Afmælisstelpa

Jæja þá er 29. október runninn upp og árin orðin 34. Mér finnst þetta bara fínn aldur og árið framundan leggst vel í mig. Þetta er árið sem ég mun ljúka námsferlinum mínum og hefja starfsferilinn minn sem viðskiptafræðingur með mastersgráðu og það verður ekkert smá spennandi að sjá hvar ég enda eiginlega eftir allt þetta nám.... Spákonurnar tvær sem ég spjallaði við í vor sögðu báðar að ég ætti eftir að fá svakalega spennandi vinnu á haustmánuðum þar sem ég yrði mikið á ferðinni og að þetta starf ætti alveg einstaklega vel við mig. Þær sögðu líka að ég myndi þurfa að velja á milli tveggja atvinnutilboða. Ég fæ alveg fiðring í magann af tilhlökkun við að hefja þetta ævintýri.... jíbbíjæjei.

Ég er nú búin að sækja um 24 störf síðustu tvo mánuði og er nú þegar búin að fá 11 synjanir.... sem er bara frábært því þá styttist óðfluga í jáið.... ekki satt? Það þýðir ekkert að láta þessar synjanir trufla sig, maður verður bara halda áfram og áfram þar til einhver gefur manni tækifæri.

Það var voða notalegt að vakna í morgun við knús og kossa frá öllum strákunum mínum... meira að segja Tinni kom líka upp í rúm að knúsast :-) Eftir morgunmat arkaði ég með litlu drengjunum mínum út á stoppistöð þar sem við vippuðum okkur upp í vagn númer 56. Valur Snær sat hjá mömmu sinni meðan Eyþór Atli settist náttúrulega í hinn endann á vagninum og þóttist ekkert þekkja okkur.... same old, same old. Þeir fóru svo út við skólann sinn og ég hélt áfram niður í bæ þar sem Guðlaug mín sótti mig og kom með mér í Prismet þar sem við ætlum að eyða deginum í lærdóm.... hvað annað :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilegar hamingjuóskir med daginn:D  kv af stavnsvej #82

sædis (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 08:44

2 Smámynd: Anna Sig.

Innilega enn og aftur til hamingju með afmælið í dag!!  Vona að þú fáir að ráða hvað er í matinn (eins og börnin) og gera eitthvað skemmtilegt eftir lærdóminn í dag!

Ps. Hvað ertu að segja.. er frændi minn sem er alveg að verða 10 ára kominn á gelgjuna strax?? OMG haha.. en ég man nú alveg hvað manni þótti nú pínlegt að láta sjá sig með foreldrunum stundum á þeim tíma... þótt ég held það hafi nú ekki byrjað svona snemma hjá mér! 

Anna Sig., 29.10.2007 kl. 10:10

3 identicon

til hamingju með afmælið aftur

 knús anna kristín

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 10:25

4 identicon

Innilega til hamingju með daginn í dag, kossar og knús til þín.

Þið duglegar að læra stöllur bara áfram elsku vínkonur og áfram með skrifin elsku Eydís.

kv. Brynja og co

Brynja og co. (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 10:40

5 identicon

Hæhæ elsku kerlingin mín til hamingju með daginn það stittist í að ég nái þér hehe:) en eigðu góðan dag kiss kiss og knús:) kveðja Alda Frænka.....

Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 11:07

6 identicon

Til hamingju með afmælið í dag elsku Eydís mín og láttu nú dekra við þig sem eftir er dagsins!!

Kossar og knús

Kv. Ásta Björk

Ásta Björk (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 12:08

7 identicon

Til hamingju aftur dúllan mín með daginn sem á að vera fullur af dekri er það ekki  söng fyrir þig í morgun áður enn ég fór í skólann, við kósíheit,, gat ekki beðið með syngja  afmælisknús frá Grenaa

Kolla frænka og co

Kolla frænka (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 13:36

8 identicon

Enn og aftur til hamingju með daginn! 34 ár er ekki neitt, þú lítur allavega ekki út fyrir að vera deginum eldri en 25! eða yngri svei mér þá!hahaha...Eigðu góðan dag og njóttu kvöldsins:)

Sabbaló og Arkarholtsgengið (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 14:26

9 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Ástarþakkir fyrir allar kveðjurnar elskurnar mínar... held ég hafi aldrei fengið svona margar afmæliskveðjur áður. Telst svo til að ég sé búin að fá 23 kveðjur í dag í hinum ýmsu formum s.s. tölvupósti, msn, sms, símtölum og commentum. Ekkkert smá gaman.... og dagurinn bara rúmlega hálfnaður!

Verð að láta fljóta hérna með stjörnuspánna mína á mbl í dag... doldið spes:

Sporðdreki: Það er eins og risavaxin geimrygsuga fjarlægi alla framandi hluti úr líf þínu. Og þú sem elskar þá! Óreiða er svo skemmtileg! Haltu í skítinn sem þú elskar mest.

Eydís Hauksdóttir, 29.10.2007 kl. 15:53

10 identicon

Til hamingju með daginn

Siggi frændi og Dóra (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 18:06

11 Smámynd: Anna Sig.

haha dísús.. hvað er málið með þessar stjörnuspár í mogganum... geimrygsuga? hvað er geimryg??? það er RYK! *smápirr-sorry*

Anna Sig., 29.10.2007 kl. 19:56

12 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Innilega til hamingju með afmælið mín kæra!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.10.2007 kl. 09:29

13 Smámynd: Óli Jón

Gratúlera, ágæta skólasystir! Þetta er stórmerkilegur áfangi, en þú verður nú samt alltaf litla grjónið  :)

Óli Jón, 31.10.2007 kl. 00:06

14 identicon

Kiss og knús Eydís

kv

Guðlaug viðutan, thihihihihih

Guðlaug (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband