Minn tími er haustið

Nú er haustið í fullum skrúða hér í Danmörku og skartar þvílíkri litadýrð. Laufin eru eldrauð, vínrauð, gul og appelsínugul og þau sem ekki hanga enn á trjánum, þekja götur, garða, stræti og torg. Veðrið hefur líka verið milt og gott síðustu daga, sól skín í heiði og hitinn er frá átta til tólf gráður. Ég elska þennan árstíma... enda fædd á honum eins og litlu haustdrengirnir mínir. Hrekkjarvakan og graskerin sem sitja á sólpöllum og við hinar ýmsu útidyrahurðir passa líka vel við alla litadýrðina.

Þegar ég tók strætó í bæinn í gær til að fara í Prismet að læra, fékk ég svona óstjórnlega löngun allt í einu til að fá mér göngutúr í sólinni. Ég fór því úr vagninum við sjúkrahúsið í Århus á Nørrebrogade og fékk mér langan göngutúr þvert yfir gömlu borgina og yfir á Viborgvej þar sem Prismet byggingin er. Ég gekk um gamlar steinlagðar götur sem ég hef aldrei komið í og sá margar fallegar byggingar á leiðinni. Stundum þurfti ég að vaða laufblöðin upp fyrir ökkla því það var svo þykkt lag á gangstéttinni. Þetta var þvílíkt endurnærandi og gott og ég kom því frísk og glöð á leiðarenda með litla pizzu og kók undir hendinni sem ég keypti mér á leiðinni :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá..hljómar ekkert smá vel..mikið betur heldur en þessi endalausa rigning og brjálaða rok sem ríkir á klakanum þessa dagana!

Mér finnst snilld að það séu skorin út grasker..og sett út á sólpalla..bara krúttlegt.

knús og sakn anna kristín

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 12:20

2 identicon

Ekkert smá góð byrjun á góðum degi

Guðlaug (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 15:28

3 identicon

Hæhæ flott að heyra að rigningin er að minka:) og flott að allt gengur vel kveðja Alda Frænka:)

held ég verði bara að koma til ykkar í sólina næsta sumar hehe:)

Alda (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 11:08

4 identicon

Yndislegt að njóta veðurblíðunnar og litadýrðarinnar!! Við Ibbinn ætlum einmitt að skella okkur út á eftir og skoða haustið og er stefnan tekin á Brabrandsø:) 

Sjáumst, kv fra Risskov

Ásta Björk (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband