1.11.2007 | 19:11
Móðurmerki og afmælispakkar
Það er bara alveg að koma helgi aftur, djísús kræst hvað tíminn líður hratt. Vikan er bara búin að fara í eintómt rugl því ég er búin að vera lasin síðan á þriðjudag, full af kvefi og hausverk og var með smá hita þriðjudag og miðvikudag En ég mátti ekkert vera að þessu hangsi lengur svo ég reif mig bara upp úr rúminu eftir hádegi í dag, dreif mig í sturtu, klæddi mig og snyrti mig aðeins til og vollaaaa... alveg eins og nýsleginn túskildingur Náði svo í strákana í skólann og við Eyþór Atli skruppum að hitta heimilislækninn okkar.
Ég var að láta kíkja á þessa fínu fæðingarbletti mína sem pabbi minn var svo góður að erfa mig að og hann var svo örlátur að hann gaf mér a.m.k. 3000 stykki. Fæðingarblettir eru reyndar kallaðir "modermærke" hér í Danaveldi svo þeir vilja nú ekkert tengja þá við feður hér.... Læknirinn ætlar að senda mig til húðlæknis í nánari skoðun og hún sagði að það væri komin ný tækni við að rannsaka fæðingarbletti hér. Það er einhvers konar lampi sem lýsir á hvern blett og þá sést með ljósinu hvort það eru frumubreytingar í blettinum. Mér líst miklu betur á það heldur en á þennan hringhníf sem var notaður á mig á Íslandi til að ná blettunum upp með rótum... sem er frekar sárt og þurfa svo að bíða í marga daga eftir niðurstöðunum úr ræktuninni
Ég verð nú að segja frá því að þó ég hafi ekki átt merkilegt afmæli á mánudaginn að þá fékk ég nú fjóra afmælispakka sem ég er svo rosalega ánægð með... og meira að segja þrjá frá Íslandi Hilmar og strákarnir gáfu mér geggjað flotta svarta leðurtösku... Hilmar var orðinn eitthvað þreyttur á fjólubláu töskunni minni sem ég er alltaf með og bið hann reglulega að halda á fyrir mig svo allir geti kallað hann Tinky Winky...hehe Eva systir gaf mér rosalega fallega vínrauða blúnduskyrtu svo ég geti verið fín þegar ég mæti í atvinnuviðtölin sem fara vonandi að streyma inn... hún ætlar sko ekki að þurfa að skammast sín fyrir unglinginn litlu systur sína Og elskulegu vinkonurnar mínar Linda og Anna Kristín sendu mér svo æðislegar gjafir.... þær þekkja mig greinilega vel því þær hefðu ekki getað hitt betur í mark. Linda gaf mér bók sem heitir "Látum steinana tala" sem er handbók um steina og kristalla og ég er búin að liggja yfir henni því ég er að safna orkusteinum úr uppáhaldsbúðinni minni í Latínuhverfinu sem heitir Ametyst. Anna Kristín gaf mér bláa gelgrímu sem á að kæla eða hita og setja svo á sig og þá læknast hausverkur og mígreni.... og gríman hefur sko komið að góðum notum í veikindum síðustu daga þar sem ég hef verið með svo mikinn hausverk. Sonum mínum fannst ég frekar skrítin þegar ég lá í stofusófanum í gær með þessa bláu grímu í kringum augun með fljólubláan orkustein á enninu... sem ég las í bókinni minni að lagaði hausverk Svo fékk ég líka það sem ég var búin að óska mér frá Önnu Kristínu minni, geggjaða ljósmynd sem hún tók í ljósmyndanáminu sínu, innrammaða og flotta og hún á pottþétt eftir að verða mikils virði þegar hún er orðinn frægur og flottur ljósmyndari
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé þig fyrir mér í sófanum með bláa grímu og fjólubláan stein á enninu, þú ert algjört æði ekki hissa þó strákunum hafi þótt nóg um.....hlakka til að hitta ykkur á sunnudagin...þú verður kannski með smá grímusýningu fyrir gestina tihi....knús og kram Kolla frænka
Kolla frænka (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 20:32
hjé hjé ekkert smá findið með grímuna..... en dúllan okkar til lukku með daginn þinn, lofa þér að ég á eftir að muna þennan dag hér eftir Vona að kallarnir hafi dekrað vel við þig
afmæliskveðja Telma og Ási
Telma (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 20:38
Hæ hæ skvísan mín, þú átt von á öðrum sætum pakka frá okkur á Nørreriisvej. Sjáumst hressar og káta að vanda. Kiss og knús.
Guðlaug
Guðlaug (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 21:46
Hæhæ sæta herðu ég er nú búin að vera í þessum blessuðu bletta aðgerðum er búin að fara í 11 svoleiðis:( ég þarf að fara á 6 mánaða fresti í tékk þannig að ég skil þig vel að þú viljir ekki láta skera þetta af!!! maður er allur út skorin og sætur:) eða þannig :) en jæja ég er orðin svo spennt að koma í baunaland til ykkar :) kiss kiss og knús til ykkar kveðja Alda Frænka.
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 21:49
Hæhæ bara ég aftur herðu ertu ekki með msn skvísa????? kv Alda:)
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 21:59
Hæ Alda, jú ég er með msn: flikk73@hotmail.com
Eydís Hauksdóttir, 1.11.2007 kl. 22:06
Ji ég er þá með 1 fleiri móðurmerki en þú.. eða 3001! Reyndar er örugglega búin að skera af mér um 15 stykki og allt stefnir í að ég muni verða eins og svissneskur ostur fyrir áramót, þar sem ég er að fara til húðlæknis í tékk í næstu viku!
En það er betra að vera götóttur heldur en að það komi eitthvað illt í þetta!
Anna Sig., 2.11.2007 kl. 11:11
hæ dúllan mín
gaman að skoða myndirnar úr halloween afmælinu..ekkert smá flottir krakkar..og skreytingar! ji krúttan mín..ég bara roðna..tíhí..gaman að hafa náð að gleðja þig.
hafðu það gott knús og kossar á línuna
anna kristín
p.s. gangi þér vel hjá doksa!
Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.