Jólasveinninn kemur í kvöld

Mikið er ég nú heppin að eiga svona frábærar vinkonur sem hafa svona mikla trú á mér Blush Ástarþakkir fyrir allar hvatningarkveðjurnar sem ég fékk í síðasta bloggi, I love you girls.... Ég fór sem sagt í þetta atvinnuviðtal en svo var þetta nú ekkert tengt einhverri ákveðinni vinnu. Þetta var bara viðtal við tengiliðinn minn hjá þessari ráðningastofu svo hann fengi meiri upplýsingar um mig... svo skrifaði ég undir samning og tók stafsetningarpróf. Þetta gekk allt saman mjög vel og ég var bara nokkuð góð með mig þegar ég gekk út einum og hálfum tíma seinna. Svo á ég bara að fylgjast með atvinnuauglýsingunum á vefnum hjá þessari stofu og senda tengiliðnum mínum tölvupóst ef ég sé eitthvað áhugavert. Ég er búin að senda honum tvo pósta síðan og er aðeins bjartsýnni á að ég fari nú að fá einhverja vinnu hér. Það er bara ekkert grín að leita sér að vinnu í útlöndum, því miður. Ég er nú reyndar líka búin að senda tvær umsóknir til EFTA í Brussel og örfáar til Íslands líka, svona smá tilbreyting frá því að gera danskar umsóknir.

Valur Snær er búinn að vera að læra um Maya indjánana í Guatemala alla vikuna, svaka spennandi verkefni. Hann er búinn að elda mat frá Guatemala... sem hann sagði að líktist tröllahorinu sem ég kaupi stundum... grunar að hann sé að meina Guacamole. Þau eru búin að horfa á stuttmynd um indjánafjölskyldu, föndra landslagið á svæðinu, teikna fána og búa til "Bekymringsdukke" sem myndi sennilega útleggjast sem "áhyggjudúkka" á íslensku. Þetta eru svona pínulitlar indjánadúkkur sem á að setja undir koddann sinn ásamt bréfi sem maður skrifar áhyggjur sínar í. Hann var svo góður að lána mér dúkkuna sína undir koddann minn, kvöldið fyrir atvinnuviðtalið... og ég er ekki frá því að þetta hafi hjálpað Wink Mæli með svona þemaviku í íslenska skóla.

JólaljósÍ kvöld kemur jólasveinninn frá Grænlandi og kveikir jólaljósin á Strikinu og allar búðir verða opnar til miðnættis. Við erum því að spá í að skella okkur í bæinn og kaupa smá jólagjafir og afmælisgjöf fyrir Sindra sæta sem heldur afmælisveislu á sunnudaginn. Það verður æðislegt að hitta dönsku fjölskylduna okkar. Það er búið að vera svo mikið að gera síðustu vikur hjá öllum í skólanum að maður er komin með fráhvarfseinkenni af að hitta fólk.

Ritgerðin gengur líka ágætlega þó mér sé ekki alveg að takast að skila henni fyrir mánaðarmót eins og ég ætlaði mér... tafðist aðeins við þessi atvinnumál svo það eru enn eftir nokkrir dagar af ritgerðarvinnu. Í dag ætla ég að reyna að skrifa eins mikið og ég mögulega get... sem er samt svolítið erfitt því ég er að drepast í öxlinni Frown Ég hélt nefnilega á Tinna í gær þegar hann sá hund... og fékk þennan líka rokna löðrung á kjálkann frá honum... með allar neglur úti. Þetta voru ekki stór klór en tvær neglur fóru á kaf inn í húðina á mér og það blæddi töluvert úr þessu. Ég þurfti því að fara á læknavaktina í gærkvöldi og fá stífkrampasprautu í öxlina og vaknaði svo í morgun með öxlina tvöfalda og helauma.... skemmtilegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ elsku vinkona

gott að þér gekk vel á ráðningarskrifstofunni, þú færð vinnu áður en langt um líður þú ert svo dugleg og klár! Vá en spennandi vika hjá Vali Snær.. mjög sniðugt..

Gangi þér vel að skrifa í dag.. og góða skemmtun á Strikinu í kvöld.

knús á línuna anna kristín

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 10:46

2 identicon

Hrós til þín :) nú fer e-ð að gerast er þaggi

Mætumst kannski á röltinu í miðbænum kvöld eða já allavega í afmæli á sunnudaginn

Algerlega kominn tími á hitting usssssuss

seeja Ásta Björk

Ásta Björk (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:07

3 identicon

Góða skemmtun í kvöld sæta :)

kveðja Alda Frænka:)

Alda (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 19:51

4 Smámynd: Anna Sig.

Dísús.. eins gott að kötturinn klóraði þig ekki kvöldið fyrir viðtalið.. hefði kannski verið pínkuneyðarlegt að mæta með sár og plástra í framan!!

Anna Sig., 30.11.2007 kl. 23:21

5 identicon

Gangi þér sem best á lokasprettinum Eydís mín!  Gaman að skoða myndirnar:-)) Hafið það sem best. P.S Þarf að rukka Kristínu um saumaklúbbspóstinn-

Kveðja

Rósa G

Rósa (bjalla) (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 17:18

6 identicon

Hæ skvísa bara aðeins að kíkka og kvitta sjáumst vonandi fljótega á nýju ári :)

Alda (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband