Jólaskapið mætt á staðinn

Innan við mánuður til jóla og allir bara að komast í þetta fína jólaskap hér á bæ. Jólaauglýsingarnar dynja á okkur úr sjónvarpinu, útvarpinu og blöðunum og ruslpósturinn streymir sem aldrei fyrr. Hilmar er náttúrulega algjört jólabarn, enda fæddur 20. desember, og hann skapaði voða notalegt andrúmsloft í húsinu í dag á meðan ég og strákarnir sátum og lærðum við eldhúsborðið. Hann kveikti á kertum út um allt, spilaði íslensk jólalög og bakaði súkkulaðibitakökur svo bökunarlyktin angaði um allt hús :-)

Helgin er búin að vera mjög skemmtileg og kósý. Ég og strákarnir fórum á Strikið á föstudaginn, ég byrjaði á því að fara í klippingu og svo fóru strákarnir á verslunarflipp. Þeir fengu dálítið af peningum í afmælisgjafir og voru því orðnir spenntir að fara í bæinn til að eyða honum. Þetta var rosa gaman og þeim finnst greinilega miklu skemmtilegra að fara í búðir þegar þeir eiga sjálfir peninga og ég get ekkert skipt mér af því hvað þeir eru að kaupa ;-) Þeir keyptu sér DVD myndir, Playstation leiki, arabaklúta og fullt af fötum. Þetta var allt rosa flott og ég var bara mjög ánægð með það sem þeir völdu. Ég fékk líka fína útrás í einu af því skemmtilegasta sem ég geri...sem er að fara á búðarráp... og þurfa samt ekki að eyða krónu af mínum eigin peningum. Svo var bara komið við á Makka Dóna á leiðinni heim og haft það kósý það sem eftir var kvölds. Á meðan var Hilmar á jólahlaðborði með vinnunni þar sem var farið í alls kyns spil og leiki, pakkarugl og sungið í karókí svo hann átti líka skemmtilegt föstudagskvöld :-) Á laugardaginn fórum við svo með strákana í bíó og sáum danska jólamynd sem heitir "Karlas Kabale". Danir eru algjörir snillingar í kvikmyndagerð og við höfum mjög gaman að því að sjá danskar myndir í bíó... og svo kemst maður alltaf í svo mikið jólaskap þegar maður sér svona jólalegar jólamyndir :-)

Framundan er ný vinnu-, skóla- og lærdómsvika hjá fjölskyldunni og aðalfréttin er að ég er að fara í atvinnuviðtal á miðvikudaginn, jibbíjæjei! Ég er að fara í viðtal hjá ráðningarstofu sem hafði samband við mig og er hugsanlega með eitthvað starf fyrir mig... sem ég veit ekkert nánar um. Ég er því bæði spennt og kvíðin og ætla að nota þriðjudaginn í að undirbúa mig andlega... horfa á Secret, æfa mig í að svara algengum spurningum í atvinnuviðtölum og fara á lögreglustöðina að sækja sakavottorðið mitt. Ráðningastofan vill að ég komi með sakavottorð og nafn og símanúmer hjá einum meðmælanda með mér í viðtalið. Ég hringdi því í Árna Z., forstjórann hjá Miðlun og mér til léttis er hann meira en tilbúinn til að gefa mér góð meðmæli þegar þeir hringja í hann :-) Svo nú er bara að krossa fingur og vona það besta á miðvikudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sig.

Gangi þér ofsa vel í viðtalinu, you can do it! :)

Anna Sig., 25.11.2007 kl. 19:13

2 identicon

Hæhæ elsku kerlingin mín og takk fyrir spjallið í kvöld þegar að ég hringdi í þig:)

Og gangi þér ofsa vel í viðtalinu ég held að þú fáir vinnu sko :)

Kveðja Alda frænka:) ps Við erum búin að senda tölvupóst um húsið sem ég var að segja þér frá og spurðumst fyrir um hvort það væri ekki hægt að skoða myndir af því :) kiss kiss og knús :)

Alda (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 21:30

3 identicon

Oh en spennandi! Þetta á eftir að fara vel, og vonandi er starfið eitthvað sem þú kærir þig um, það skiptir nú líka máli að vinna við það sem manni finnst skemmtilegt og spennandi ekki satt. Ég sé ennþá eftir því að hafa ekki tekið vinnuna hjá Miðlun sem mér bauðst á sínum tíma, það kom nefnilega í ljós að það reyndi EKKI á tungumálakunnáttuna í starfinu hjá Símanum, en svona er maður nú vitlaus! Takk fyrir allar kveðjur á mínu bloggi og endilega kíktu á síðuna hennar Litlu Bjarkar, hafðu bara samband við mig til að fá slóð og lykilorð. Hér erum við líka að komast í jólaskap, ég fer að baka bara á milli gjafa svei mér þá. Knús og kossar frá okkur hér.

Sabbaló og kó (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 22:08

4 identicon

Elsku Eydís,

Tuff tuff á miðvikudaginn;) Ég veit að þú getur þetta. En ég gleymi ekki viðtalinu mínu á sínum tíma.

Ég sendi þér baráttustrauma frá Íslandi,

Þinn stuðningsmaður Hildur Markús

Hildur (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 21:47

5 identicon

Gangi þér rosa vel í viðtalinu, anda djúpt, slaka  og hugsa jákvætt, þú rúllar þessu dúllan!!!!

Væri æði að fá Hilmar lánaðan heim í smákökubaksturinn:)

Ást og saknaðarkveðja frá okkur.

Helga

Helga (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 09:38

6 identicon

Vá...Hilmar er nú bara flottastur..baka og gera kósý á meðan þið lærið..svona eiga menn að vera

Gangi þér vel í viðtalinu..bara anda rólega og vera þú sjálf. Hef fulla trú á þér dúllan mín.

knús og saknaðarkossar þín anna kristín

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:13

7 identicon

Gangi þér ofsa vel í atvinnuviðtalinu á morgun tuff tuff, Áfram Eydís  

Kveðja frá Risskov, Ásta Björk

Ásta Björk (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband