Skriftirnar endalausu

Það var fullt að gera hjá mér alla síðustu viku í ritgerðarvinnu og ég pressaði mig þvílíkt við að skrifa langt fram á kvöld og nætur alla vikuna. Það er svo ótrúlegt hvað þetta tekur langan tíma og hvað það er alltaf mikil vinna eftir þó ég haldi alltaf að ég sé alveg að verða búin! En ég náði loksins fyrsta markmiði mínu klukkan fimm á föstudaginn... því þá sendi ég fyrstu fjóra hlutana af fimm í yfirlestur til tveggja vinkvenna minna. Þær eru norskar og voru báðar með mér í þessu ESB námi. Ég sendi því eitt eintak til Kjerstin í Haugasundi í Noregi og hitt fór til Grænlands þar sem Cecilie er að vinna núna.

Ég fór því í helgarfrí með góðri samvisku og átti frábæra jólahelgi með litlu fjölskyldunni minni. Við eyddum öllum laugardeginum í smákökubakstur og bökuðum súkkulaðibitakökur, kókóstoppa, spesíur og sörur! Þetta tókst allt rosalega vel en ég er hrædd um að ég þurfi að setja hengilás á boxið með sörunum svo Hilmar klári þær ekki áður en gestirnir koma. Við fáum nefnilega frábæra gesti um jólin og okkur hlakkar mikið til þess. Mamma og pabbi koma þann 22. desember og Eva systir kemur með strákana sína á Þorláksmessukvöld. Það verður því líf og fjör í strandhúsinu yfir hátíðarnar og örugglega mikið spilað og borðaður góður matur :-)

Á sunnudaginn skruppum við í smá kaffi til Brynju og Ella í Egå og auðvitað var Elli búinn að baka þessa fínu súkkulaðiköku og danskar eplaskífur með sultu og rjóma... ummm, ekkert smá gott. Við kíktum á sófasettið okkar í leiðinni sem er búið að vera í geymslu í bílskúrnum þeirra í hálft ár... og er byrjað að mygla í rakanum þar. Það gengur því miður ekkert að selja það þó það sé auglýst til sölu á þrem stöðum á netinu. Erum að spá í að fara með það í Shoppit og prófa að selja það þar... eini gallinn er að þeir taka 40% í sölulaun af því.

Núna er síðasta ritgerðarvikan mín að hefjast. Markmið vikunnar er að klára fimmta og síðasta hlutann sem eru lokaorðin og fara yfir athugasemdirnar frá yfirlesurunum mínum góðu og gera viðeigandi breytingar. Ég vonast svo til að geta sett meistarastykkið í prentun og innbindingu fyrir næstu helgi. Ég býst við að leiðbeinandinn minn láti mig verja hana í janúar og þá ætti þessu að vera endanlega lokið. Ég get ekki beðið eftir að koma þessu frá mér og er búin að sverja þess eið að ég ætla aldrei framar að læra nokkurn skapaðan hlut... það sem eftir er ævinnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ elsku duglega litla frænka  skil vel þú sért orðin þreytt á skóla, enda búin að vera dugleg dúllan mín.....en nú er þetta allt að hafast, bara síðustu metrarnir eftir ......gott þið gátuð notið helgarinnar saman við smákökubakstur og jólaundirbúning, skil Hilmar vel með sörurnar, þú verður bara fela baukinn  hlakka mikið til að hitta ykkur um hátíðirnar og gestina þína sem mér þykir svo vænt um heyrumst fljótlega og ræðum hitting um jólin,,,knús í fallega kotið ykkar...Kolla frænka

Kara Mist þakkar yndislega fallega afmæliskveðju

Kolla frænka (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 13:23

2 Smámynd: Anna Sig.

Gangi þér ofsalega vel á endasprettinum!!  Svo verða jólin æði hjá ykkur, gott að hugsa til þess örugglega!

Anna Sig., 10.12.2007 kl. 19:46

3 identicon

Hæhæ sæta skil vel að þú skulir vera orðin þreytt á skólanum en þetta er að taka enda þú getur huggað þig við það híhí bið að heilsa gamla settinu þegar að þau koma þið eigið eftir að hafa það súper gott um jólin:) kiss kiss og kram kveðja Alda Frænka sem er alveg að koma híhí:)

Alda (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 21:52

4 identicon

Hahahahha gvvvuuuuuðð hvað ég skil þig vel, ég er roðin svolítið þreytt á þessu líka. Vvvvííííí það styttist í það að við förum að vinna skvís.

 Adios amiga

Guðlaug (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 08:28

5 identicon

vá hvað þú ert búin að vera dugleg.. og ja hérna.. þið eruð nú alveg ótrúlega dugleg að baka þú og Hilmar....ji hvað ég skil hann vel.. að langa stelast í sörurnar tíhí

Ég veit að þér á eftir að ganga mjög vel á lokasprettinum.. tíh´hi.. gat nú ekki annað en hlegið þegar þú sagðist ekki ætla að læra meira það sem eftir er ævinnar.. tíhíh. Skil þig samt alveg rosalega vel.. svo gott að klára skólann.

knús í kotið.

love anna kristín

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband