18.12.2007 | 18:27
Jólin nálgast og spennan eykst
Jæja, þá eru bara sex dagar til jóla, fimm dagar í Evu, Viktor Inga og Daníel Þór, fjórir dagar í mömmu og pabba og þrír dagar í ritgerðarskil. Allt að verða tilbúið fyrir jólin, allir pakkar frá okkur komnir til Íslands og Noregs, næstum öll jólakortin komin í póst og áðan keyptum við þetta líka stóra og glæsilega jólatré fyrir 229 krónur.
Um helgina skelltum við okkur til Þýskalands ásamt Guðlaugu og fjölskyldu og birgðum okkur upp af gosi og nammi fyrir jólin. Göngugatan í Flensborg var þvílíkt jólaleg og skreytt og þar var líka jólamarkaður með alls kyns sölubásum. Það fyrsta sem við gerðum þegar við komum til Flensborgar var að bruna beint á Subway þar sem við gæddum okkur á ljúfengum bátum. Hilmar var sérstaklega ánægður með það þar sem hann hefur ekki fengið langþráðan söbbara í meira en eitt ár.
Það er mikill spenningur á hverju kvöldi hjá Val Snæ þegar hann er að fara í rúmið og miklar pælingar í gangi hvernig íslensku jólasveinarnir fari eiginlega að því að finna bara skóna hjá íslenskum börnum og hvernig þeir geti fylgst með því hvort hann sé þægur á daginn þegar þeir eru svona langt í burtu... Hann teiknaði íslenska fánann á blað og hengdi í gluggann sinn svo það væri alveg á hreinu hvaða glugga hann ætti. Svo skilur hann ekki hvernig þeir vita að hann sé íslenskur þegar hann er í skólanum... því hann talar jú bara dönsku þegar hann er þar! Það er svo yndislegt að fylgjast með honum og þessum hugleiðingum hans allan daginn og þessa dagana dettur mér daglega í hug vísan um hann Ara sem var... bara átta ára trítill... og spurningum Ara er ei auðvelt að svara... mamma, af hverju er himininn blár?
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta minnir mig nú líka á mínar pælingar í den hvernig jólasveinninn gat eigilega sett í skóinn uppá 4. hæð hjá Láru frænku og engar svalir fyrir utan... manstu?
Ps. annars er geðveikt óþægilegt að lesa bloggið í þessu útliti, það verður bara allt röndótt í augunum í nokkrar mínútur á eftir hehe!
Anna Sig., 18.12.2007 kl. 20:50
Hahaha, já Anna mín, ég man sko vel eftir því þegar ég sem stóra frænka þurfti að leika jólasvein til að gabba bæði litlu frænku og litla frænda... og þú varst að fríka út yfir þessu öllu saman :-) Mér fannst ég rosalega stór og þroskuð þá, tíhíhí.
ps. búin að breyta lúkkinu á síðunni aftur... spes fyrir þig... vona að þú sért sátt núna.
Eydís Hauksdóttir, 18.12.2007 kl. 23:09
Já eitt af þessum atriðum úr barnæsku sem maður gleymir aldrei! Og takk fyrir að breyta, þetta er miklu betra og miklu flottara, er þetta eitthvað nýtt hjá blog.is???
Anna Sig., 19.12.2007 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.