt ár allir saman og takk kærlega fyrir jólakortið og skemmtilegt ár 2007 Hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári alveg kominn tími á smá hitting er þaggi annars?
Bestu kveðjur frá okkur í Risskov,
Ásta Björk & Ívar
Ásta Björk (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 09:53
Hæ hæ elsku fjölskylda Gleðilegt ár og takk fyrir yndislegar samverustundir á liðnu ári. Þið hafið átt mjög skemmtilegt gamlárskvöld sveipað mikilli dulúð með vonandi frábærum fréttum úr framtíðinni og kannski fréttum af lítilli Bakkaselló prinsessu þarf að fara fá smá Tarot hjá þér Eydís mín, kannski í næsta hitti...bið að heilsa í kotið ykkar með góðri kveðju og ...tusind tak for sidst...englaknús Kolla frænka og co
Kolla frænka (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 21:42
Hæ Eydís og takk fyrir jólakortið. Þú fékkst ekkert kort frá mér þessi jólin þar sem ég vissi ekki hvert ég átti að senda það ! Gaman að lesa um ævintýrin ykkar í Danmörku. Líst vel á að hittast næst þegar þú verður heima á gamla Fróni.
Bið að heilsa eiginmanni og sonum.
ERLA
Erla Sesselja Jensdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 23:21
hæhæ
Og sömuleiðis takk fyrir gamla árið og vonandi hittumst við allar bjöllurnar saman á nýja árinu 2008. Hafið það sem allra allra best í DK og gangið þér vel að skila ritgerðina
Kristín D. Kristjándóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 12:39
Sæl frænka og gleðilegt ár, alltaf gaman að kíkja þarna inn, vona að þið hafið átt góða jólahátið með öllum gestunum.
nýárskveðjur úr Arnarsíðu 4d Akureyri
Helga (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.