24.10.2007 | 10:15
Minn tími er haustið
Nú er haustið í fullum skrúða hér í Danmörku og skartar þvílíkri litadýrð. Laufin eru eldrauð, vínrauð, gul og appelsínugul og þau sem ekki hanga enn á trjánum, þekja götur, garða, stræti og torg. Veðrið hefur líka verið milt og gott síðustu daga, sól skín í heiði og hitinn er frá átta til tólf gráður. Ég elska þennan árstíma... enda fædd á honum eins og litlu haustdrengirnir mínir. Hrekkjarvakan og graskerin sem sitja á sólpöllum og við hinar ýmsu útidyrahurðir passa líka vel við alla litadýrðina.
Þegar ég tók strætó í bæinn í gær til að fara í Prismet að læra, fékk ég svona óstjórnlega löngun allt í einu til að fá mér göngutúr í sólinni. Ég fór því úr vagninum við sjúkrahúsið í Århus á Nørrebrogade og fékk mér langan göngutúr þvert yfir gömlu borgina og yfir á Viborgvej þar sem Prismet byggingin er. Ég gekk um gamlar steinlagðar götur sem ég hef aldrei komið í og sá margar fallegar byggingar á leiðinni. Stundum þurfti ég að vaða laufblöðin upp fyrir ökkla því það var svo þykkt lag á gangstéttinni. Þetta var þvílíkt endurnærandi og gott og ég kom því frísk og glöð á leiðarenda með litla pizzu og kók undir hendinni sem ég keypti mér á leiðinni :-)
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vá..hljómar ekkert smá vel..mikið betur heldur en þessi endalausa rigning og brjálaða rok sem ríkir á klakanum þessa dagana!
Mér finnst snilld að það séu skorin út grasker..og sett út á sólpalla..bara krúttlegt.
knús og sakn anna kristín
Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 12:20
Ekkert smá góð byrjun á góðum degi
Guðlaug (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 15:28
Hæhæ flott að heyra að rigningin er að minka:) og flott að allt gengur vel kveðja Alda Frænka:)
held ég verði bara að koma til ykkar í sólina næsta sumar hehe:)
Alda (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 11:08
Yndislegt að njóta veðurblíðunnar og litadýrðarinnar!! Við Ibbinn ætlum einmitt að skella okkur út á eftir og skoða haustið og er stefnan tekin á Brabrandsø:)
Sjáumst, kv fra Risskov
Ásta Björk (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.