21.10.2007 | 19:35
Haustfríið
Þá er aftur orðið einmannalegt í Stuðstrumpalandi Mamma og pabbi flugu aftur til Íslands í gærkvöldi eftir rólega og góða viku hjá okkur í haustfríinu. Við fórum með þeim á Strikið og í Storcenter Nord, fórum líka að skoða Den Gamle By og mamma fékk líka að skreppa í sitt elskaða Bilka Að öðru leyti var lífinu bara tekið með ró, eldaður góður matur og skroppið í smá göngutúra um Studstrup. Tinni er líka allur að koma til og er alveg orðinn fær um að fara út. Hann hefur samt engan áhuga á því að fara út í dagsbirtu frekar en á Íslandi því hann er svo mikil myrkravera að hann vill bara vera úti á kvöldin og kemur svo mjálmandi á hjónaherbergisgluggann þegar hann vill koma inn.
Óskar og Agnes voru stödd í Silkiborg síðastliðna viku þar sem Agnes var í vinnuferð. Þau komu til Árósa á miðvikudaginn og Óskar varð svo eftir hjá okkur þegar Agnes þurfti að fara til baka seinnipartinn. Hann gisti eina nótt og Hilmar tók sér frí í vinnunni miðvikudag og fimmtudag til að geta leikið aðeins við stóra brósa Þeir skoðuðu aðeins bæjarlífið á miðvikudagskvöldið og skelltu sér í ræktina á fimmtudaginn. Við Hilmar keyrðum Óskar svo til baka til Silkiborgar á fimmtudagskvöldið og fórum út að borða þar með hjónakornunum á Mexíkóskum veitingastað
Það er svo æðislegt að fá fjölskylduna sína og vinina sína hingað út til okkar því það slær aðeins á heimþránna sem dembist af og til yfir okkur Á síðustu fjórum mánuðum erum við Hilmar búin að fá öll systkini okkar í heimsókn, foreldra mína og nokkra trausta og góða vini... og það er bara meiriháttar. Svo ég tali nú ekki um hvað það er notalegt að hafa Tinna Túrbó aftur malandi við hliðina á sér
Í dag er bara búinn að vera algjör letidagur eins og sunnudagar til sælu eiga að vera. Sá eini sem er búinn að gera eitthvað annað en að liggja í leti er hann Valur Snær. Ég fór með hann í reiðtíma í morgun og hann var ekkert smá glaður að fá að fara á bak á íslenskum hesti Það er hestabúgarður hér rétt hjá okkur, á milli Studstrup og Sködstrup, með fullt af íslenskum hestum og hesturinn sem Valur Snær var á heitir Léttir. Danirnir láta hestana heita íslenskum nöfnum en kunna ekki að bera þau fram svo okkur var sagt að hesturinn héti "Letmælk". Hesturinn var rauður og með stærri hestum sem ég hef séð... þ.e. af íslensku kyni... svo þetta var frekar fyndið nafn fyrir hann. Svo fór Valur Snær eftir hádegi með Signe vinkonu sinni og fjölskyldu í sumarhús upp á Mols skaga og var þar fram á kvöld, svo það var nóg að gera hjá honum í dag
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var að skoða myndirnar af Val Snæ í skátabúningnum.. minnti mig á þegar ég var lítil stelpa í Noregi og byrjaði í skátanum og fékk svona skátahníf í leðurhulstri! :) Ég held samt að ég hafi náð svo langt að fá búninginn líka...
Það væri nú gaman að kíkja til ykkar einn góðan veðurdag ... en hver veit hvenær það gæti orðið!
Anna Sig., 22.10.2007 kl. 10:08
Sæl skvísa já það er alltaf gott að fá fjölskylduna sína í heimsókn:) hehe en annars bara að kíkka og kvitta knús kveðja Alda Frænka:)
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 17:29
Það væri sko gaman að heimsækja ykkur einhvern daginn, hver veit nema frænkuferðin verði á dagskrá einhvern tímann!
Gangi þér vel að skrifa Eydís mín.
Kveðjur frá okkur héðan
Sabbaló og 8 marka krílið:)
Sabbaló (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.