Gestir í Stuðstrumpalandi

Jæja, já, kominn tími á smá blogg... Við sem sagt fórum að sjá Jesus Christ Superstar á föstudagskvöldið með vinnunni hans Hilmars og þetta var mjög flott sýning. Svolítið erfitt fyrir okkur Hilmar að skilja alla textana þar sem öll lögin voru sungin á dönsku... en gekk betur með rólegu lögin. Þetta var mikið upplifelsi fyrir strákana og ég var alltaf að hvísla að þeim (eða öskra í eyrun á þeim í hávaðanum) mína takmörkuðu kristinfræði um síðustu daga Jesú Krists og hver væri hvað, þ.e. María Magdalena, Júdas, Pontíus Pílatus o.s.frv. svo þeir næðu nú einhverju af söguþræðinum. Það hafði mikil áhrif á þá að sjá Jesús hýddan með 40 svipuhöggum og krossfestinguna í lokin... og frekar kaldhæðnislegt að þegar Jesús átti að vera dáinn á krossinum, komu allir hinir leikararnir á sviðið og tóku myndir af honum á gsm símana sína... en svoleiðis væri það kannski ef þetta hefði gerst í nútímanum.

Halloween veislan hans Vals Snæs var svo á laugardaginn og það mættu 20 nornir, skrímsli, beinagrindur og draugar. Þetta gekk rosalega vel og það var mikið fjör hjá krökkunum og húsið var skreytt í hólf og gólf með graskerum, leðurblökum, draugum og kóngulóm. Svaka stemning og ég á eftir að setja inn myndir frá því fljótlega :-)

Á laugardagskvöldið fórum við Valur Snær svo til Billund að sækja mömmu, pabba og Tinna. Það var æðislegt að sjá þau eftir að hafa ekki hitt þau í 10 mánuði. Við komum svo heim til Studstrup klukkan hálf ellefu um kvöldið og þar biðu Hilmar og Eyþór Atli eftir okkur með rjúkandi heimalagaðar pizzur, svöngum ferðalöngum til mikillar gleði. Tinni þekkti okkur strax og tók okkur í sátt en gekk um húsið með rassinn niður í gólfi... það er eins og hann kikni í hnjáliðunum þegar hann er óöruggur og geti ekki gengið uppréttur, hann einhvern veginn skríður um með magann á gólfinu greyið. Það lagaðist fljótlega en okkur er samt búið að takast að týna honum tvisvar síðustu tvo daga. Á sunnudaginn hvarf hann í 9 klukkutíma og við héldum að hann hefði sloppið út og kæmi aldrei aftur... en svo fundum við hann að lokum inn í geymslu þar sem hann hafði komið sér í sjálfsheldu bak við fullt af drasli. Á mánudagskvöldið slapp hann svo óvart út og við fórum öll út að leita að honum í myrkrinu og það er sko ekki auðvelt að finna svartan kött í svartamyrkri! Pabbi fann hann svo að lokum seint um kvöldið, okkur öllum til mikillar gleði.

Ég er loksins búin að setja september myndirnar inn á síðuna svo þar má sjá myndir frá Kaupmannahafnarferð okkar Hilmars, matarboðinu sem við héldum fyrir "dönsku fjölskylduna" okkar þegar við áttum brúðkaupsafmæli og myndir af flóðinu á þakinu.

Köttur út í mýri, úti er ævintýri...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá upplifelsi að sjá jesus christ superstar.

hlakka til að sjá myndir úr halloween veislunni..langar svo að halda svona partý fyrir Marinó.. Ji aumingja Tinni...vona að hann sé nú búinn að jafna sig..og farinn að þekkja húsið...

Njótið þess að hafa mömmu þína og pabba hjá ykkur..knús á línuna

Anna Kristín

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 09:10

2 identicon

Hæhæ vonandi eyddu mamma þín og pabbi ekki öllu frýinu í að leita að Tinna hehe:) en bið að heilsa í bili kveðja Alda Frænka:)

Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: Anna Sig.

Heisanna hósanna sanna sanna hó sanna hei sanna hósanna!!!

Einn af mínum uppáhalds söngleikjum!

Skemmtilegar myndir... hlakka líka til að sjá myndir úr afmælisveislunni

Anna Sig., 17.10.2007 kl. 13:58

4 identicon

Hlakka til að skoða fleiri myndir! Vonandi hafa/höfðu gestirnir það gott, ég efast eiginlega ekki um það!

Sabbaló frænka (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband