Vetur konungur nálgast

Brrrr, það er svooooo kalt úti núna, ískalt og nístir inn að beini Frown Það er kominn vetur í Danmörku. Og þá er ekkert annað að gera en að taka því bara, kveikja upp í kamínunni og arninum og klæða sig í ullarpeysu og lopasokka. Ég ákvað í vikunni að ég nenni ekki að þvælast niður í bæ á hverjum degi í strætó í þessum kulda og flutti því allt skóladótið mitt heim aftur. Ég er búin að hertaka skrifborðið hans Eyþórs Atla og dreifa úr mér þar með allar skólabækurnar, pappírana, möppurnar og tölvuna mína. Þetta er líka heilmikill tímasparnaður hjá mér þar sem ég er einn og hálfan tíma í tveim strætisvögnum á leiðinni í bæinn og annað eins til baka seinnipartinn. Svo fæ ég líka alltaf svo mikinn hausverk í strætó að ég er oftast alveg ónýt þegar ég kemst á leiðarenda og ekki í góðu formi til að hefja skriftir Woundering 

Núna hef ég það bara kósý heima, helli mér upp á fulla kaffikönnu sem ég hef hjá mér á skrifborðinu og það heldur mér gangandi allan daginn. Svo er ég búin að stilla gemmsann minn þannig að hann pípi á tveggja tíma fresti og segi mér ýmist að ég eigi að fara að læra eða að ég eigi að fara í pásu Wink

Annars erum við bara búin að hafa það fínt og það er búið að vera nóg að gera hjá strákunum í dag. Eyþór Atli fór á fótboltamót í morgun og skoraði sex mörk í fjórum leikjum... mont, mont Whistling Lét þetta svo ekki nægja og mætti á fótboltaæfingu klukkan tvö og svo kom Nikolaj vinur hans með honum heim og ætlar að gista hjá okkur í nótt. May, bekkjarsystir Vals Snæs hringdi í hann í morgun og bauð honum að vera heima hjá sér í allan dag... og hálftíma seinna hringdi önnur bekkjarsystir hans og bauð honum líka í heimsókn... sem verður að bíða betri tíma þar sem hann getur víst ekki klónað sig... ennþá. Það tekur á að vera svona vinsæll Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ

mmm kveikja upp í kamínunni hljómar ekkert smá kósý. Skil þig vel að vilja læra heima..og losna við allan þennan tíma í strætó.. haltu áfram að vera svona dugleg dúllan mín.

Vá hvað strákarnir eru duglegir..og Eyþór Atli algjör fótboltasnilli! tíhí..ekkert smá sem Valsarinn er vinsæll..bara gott!

knús úr rigningunni

anna kristín og co

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 22:37

2 Smámynd: Anna Sig.

og þar sem þú ert heima og sleppur við 3 tíma í strætó á dag áttu sko rétt á aðeins meiri pásum!! er þaggi??

Anna Sig., 12.11.2007 kl. 09:46

3 identicon

Hæhæ sæta já ég skil þig vel að þú nennir ekki að vera að þvæli milli staða:)....(heima er BEST) ekki satt en hafðu það gott í kuldanum hehe:) kveðja Alda Frænka.

Alda (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:17

4 identicon

Já vetrakonungur er sko kominn hingað til okkar í DK  brrrrrr brrrrr en gangi þer ofsavel með skriftir pepp... pepp

Bestu kveðjur frá Risskov

Ásta Björk (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband