10 ára fótboltastrákur

Þá er fyrsti áratugurinn í höfn hjá honum Eyþóri Atla okkar Wizard Hann vaknaði sæll og glaður með að þessi langþráði dagur væri loksins runninn upp sem hann er búinn að vera að telja dagana að í margar vikur. Við sungum að sjálfsögðu afmælissönginn upp í rúmi og svo opnaði hann einn pakka áður en hann fór í skólann. Hann er reyndar búinn að vera að opna afmælispakka í nokkrar vikur núna sem hafa bæði borist frá Íslandi og einnig frá nokkrum vinum hér í Danaveldi. Það er þó búið að takast að halda nokkrum pökkum til hliðar svo hann fær heila fimm pakka í dag Grin 

 Hann var voða spenntur að mæta í skólann og fór í  fínum fötum því það er nú alltaf svo gaman þennan eina dag á ári að vera miðpunktur dagsins. Hann hringdi nú samt í mig klukkan rúmlega ellefu til að spyrja hvort hann mætti ekki bara drífa sig heim... hann getur ekki beðið eftir að opna restina af pökkunum... tíhíhí. En kennarinn reif símann af honum og slökkti á honum áður en ég náði einu sinni að svara... svo hann verður að halda út aðeins lengur litla skinnið Halo

 Föstudagskvöldið 16. nóvember ætlar Eyþór Atli að halda bekkjarpartý ásamt tveim bekkjarfélögum sínum sem verða líka 10 ára í þessum mánuði og voru send boðskort á allan bekkinn þar sem boðið var í 3x10 = þrítugsafmælisveislu. Við Hilmar funduðum í gær með mæðrum hinna tveggja drengjanna til að plana veisluhöldin sem verða haldin í skátaheimilinu í Skæring. Þær voru alveg að tapa sér úr spenningi yfir þessu og það á að vera diskótek í einu herberginu, kósý stemning í öðru herbergi og matarhlaðborð í því þriðja. Og þar sem þetta á að vera "þrítugsafmæli" verður meira að segja fordrykkur í formi óáfengs kampavíns og svo verða kjötbollur, pizzur, kartöflusalat og ég veit ekki hvað og hvað á hlaðborðinu. Poppkorn og snakk í eftirrétt og þær ætla líka að kaupa 3 lítra af hvítvíni og 3 lítra af rauðvíni fyrir foreldrana svo þeir geti fengið sér drykk þegar þeir koma að sækja börnin um níuleytið.... svona eru nú Danir Wink

Eyþór Atli MusterisriddariFallegastur

Eyþór Atli í útreiðatúrEyþór Atli varla að þora...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með drenginn vá bara 10 ára!!

Takk fyrir liðið síðasta laugardag því miður komst minns ekki kem bara seinna í kaffi hihi.

Njótið dagsins.

kv. Brynja.

Brynja Egå (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 16:16

2 identicon

Hæ allir  innilega til hamingju með 10 ára afmælir Eyþór Atli. Til hinna til hamingju með stóra drenginn.  Skemmtið ykkur vel  þann 16.

Siggi frændi og Dóra (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 17:24

3 identicon

Elsku Eyþór Atli til hamingjum með tíu ára afmælið

Vá afmælispartýið hljómar mjög vel...tíhí..gott að foreldrarnir geti vætt kverkarnar líka tíhí..

knús á línuna

Anna Kristín og co

Anna Kristín (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 17:34

4 identicon

Hann á afmæli í dag

hann á afmæli í dag

hann á afmæli hann Eyþór Atli

hann á afmæli í dag....

Til hamingju með daginn elsku frændi, hljómar spennandi 30 ára afmælisveislan  hlakka til að heyra frá því....takk fyrir síðasta sunnudag....afmælisknús og töffarakveðja frá öllum hér....Kolla frænka og allir hinir  

p.s

klúturinn er því miður uppseldur, man eftir þér ef ég sé einhvern flottan......

Kolla frænka (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 18:38

5 identicon

innilegar hamingjuóskir med strákinn.  Bestu kvedjur frá okkur øllum á Stavnsvej 82

sædis (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:33

6 identicon

Hæhæ til hamingju með guttann og góða skemmtun þann 16:) kveðja Alda Frænka...

Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband