5.11.2007 | 10:27
Í fréttum er þetta helst...
Það er svo sem ekkert sérstakt í fréttum hjá okkur í dag. Nema kannski að helgin var notaleg að vanda... Hilmar spilaði póker með vinunum á föstudagskvöldið og kom heim með aðeins meira í veskinu en hann fór út með. Ég og litlu strumparnir mínir horfðum á meðan á Vild með dans eins og vanalega og horfðum svo á bíómynd á eftir. Þetta var einhver lögfræðimynd með Chris O'Donnell og Gene Hackman þar sem sá gamli var á dauðadeildinni í fangelsi og endaði í gasklefanum. Þetta vakti upp miklar spurningar og vangaveltur hjá strákunum sem höfðu aldrei áður vitað að það væri til dauðarefsing eða félög eins og Ku Klux Klan (sem Gene Hackman var meðlimur í). Það er skrítið þegar börnin manns vaxa og þroskast og átta sig smátt og smátt á því hvað það er til grimmur heimur þarna úti, sem þau vita sem betur fer ekki mikið um. Ég mátti hafa mig alla við að svara spurningaflóðinu frá þeim eftir bestu getu og útskýra þetta allt saman á sem einfaldastan hátt. Á eftir sátu þeir með tárin í augunum og fannst Bandaríkjamenn einstaklega vondir menn að geta dæmt fanga til dauða. Ég tek fram að þessi mynd var ekki bönnuð börnum og engin ljót atriði eða blóð í henni... en hún snerti strákana ótrúlega mikið og þeir verða sennilega andstæðingar dauðarefsinga það sem eftir er ævinnar.
Á sunnudaginn fengum við megnið af dönsku fjölskyldunni okkar í heimsókn og vorum með kaffi og kökur á boðstólnum. Það er alltaf svo gaman og gott að eiga svona stundir með vinum sínum og spjalla um alla heima og geima. Við erum nú að vonast til að við fáum bráðum smá hluta af alvöru fjölskyldunni okkar hingað út til okkar. Mamma og pabbi voru nefnilega að selja húsið sitt í Krosshömrunum sem er búið að vera langt og taugatrekkjandi ferli og við erum að reyna að sannfæra þau um að setja bara búslóðina í geymslu til að byrja með og koma í afslöppun til Danmerkur í nokkra mánuði. Þau hefðu nú bara gott af því... finnst okkur allavegana ;-)
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ sæta ég er nú alveg hjartanlega sammála þér þau gömlu hefðu nú bara gott af því að prófa þetta:)
kveðja Alda Frænka sem ætlar allavega að koma sko hí hí hí:)
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:43
Þau hefðu sko meira en gott af Danmerkurdvöl. Ég hef bara áhyggjur af því að þau komi þá ekkert til baka!
Sabbaló (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 12:26
Það er aldeilis góð hugmynd að m/p þín slaki á í Danaveldi, manni skilst allavega að þar sé allt miklu afslappaðri en hérna í stressinu... eftir að maður flytur útí sveit þá finnur maður hvað það er geðveit mikið stress og læti alltaf í bænum.. allir að flýta sér eitthvað!
Anna Sig., 5.11.2007 kl. 14:03
Hæ hæ og takk fyrir góða afmælisveisluveislu í gær en er alveg sammála þessu með mömmu þína og pabba, þau hefðu bara gott og ekki síður gaman af því að vera hjá ykkur....komst ekki í bæinn í dag að ath með klútinn fyrir Eyþór Atla minn en fer á morgun...knús á línuna...
Kolla frænka (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 17:32
En frábærar fréttir að húsið sé selt! Skilaðu kveðju til mömmu þinnar og pabba frá mér..mikið er ég glöð fyrir þeirra hönd. Endilega fáðu þau út til ykkar...um að gera að slaka á eftir þetta langa ferli!
knúknús sakna dej þín anna kristín
Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.