18.11.2007 | 15:48
Fjör í festinu
Vá hvað tíminn flýgur áfram, liðin yfir vika frá síðasta bloggi, kominn 18. nóvember og bara 36 dagar til jóla, fjúff... Síðastliðin vika hefur verið helguð ritgerðarskrifum og atvinnuumsóknum og það stefnir bara allt í rétta átt í þeim efnum. Það bætast við síður í meistarastykkið með hverjum deginum sem líður og styttist því óðfluga í að ég verði meistari í kynferðislegri áreitni Það er sem sagt aðal inntak ritgerðarinnar minnar...tíhíhí.
Ég er búin að sækja um hátt í 40 atvinnur og búin að fá einhvern helling af synjunum... en ég held að það sé nú alveg að fara að koma að já-inu núna. Ég hef allavegana haft góða tilfinningu fyrir því um helgina og er búin að vera að undirbúa mig fyrir komandi viðtöl. Það eru ýmis teikn á lofti sem segja mér að það séu stórvægilegar breytingar framundan á næstu vikum
Það var þvílíkt fjör á föstudagskvöldið. Valur Snær fór á grímuball í skólanum sínum og sló í gegn sem "maðurinn með ljáinn" og á meðan hélt Eyþór Atli upp á "þrítugsafmælið" sitt með tveim bekkjarfélögum sínum. Við Hilmar vorum að undirbúa og stússast í veislunni í fimm tíma og þetta tókst svakalega vel. Það voru 28 börn í partýinu og brjáluð læti og gelgjustælarnir alveg að drepa þau... okkur er bara farið að kvíða fyrir unglingsárunum fyrst þau haga sér svona 10 ára gömul! Allir fengu fordrykk í kampavínsglösum með sykurrönd á brúninni og svo var þvílíkt flott hlaðborð með alls konar mat. Þegar krakkarnir voru búnir að borða fóru þau inn í diskósalinn að dansa. Þar var búið að klæða alla veggi með svörtum plastpokum og efni og svo voru diskóljós og diskókúlur hangandi í loftinu. Tónlistin stillt á hæsta og svo var dansað, breikað, farið í limbó og hamast eins og ég veit ekki hvað! Þegar sumir urðu þreyttir á dansinum var farið inn í "hygge" herbergið og fengið sér poppkorn og safa. Þegar við komum heim um tíuleytið var strákunum skellt beint í rúmið og við Hilmar hentum okkur í sinn hvorn sófann til að horfa á bíómynd. Við vorum bæði steinsofnuð 10 mínútum seinna... gjörsamlega búin á því
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahah..sofnuð tíu mínútum seinna..tíhí..skil ykkur vel. Það tekur á að halda svona afmæli..með mörgum krökkum! Já vá 36 dagar til jóla..tíminn gjörsamlega æðir áfram. Já..ég er líka sannfærð um að þú fáir vinnu fljótlega..verst samt að þá verðið þið lengur í danaveldi... en samt jákvætt
sakn og knús þín vinkona Anna Kristín
Anna Kristín (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 21:36
Hæhæ frænka já það hlítur að fara að koma að jáinu hjá þér í sambandi við að fá vinnu:) en gangi þér vel vinan kiss kiss og risa knús kveðja Alda frænka:)
Alda (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:18
Vá það hefur ekki verið neitt smá fjör í þrítugsafmælinu hahaha en gott að allir skemmtu sér vel og upplifðu örugglega ógleymanlegt partý...kemur ekki á óvart með Valsarann, hann er bara alltaf flottur....en Eydís mín ég er líka viss umm að jáið er farið af stað tekur bara smá tíma að komastá leiðarenda heyrumst fljótt...knús í kotið Kolla frænka
Kolla frænka (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 07:45
Hæ hæ dúllan mín
Þetta hefur ekki verið neitt smá flott partý, diskókúla og læti. Sniðugt að halda saman afmæli og gera það með stæl.
Þetta fer alveg að koma hjá þér með vinnuna Eydís, rétta vinnan bíður eftir þér bara.
kv
Guðlaug
Guðlaug (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.