28.10.2007 | 10:43
Kósíheit par exelans
Við erum búin að eiga mjög góða helgi hér í Stuðstrumpalandi. Föstudagskvöldið var að venju helgað Disney Show og Vild med dans í sjónvarpinu. Nachos í skálum ásamt heitri salsasósu með rjómaosti, rauðlauk og ólífum og Coca Cola í glösum :-) Þetta er að verða eins og helgiathöfn hjá okkur á föstudagskvöldum og okkur hlakkar til allan daginn að eiga svona kósý kvöld með kveikt upp í arninum og kerti út um alla stofu. Nú eru bara fjögur pör eftir í Vild med dans og af þeim eru bæði uppáhaldspörin okkar, Mads Vad sem er danskennari strákana og Robert Hansen sem leikur Victor í uppáhalds dönsku bíómyndunum okkar.
Í gær var Eyþór Atli að keppa í fótbolta í Ryomgaard frá 10 til 15 og Valur Snær var í bekkjarafmæli frá 11 til 14 svo við Hilmar vorum bara barnlaus í nokkra klukkutíma. Við notuðum tímann til að fara í stórinnkaupaferð á gömlu heimaslóðirnar okkar í Tilst og eyddum þrem tímum í Bilka. Við komumst í svaka jólaskap á meðan við vorum þar því það var búið að skreyta Bilka hátt og lágt og verið að selja fullt af jólavörum! Ekki seinna að vænna þar sem það eru nú bara 57 dagar til jóla, tíhíhí....
Klukkan hér í Danmörku breyttist í nótt svo ég skreið bara aftur upp í rúm í morgun þegar ég fattaði að ég var búin að vera á fótum frá því klukkan sjö samkvæmt nýja tímanum og fannst það nú allt of snemmt svona á sunnudagsmorgni! Við Hilmar ætlum að skella okkur í ræktina á eftir og fara svo í gufu og sjá hvort mér takist ekki að rífa þessa stíflu úr nefinu á mér sem er búin að vera að há mér síðustu daga. Svo ætlum við að fara seinnipartinn í heimsókn upp í Hinnerup til Guðlaugar og Sissa þar sem við ætlum að elda góðan mat saman. Það er búið að vera svo brjálað að gera hjá öllum síðustu vikur að það er orðið allt of langt síðan við hittumst svo okkur hlakkar mikið til :-)
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð sæta litla frænka
Gottt þið hafið átt svona kósý helgi eins og við, en þurfum að fara hittast og við að deila út afmælisgjöfum svo er nú meiningin að fara kíkja í Bilka í jólalandið svo kannski við komum við þá.....knús knús Kolla frænka.....
Kolla frænka (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 15:25
Hæhæ skvísa það er gott að þið hafið geta haft kósý þegar að það er svona mikið að gera hjá ykkur:) kveðja Alda Frænka
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 17:23
mmm svona eiga föstudagskvöld að vera.
tíhí..jólajóla..ætla einmitt í jólagírinn í minní..hlakka mikið til.
knús og sakn þín anna kristín
Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 22:51
Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Eydís
hún á afmæli í dag
Til hamingju með daginn dúllan mín, vona að þú fáir góðan dag með fullt af dekri frá köllunum þínum....
knúskveðja Kolla frænka
Kolla frænka (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.