Dagur klúðurs

Dagurinn í dag er allur búinn að ganga meira og minna á afturfótunum. Ég ætlaði t.d. að skila ritgerðinni minni í dag... og auðvitað varð Eyþór Atli veikur svo ég komst ekki niður í skóla fyrr en eftir hádegi. Þá var búið að loka bæði innbindingarherberginu og prófaskrifstofunni þar sem ég á að afhenta ritgerðina. Ekki nóg með það... það eru allir farnir í jólafrí og það opnar ekki aftur fyrr en 2. janúar! Þannig að ég verð víst að bíta í það súra epli að ná ekki að losa mig við meistarastykkið fyrir jól eins og planið var.

Svo áttu mamma og pabbi að fljúga af stað til okkar klukkan hálf tólf í kvöld en fluginu þeirra var frestað um fjóra tíma... sem þýddi að þau missa af lestinni sem ég var búin að kaupa miða fyrir þau í. Mér tókst þó að fá miðana endurgreidda og ætlaði að ganga frá nýjum miðum... en þá voru bara eftir stæði í lestinni og öll sæti uppseld. Sé þau ekki alveg fyrir mér standa í þrjá og hálfan tíma í lest eftir næturflug. Ég athugaði þá með rútu fyrir þau og næsta rúta sem þau gátu náð á að vera sex tíma á leiðinni til Árósa... Við Hilmar fórum þá að spá í að keyra af stað í nótt og sækja þau og fórum að athuga með ferjur... en þá byrja þær ekki að sigla fyrr en klukkan sjö í fyrramálið sem hefði þýtt að þau hefðu þurft að bíða í nokkra klukkutíma eftir okkur. Lokaúræði var því að panta bílaleigubíl á Kastrup... sem tókst! Ótrúlegt en satt, ég fékk bílaleigubíl með 7 tíma fyrirvara. Ég er því búin að vera á netinu og símanum að stússast í þessu í þrjá tíma og klukkan að verða tvö um nótt núna. Ég vona að flugið gangi áfallalaust úr þessu og það verði ekkert vesen með þennan bílaleigubíl :-S

Held ég taki mér aðra bloggara til fyrirmyndar og fari í jólabloggfrí og njóti gestanna minna næstu daga :-)

Ég óska ykkur öllum gleði á jólum og áramótum.

Ps. Verð að skjóta því að hérna líka að hann elsku Hilmar minn varð 37 ára í fyrradag og er bara alveg jafn myndarlegur og þegar hann var 36 :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ vonum að mamma þín og pabbi séu komin til ykkar núna eða að koma og þau geti farið að slappa af eftir erfiðar vikur með flutning og ferðalag og fleira.  Og Eva og strákarnir þegar þau koma líka á morgun vonandi án erfiðleika með flug og lest.

Við hérna í Þrastarásnum óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og áramóta og þið fjölskylda njótið heimsóknarinnar frá Íslandi í botn. 

Jólakveðja og  frá hvítri jörð í Áslandi (éljagangur núna)

Siggi og Dóra

ps.  Hilmar innilega til hamingju með 37 ári, þú eldist bara vel

Siggi frændi og Dóra (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 11:01

2 identicon

Hæhæ vonandi eru þau gömlu komin til ykkar:)

til hamingju með bóndan Eydís mín:)

Gleðileg jól og hafið það gott um jólin bið að heilsa gestunum þínum jólakveðja Alda frænka

Alda (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband